All posts by kristinn

Glæsilegt blakmót

Frá Sigló-mótinu í blaki
Frá Sigló-mótinu í blaki

Siglómótið í blaki var fyrsti viðburður Vetrarleikanna í ár. Hvorki fleiri né færri en 38 lið mættu til leiks, 26 kvennalið sem léku í fjórum deildum og 12 karlalið sem léku í þremur riðlum í einni deild. Nokkrir leikir voru spilaðir á föstudagskvöld og svo iðuðu íþróttahúsin í Ólafsfirði og á Siglufirði af lífi allan laugardaginn. Fjölmargir gestir lögðu leið sína í íþróttahúsin til að fylgjast með skemmtilegri og spennandi keppni. Mótið fór í alla staði hið besta fram og var okkur til sóma.

Blakíþróttin er í stöðugum vexti hér í Fjallabyggð og er gaman að geta þess að alls tóku 9 lið héðan þátt í Siglómótinu, 2 karlalið og 7 kvennalið. Af þessum liðum unnu 2 lið til gullverðlauna á mótinu: Skriður – yngri vou efstar í 2. deild og Súlur 3 lönduðu efsta sætinu í 4. deildinni.
Bendum á fésbókarsíðu Vetrarleikanna þar sem sjá má fleiri fréttir af Vetrarleikunum og fjölmargar myndir frá Siglómótinu sem Haukur Marinósson tók.

Vetrarleikar UÍF

Vetrarleikar_Fjallabyggd_2015_webbordi

 

 

 

Vetrarleikar UÍF standa nú yfir. Dagskrá er eftirfarandi:

23.-27. feb. Opnar æfingar hjá íþrótta- og ungmennafélögum í Fjallabyggð. Áhugasamir geta komið í prufutíma og aðstandendur sérstaklega velkomnir að líta við.

KF – Fótbolti – Alla daga vikunnar – Sjá æfingatíma á heimasíðu www.kfbolti.is
TBS – Badminton á Siglufirði – Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 16:00 – 19:00
SSS – Skíði á Siglufirði – Sjá æfingatíma á fésbókarsíðu félagsins
SÓ – Skíði í Ólafsfirði – Sjá æfingatíma á heimasíðu www.skiol.fjallabyggd.is
Umf Glói – Fimleikar í Ólafsfirði miðvikudaga 16:00 – 19:00 og laugardaga 10:00 – 13:00
Umf Glói – Bandý í Ólafsfirði – Mánudaga og fimmtudaga kl. 17:00
Snerpa – Boccia fyrir eldri borgara og fatlaða. – Í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Mánud, þriðjud og föstud kl. 10:00 – 11:00 og þriðjud. kl. 15:00 – 16:00.

26. febrúar kl. 20:00 -21:30
Ljóðakvöld Umf Glóa í Ljóðasetrinu. Þema: Vetur og íþróttir. Ýmsir flytjendur.

26. – 27. feb. Frítt í sund og rækt í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar.

28. febrúar Kl. 9:00 – 11:00
Hestamannafélagið Glæsir: Opin hús á hesthúsasvæðinu á Siglufirði.

Kl. 10:00 – 11:30
Hestamannafélagið Gnýfari býður upp á kaffi í Tuggunni.

Kl. 13:00 og fram eftir degi.
Bandýmót – Í íþróttahúsinu í Ólafsfirði – Fjöldi liða víða að af landinu. Allir velkomnir að fylgjast með skemmtilegri og spennandi keppni.

Skíðafélögin verða með viðburði í vikunni 23. feb. – 1. mars.
Ræðst af veðri og snjóalögum. Auglýst nánar síðar.

Vetrarleikarnir eru á fésbókinni – Fylgist með nánari fréttum þar.

Skíðafélag Ólafsfjarðar orðið fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Skíðafélag Ólafsfjarðar fékk viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ sunnudaginn 18. janúar síðastliðinn í skíðaskálanum í Tindaöxl í Ólafsfirði. Þennan dag var viðburðurinn „World Snowday“ haldinn hátíðlegur á skíðasvæðum landsins og var skíðasvæði

Frá alþjóðlega snjódeginum
Frá alþjóðlega snjódeginum

Ólafsfirðinga engin undantekning þar. Margt var um manninn á skíðasvæðinu og kakóið og meðlætið rann ljúft niður að loknum góðum degi. Það var Sigurpáll Þór Gunnarsson formaður félagsins sem tók við viðurkenningunni úr hendi Viðars Sigurjónsson Skrifstofustjóra ÍSÍ á Akureyri.

