All posts by kristinn

Ársþing UÍF – þrír fengu starfsmerki UMFÍ

Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF) hélt ársþing sitt að Íþróttamiðstöðinni Ungmennafélagá Hóli í Siglufirði 19. maí sl. Félög innan sambandsins höfðu rétt á að senda 31 fulltrúa til þingsins og af þeim mættu 17 frá 9 af þeim 11 félögum sem eru innan UÍF. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og gekk þingið vel fyrir sig undir stjórn Steinars Svavarssonar þingforseta.  Þrír aðilar, sem setið hafa í stjórn frá upphafi, gengu úr stjórn á þinginu, Guðný Helgadóttir formaður, Sigurpáll Gunnarsson varaformaður og Sigurður Gunnarsson gjaldkeri sambandsins.  Nýr formaður UÍF var kosinn Þórarinn Hannesson og eftir stjórnarkjör sitja í stjórn auk hans: Óskar Þórðarson, Anna Þórisdóttir, Brynjar Harðarson og Telma Björk Birkisdóttir.
Rekstur UÍF gekk vel á síðasta ári og fjárhagsstaða sambandsins er góð. Líflegt starf er innan flestra félaga sambandsins, eins og lesa mátti í skýrslu þingsins, en starfsemi UÍF snýst að mestu um að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar í Fjallabyggð út á við, fylgja eftir skýrsluskilum aðildarfélaga, varðveita og skipta því fé sem til íþróttahreyfingarinnar hefur verið veitt, gefa umsagnir um íþróttatengd málefni, standa fyrir og halda utan um ýmis verkefni sem snúast um að auka almenna hreyfingu íbúa sveitarfélagsins og huga að rekstri íþróttamiðstöðvarinnar á Hóli.

Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, var fulltrúi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á þinginu og Haukur Valtýsson formaður UMFÍ sat þingið fyrir hönd Ungmennafélags Íslands. Haukur notaði tækifærið og veitti þremur aðilum sem unnið hafa mikið og óeigingjarnt start fyrir íþróttahreyfinguna í Fjallabyggð starfsmerki UMFÍ. Það voru Margrét Einarsdóttir og þeir bræður Sigurpáll og Sigurður Gunnarssynir.

Vetrarleikar UÍF

Frá alþjóðlega snjódeginum

Árlegir Vetrarleikar UÍF hefjast í dag, föstudaginn 26. febrúar og standa þeir til 6. mars. Sem fyrr munu íþrótta- og ungmennafélögin í Fjallabyggð bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu og viðburði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Dagskráin er eftirfarandi:
Vetrarleikar 2016
26. feb.
Kl. 18:00 Mót í sprettgöngu (Skicross) hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar.
Kl. 19:00 Siglómótið í blaki í íþróttahúsinu á Siglufirði.
27. feb.
Kl. 8:00 – 18:00 Siglómótið í blaki í íþróttahúsunum í Ólafsfirði og á Siglufirði. Fjöldi liða tekur þátt. Allir velkomnir að horfa á og hvetja.
Kl. 11:00 Bikarmót í hefðbundinni göngu í Ólafsfirði.
Kl. 13:00 Fjarðargangan (skíðaganga) í Ólafsfirði.
Kl. 11:00 – 16:00 Leikjabraut og húllumhæ í Skarðinu á Sigló á vegum SSS. (5. mars ef veður verður ekki hagstætt þann 27. febrúar)
28. feb
Kl. 13:00 Bikarkeppni í skíðagöngu (frjáls aðferð) í Ólafsfirði.
29. feb
Frítt í sund og rækt í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar.
1. mars
Kl. 10:00 Opin æfing í boccia hjá Snerpu í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Kl. 17:00 – 18:00 Opið fótboltahús í Ólafsfirði á vegum KF.
2. mars
Kl. 15:45 – 18:45 Opnar æfingar í fimleikum hjá Umf Glóa í Ólafsfirði.
3. mars
Frítt í sund og rækt í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar.
Kl. 16:00 -18:00 Opnar æfingar í badminton hjá TBS á Siglufirði.
Kl. 20:00 Ljóðakvöld í Ljóðasetrinu á Siglufirði á vegum Umf Glóa.
4. mars
Kl. 11:00 Opin æfing í boccia hjá Snerpu í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Kl. 16:00 – 17:00 Opið fótboltahús á Siglufirði á vegum KF.
5. mars
Ólafsfjarðarmót í svigi.
6. mars
Kl. 15:00 Myndlistarsýning nemenda í 1. – 4. bekk á Siglufirði og sögusýning Umf Glóa í Bláa húsinu á Sigló. Útileikir og snjókallagerð ef veður leyfir.