Skíðafélag Ólafsfjarðar fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Skíðafélag Ólafsfjarðar fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Á myndinni eru þeir Viðar og Sigurpáll

Íþróttahreyfingin gerir kröfur til samfélagsins um stuðning, bæði aðgang að mannvirkjum og beinan fjárstuðning. Íþróttahreyfingin vill að litið sé á þennan stuðning sem endurgjald fyrir þjónustu sem hún veitir öllum þegnum samfélagsins. Til þess að slíkar kröfur séu trúverðugar og réttlætanlegar þarf íþróttahreyfingin að sýna það í verki að hún geri raunhæfar kröfur til sjálfrar sín hvað varðar gæði og innihald þess starfs sem hún vinnur. Þetta hefur hún gert með samþykkt stefnuyfirlýsinga um afmarkaða málaflokka, þar sem fram kemur að hvernig starfi sé stefnt. Slíkar stefnuyfirlýsingar hafa m.a. verið samþykktar um barna- og unglingastarf, menntun þjálfara og forvarnastarf.

Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög eða deildir sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem íþróttahreyfingin gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag eða Fyrirmyndardeild.

UÍF óskar Skíðafélagi Ólafsfjarðar til hamingju með áfangann. Nánar má lesa um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á heimasíðu Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.

Íþróttamaður ársins 2014

Íþróttamaður Fjallabyggðar 2013 var Sævar Birgisson. Með honum á myndinni er forseti Kiwanis og formaður UÍF
Íþróttamaður Fjallabyggðar 2013 var Sævar Birgisson. Með honum á myndinni er forseti Kiwanisklúbbsins Skjaldar (t.h.) og formaður UÍF (t.v.)

Tilkynnt verður um val íþróttamanns ársins 2014 í Fjallabyggð sunnudaginn 28. desember kl. 17:00 í Allanum.
Dagskrá:
1. Ávarp forseta  Skjaldar, Ómars Haukssonar
2. Tónlistaratriði. Tónskóli Fjallabyggðar
3. Ávarp Íþróttamanns Fjallabyggðar 2013
4. Tónlistaratriði. Tónskóli Fjallabyggðar
5. Hlé. Veitingar í boði Fjallabyggðar
6. Dregið í boðsmiðahappadrætti.
2 vöruúttekir að upphæð 5.000 kr. hver í Siglósport. 2 vöruúttekir að upphæð 5.000 kr. hver í Siglufjarðar apóteki.
7. Tónlistaratriði. Tónskóli Fjallabyggðar
8. Val á besta manni hverrar íþróttagreinar
9. Viðurkenning veitt fyrir störf að íþrótta- og æskulýðsmálum
10. Ávarp fulltrúa UÍF
11. Íþróttamaður ársins valinn.

Val á íþróttamanni ársins er samstarfsverkefni UÍF og Kiwanisklúbbsins Skjaldar.

UÍF hvetur alla til að mæta og heiðra íþróttafólkið okkar.

Vel heppnað afmælismót TBS

Keppendur U-11 ára
Keppendur U-11 ára

Á laugardaginn fór fram 50 ára afmælismót Tennis- og bandmintonfélags Siglufjarðar. Um 70 börn og ungmenni frá þremur félögum tóku þátt. Langflestir keppendur, eða 55, voru frá TBS.
Eftir hádegi bauð félagið til afmælisveislu og kom fjöldi fólks við í íþróttahúsinu til að samgleðjast afmælisbarninu. Úrslit frá mótinu má nálgast með því að smella hér. (pdf. skjal 201 kB)

Fjöldi mynda frá mótinu er á Facebókarsíðu félagsins.

UÍF óskar TBS innilega til hamingju með áfangann.

Afmælisterta
Afmælisterta

50 ára afmælismót TBS

bs50 ára afmælismót TBS í unglingaflokkum B og C verður haldið laugardaginn 6. desember nk. í íþróttahúsinu Siglufirði. Mótið hefst kl. 09:30.  Veitingar verða í kaffiteríunni, í boði félagsins milli kl. 14:00 – 16:00.

 

Allir velkomnir að sjá unga fólkið keppa í badminton ásamt fleiri félögum.

Tennis- og bandmintonfélag Siglufjarðar var stofnað 5. desember 1964.