– Opnar æfingar hjá yngri flokki Skíðafélags Siglufjarðar (1.– 4. bekkur) alla leikana
– Opnar æfingar hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar í göngu og alpagreinum alla leikana
– Opnar æfingar hjá KF alla leikana

 

Námskeið í skíðagöngu

Skíðafélag Ólafsfjarðar stendur fyrir námskeiði í skíðagöngu dagana 7. og 8. febrúar   Skíðafélag Ólafsfjarðarnæstkomandi. Námskeiðið er fyrir fullorðna og ætlað bæði byrjendum sem lengra komnum.
Mæting er uppi í skíðaskála báða dagana, þann 7. febrúar kl. 14:00 og 8. febrúar kl. 20:00
Þátttökugjald er 4.000 kr.
Mikil vakning hefur nú orðið á landsvísu á íþróttinni og vonum við svo sannarlega að íbúar í Fjallabyggð taki vel í framtakið og dusti rykið af skíðunum. Skíðafélag Ólafsfjarðar stendur fyrir almenningsgöngunni, Fjarðargangan 29. febrúar næstkomandi og væri gaman að setja sér þátttöku þar sem markmið.

Nánari upplýsingar og skráning hjá:
Elsu s. 865-­‐1918 netfang: elsagj11@bifrost.is
Svava s. 866-­‐3900 netfang: svavasnyrt@gmail.com

Finnur Ingi Sölvason íþróttamaður Fjallabyggðar árið 2015

Kjörið á íþróttamanni Fjallabyggðar árið 2015 fór fram þriðjudaginn 29. desember en það

Finnur Ingi Sölvason íþróttamaður Fjallabyggðar 2015
Finnur Ingi Sölvason íþróttamaður Fjallabyggðar 2015

eru Kiwanisklúbburinnn Skjöldur og Ungmennafélag Fjallabyggðar (UÍF) sem standa fyrir valinu.

Hvert aðildarfélag tilnefndi allt að þrjá iðkendur í kjörinu á íþróttamanni hverrar greinar (19 ára og eldri) en þeir sem urðu fyrir valinu voru eftirtaldir:
Blakmaður ársins: Sigurlaug Guðbrandsdóttir frá Glóa
Bocciamaður ársins: Hrafnhildur Sverrisdóttir frá Snerpu
Golfmaður ársins: Bergur Rúnar Björnsson frá GÓ
Knapi ársins: Finnur Ingi Sölvason frá Glæsi
Knattspyrnumaður ársins: Halldór Ingvar Guðmundsson frá KF
Skíðamaður ársins: Sævar Birgisson frá SÓ

Íþróttamaður ársins var síðan valinn úr hópi þeirra sem urðu íþróttamenn ofantaldra greina. Fyrir valinu var Finnur Ingi Sölvason frá Hestamannafélaginu Glæsi en Finnur stóð sig frábærlega á fjölmörgum hestamannamótum á árinu og vann til fjölda verðlauna á þeim. Finnur Ingi er vel að titlinum kominn.

Aðildarfélögin tilnefndu líka unga og efnilega iðkendur í báðum kynjum og fengu fjölmargir iðkendur viðurkenningu fyrir flottan árangur.

Hjónin Rósa Jónsdóttir og Sigurbjörn Þorgeirsson (Bjössi) voru heiðruð fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttamála í Fjallabyggð en þau hafa unnið frábært starf fyrir Golfklúbb Ólafsfjarðar. Rósa er formaður félagsins og búin að vera það í yfir 10 ár ásamt því að sitja í stjórn Golfsambands Íslands. Bjössi er í stjórn golfklúbbsins og hefur komið að þjálfun barna og unglinga undanfarin ár.

Bryddað var upp á þeirri nýbreytni í kjörinu að veita íþróttamanni sem alist hefur upp í Fjallabyggð, gengið í gegnum barna- og unglingastarf aðildarfélags, en flutt á brott af einhverjum ástæðum og þurft að skipta um félag. Fyrir valinu varð knattspyrnukonan Sandra Sigurðardóttir en hún hefur frá árinu 2002 verið aðalmarkmaður síns félags. Sandra hefur frá 2004 spilað með Stjörnunni og unnið þrjár Íslandsmeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og tvisvar orðið meistari meistaranna ásamt fleiri smærri titlum. Sandra hefur spilað nokkra landsleiki fyrir Íslands hönd og á landsleiki í öllum aldursflokkum. Sandra er frábær íþróttmaður og verðug þessari viðurkenningu.

Við óskum öllum þeim sem hlutu viðurkenningu á hátíðinni til hamingju með árangurinn en einnig öllum þeim íþróttaiðkendum í aðildarfélögum UÍF sem hafa staðið sig mjög vel á árinu.

Verðlaunahafar við kjör á íþróttamanni Fjallabyggðar 2015
Verðlaunahafar við kjör á íþróttamanni Fjallabyggðar 2015

Íþróttavika Evrópu 2015

Evrópuráðið hefur hrundið af stað nýju verkefni sem kallast Íþróttavika Evrópu. Markmiðið Merki íþróttavikumeð vikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Slagorð vikunnar er „BeActive“ eða „Vertu virkur“ og með því er verið að hvetja alla Evrópubúa til að hreyfa sig án tillits til aldurs, bakgrunns eða líkamlegs forms.

Fyrsta Íþróttavika Evrópu verður haldin 7. – 13. september 2015 og verður sett í Brussel. Allan septembermánuð munu hinir ýmsu viðburðir í tengslum við vikuna fara fram um alla Evrópu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópuráðinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfi þeirra til verkefna sem munu tengjast vikunni.

Myllumerkið #BeActive er slagorð Íþróttaviku Evrópu. Slagorðinu er ætlað að opna augu almennings fyrir mikilvægi hreyfingar, að breiða út boðskapinn og fá alla Evrópubúa til að hreyfa sig. ÍSÍ hvetur fólk til að nota myllumerkið í tengslum við vikuna.

Leiðarljós vikunnar eru þrjú:
• Upplýsa: Vekja athygli á jákvæðum áhrifum heilbrigðs lífsstíls.
• Hvetja: Sýna fólki hvernig hægt er að hreyfa sig og tileinka sér heilbrigðan lífsstíl.
• Aðstoða: Skapa tækifæri fyrir fólk til að hreyfa sig og vera virkt í hröðu umhverfi nútímans.

Nánari upplýsingar um Íþróttaviku Evrópu er að finna á heimasíðu Evrópusambandsins.

Þau verkefni ÍSÍ sem tengjast Íþróttaviku Evrópu að þessu sinni eru Göngum í skólann 2015, Hjólum í skólann 2015 og Norræna skólahlaupið. Öll þessi verkefni miða að því að fá börn og ungmenni til að hreyfa sig, ásamt því að hvetja til aukinnar meðvitundar um mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Verkefnin hafa lengi verið á forræði ÍSÍ en með því að tengja þau Íþróttaviku Evrópu skapast svigrúm til að bæta verkefnin enn frekar, bæði í kynningu og framkvæmd.

Nánari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu ÍSÍ.

Hreyfivika 21. – 27. september

Hreyfivika 2015Hreyfivikan, eða Move Week, er partur af alþjóðlegri herferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til að bæta heilsuna. Þessi herferð fór af stað í Evrópu 2012 og Ísland var með í fyrsta sinn 2013 og er verkefnið á höndum Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) hér á landi.

Tilgangur hennar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Það eru samtökin International Sport and Culture Association (ISCA) sem standa fyrir verkefninu en Ungmennafélag Íslands fylgir því eftir hérlendis.

Skipuleggjendur Hreyfivikunnar í Fjallabyggð eru UÍF og aðildarfélög í samstarfi við stofnanir Fjallabyggðar, MTR og ýmsa fleiri aðila sem koma að hreyfingu á einn eða annan hátt.

Nánari upplýsingar um Hreyfivikuna má sjá hér: http://www.iceland.moveweek.eu/

Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í hreyfiviku eða bjóða upp á eitthvað skemmtilegt geta haft samband við starfsmann UÍF, Brynju I. Hafsteinsdóttur, í gegnum netfangið brynja@uif.is

Guðný endurkjörin formaður UÍF

UngmennafélagÁrsþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar fór fram í vallarhúsinu í Ólafsfirði miðvikudaginn 13. maí sl.
Lögð var fram árskýrsla og ársreikningar. Í ársskýrslunni er farið yfir verkefni síðasta árs og má segja að starfið hafi verið nokkuð blómlegt. Tap var á rekstri UÍF á síðasta ári upp á rúmar 6.2 milljónir og eru helsta ástæða þess þær endurbætur sem UÍF þurfti að fara í að Hóli eftir brunann sem þar varð í október 2013.

Gestir þingsins voru Baldur Daníelsson frá UMFÍ og Þórey Edda Elísdóttir frá ÍSÍ.
Á þinginu voru þau Guðný Helgadóttir formaður UÍF og Andrés Stefánsson þjálfari SSS sæmd starfsmerki UMFÍ fyrir vel unnin störf í þágu íþróttahreyfingarinnar og Skíðafélags Siglufjarðar.

Í lok þings var stjórnarkjör. Guðný var ein í framboði til formanns og því réttkjörinn. Aðrir sem hlutu kosningu í stjórn voru;
Óskar Þórðarson
Þórarinn Hannesson
Helga Hermannsdóttir
Ásgrímur Pálmason.

Þinggerð má sjá hér.