KEA styrkir íþróttastarf í Fjallabyggð

Fimmtudaginn 27. nóvember fór fram árleg úthlutun úr Menningar- og viðurkenningarsjóðikea KEA. Þetta er í 81. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum Auglýst var eftir umsóknum í september síðastliðnum og bárust 138 umsóknir. Veittir voru 34 styrkir, samtals að fjárhæð 6,25 milljón króna.
Úthlutað var úr fjórum styrkflokkum; almennum flokki, ungum afreksmönnum, þátttökuverkefnum og íþróttastyrkjum. Ellefu aðilar hlutu almennan styrk, hver að fjárhæð 150 þúsund krónur. Til ungra afreksmanna voru veittir tólf styrkir, 1,8 milljónir króna. Til þátttökuverkefna var úthlutað 1,4 milljón króna og hlutu fjórir aðilar styrk. Sjö íþróttastyrkir voru veittir, samtals 1,4 milljónir króna.
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar eitt félaga sem hlaut iþróttastyrk en félagið hlaut 200.000 kr. til að kaupa búnað fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Skíðafélag Siglufjarðar, Skíðaborg fékk þátttökustyrk eða 200.000 kr. til áhaldakaupa til að fjölga iðkendum í yngstu aldurshópum.

Nánari upplýsingar um úthlutun úr sjóðnum má finna á heimasíðu KEA

Formannafundur UÍF

UngmennafélagFormannafundur UÍF verður haldin fimmtudaginn 20. nóvember kl. 18:00.  Fundurinn verður í skíðaskálanum Ólafsfirði. Formenn aðildarfélaga ásamt einum stjórnarmanni eru boðaðir á fundinn.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:
Á fundinum mun formaður stjórnar UÍF gera grein fyrir störfum stjórnar, lagðar verða fram tillögur að breytingum á reglum um Verkefnasjóð UÍF, valið verður í nefnd um Vetrarleika og kynnt verður ný heimasíða UÍF.

Hreyfivika í Fjallabyggð

Að frumkvæði Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) verður haldin svokölluð Hreyfivika í Fjallabyggð vikuna 29. september – 5. október. Hreyfivikan, eða Move Week, er partur af alþjóðlegri herferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til að bæta heilsuna. Þessi herferð fór af stað í Evrópu 2012 og Ísland var með í fyrsta sinn í fyrra og er verkefnið á höndum Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) hér á landi. Framtíðarsýn þeirra sem standa að Move Week er að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og eða íþróttum fyrir árið 2020.
Hreyfingarleysi verður sífellt stærra heilsufarsvandamál og er talið að á hverju ári megi rekja um 600.000 dauðsföll í Evrópu beint til hreyfingarleysis. Því er mikilvægt að sem flestir finni sér hreyfingu við hæfi og hreyfi sig rösklega í a.m.k. 30 – 60 mínútur á dag.
UÍF, aðildarfélög þess og Fjallabyggð hafa tekið höndum saman um að búa til skemmtilega og fjölbreytta hreyfidagskrá í næstu viku þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Auk þess sem Fjallabyggð býður frítt í sund þrjá daga vikunnar og frítt er í líkamsræktarstöðvarnar alla vikuna.
Nú er tíminn til að finna sér sína hreyfingu; prufa eitthvað nýtt, sjá hvað íþrótta- og ungmennafélögin hafa uppá að bjóða, kíkja í ræktina, skella sér í sundlaugina, fara út að ganga eða hjóla, dansa eða hvað sem þér finnst skemmtilegt. Gefðu þér tíma til að hreyfa þig 30 – 60 mínútur á dag, heilsunnar vegna.

Dagskrá Hreyfiviku 2014

Súkkulaðiboltar fyrir Páskana

KF er með til sölu fyrir páskana súkkulaðibolta frá Sambó (900gr).

Í boltanum er fullt af nammi t.d. þristur, olsen, kúlusúkk, fílakaramellur, lakkrískrítar, snjóboltar, smarties, skittles, rúsínur, ávaxta karamellur, súkkulaðisveppir og fleira.

Fótboltinn er á 3.500,-

Hvetjum þá sem hafa áhuga á að leggja inn pöntun eins fljótt og mögulegt er en í síðasta lagi fimmtudaginn 20.mars

Pantanir berist á kf@kfbolti.is eða símum 861 7164 (Dagný) eða 660 4760 (Þorri Sveinn).