Category Archives: Fréttir

Vetrarleikar UÍF

Frá alþjóðlega snjódeginum

Árlegir Vetrarleikar UÍF hefjast í dag, föstudaginn 26. febrúar og standa þeir til 6. mars. Sem fyrr munu íþrótta- og ungmennafélögin í Fjallabyggð bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu og viðburði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Dagskráin er eftirfarandi:
Vetrarleikar 2016
26. feb.
Kl. 18:00 Mót í sprettgöngu (Skicross) hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar.
Kl. 19:00 Siglómótið í blaki í íþróttahúsinu á Siglufirði.
27. feb.
Kl. 8:00 – 18:00 Siglómótið í blaki í íþróttahúsunum í Ólafsfirði og á Siglufirði. Fjöldi liða tekur þátt. Allir velkomnir að horfa á og hvetja.
Kl. 11:00 Bikarmót í hefðbundinni göngu í Ólafsfirði.
Kl. 13:00 Fjarðargangan (skíðaganga) í Ólafsfirði.
Kl. 11:00 – 16:00 Leikjabraut og húllumhæ í Skarðinu á Sigló á vegum SSS. (5. mars ef veður verður ekki hagstætt þann 27. febrúar)
28. feb
Kl. 13:00 Bikarkeppni í skíðagöngu (frjáls aðferð) í Ólafsfirði.
29. feb
Frítt í sund og rækt í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar.
1. mars
Kl. 10:00 Opin æfing í boccia hjá Snerpu í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Kl. 17:00 – 18:00 Opið fótboltahús í Ólafsfirði á vegum KF.
2. mars
Kl. 15:45 – 18:45 Opnar æfingar í fimleikum hjá Umf Glóa í Ólafsfirði.
3. mars
Frítt í sund og rækt í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar.
Kl. 16:00 -18:00 Opnar æfingar í badminton hjá TBS á Siglufirði.
Kl. 20:00 Ljóðakvöld í Ljóðasetrinu á Siglufirði á vegum Umf Glóa.
4. mars
Kl. 11:00 Opin æfing í boccia hjá Snerpu í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Kl. 16:00 – 17:00 Opið fótboltahús á Siglufirði á vegum KF.
5. mars
Ólafsfjarðarmót í svigi.
6. mars
Kl. 15:00 Myndlistarsýning nemenda í 1. – 4. bekk á Siglufirði og sögusýning Umf Glóa í Bláa húsinu á Sigló. Útileikir og snjókallagerð ef veður leyfir.

– Opnar æfingar hjá yngri flokki Skíðafélags Siglufjarðar (1.– 4. bekkur) alla leikana
– Opnar æfingar hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar í göngu og alpagreinum alla leikana
– Opnar æfingar hjá KF alla leikana

 

Námskeið í skíðagöngu

Skíðafélag Ólafsfjarðar stendur fyrir námskeiði í skíðagöngu dagana 7. og 8. febrúar   Skíðafélag Ólafsfjarðarnæstkomandi. Námskeiðið er fyrir fullorðna og ætlað bæði byrjendum sem lengra komnum.
Mæting er uppi í skíðaskála báða dagana, þann 7. febrúar kl. 14:00 og 8. febrúar kl. 20:00
Þátttökugjald er 4.000 kr.
Mikil vakning hefur nú orðið á landsvísu á íþróttinni og vonum við svo sannarlega að íbúar í Fjallabyggð taki vel í framtakið og dusti rykið af skíðunum. Skíðafélag Ólafsfjarðar stendur fyrir almenningsgöngunni, Fjarðargangan 29. febrúar næstkomandi og væri gaman að setja sér þátttöku þar sem markmið.

Nánari upplýsingar og skráning hjá:
Elsu s. 865-­‐1918 netfang: elsagj11@bifrost.is
Svava s. 866-­‐3900 netfang: svavasnyrt@gmail.com

Finnur Ingi Sölvason íþróttamaður Fjallabyggðar árið 2015

Kjörið á íþróttamanni Fjallabyggðar árið 2015 fór fram þriðjudaginn 29. desember en það

Finnur Ingi Sölvason íþróttamaður Fjallabyggðar 2015
Finnur Ingi Sölvason íþróttamaður Fjallabyggðar 2015

eru Kiwanisklúbburinnn Skjöldur og Ungmennafélag Fjallabyggðar (UÍF) sem standa fyrir valinu.

Hvert aðildarfélag tilnefndi allt að þrjá iðkendur í kjörinu á íþróttamanni hverrar greinar (19 ára og eldri) en þeir sem urðu fyrir valinu voru eftirtaldir:
Blakmaður ársins: Sigurlaug Guðbrandsdóttir frá Glóa
Bocciamaður ársins: Hrafnhildur Sverrisdóttir frá Snerpu
Golfmaður ársins: Bergur Rúnar Björnsson frá GÓ
Knapi ársins: Finnur Ingi Sölvason frá Glæsi
Knattspyrnumaður ársins: Halldór Ingvar Guðmundsson frá KF
Skíðamaður ársins: Sævar Birgisson frá SÓ

Íþróttamaður ársins var síðan valinn úr hópi þeirra sem urðu íþróttamenn ofantaldra greina. Fyrir valinu var Finnur Ingi Sölvason frá Hestamannafélaginu Glæsi en Finnur stóð sig frábærlega á fjölmörgum hestamannamótum á árinu og vann til fjölda verðlauna á þeim. Finnur Ingi er vel að titlinum kominn.

Aðildarfélögin tilnefndu líka unga og efnilega iðkendur í báðum kynjum og fengu fjölmargir iðkendur viðurkenningu fyrir flottan árangur.

Hjónin Rósa Jónsdóttir og Sigurbjörn Þorgeirsson (Bjössi) voru heiðruð fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttamála í Fjallabyggð en þau hafa unnið frábært starf fyrir Golfklúbb Ólafsfjarðar. Rósa er formaður félagsins og búin að vera það í yfir 10 ár ásamt því að sitja í stjórn Golfsambands Íslands. Bjössi er í stjórn golfklúbbsins og hefur komið að þjálfun barna og unglinga undanfarin ár.

Bryddað var upp á þeirri nýbreytni í kjörinu að veita íþróttamanni sem alist hefur upp í Fjallabyggð, gengið í gegnum barna- og unglingastarf aðildarfélags, en flutt á brott af einhverjum ástæðum og þurft að skipta um félag. Fyrir valinu varð knattspyrnukonan Sandra Sigurðardóttir en hún hefur frá árinu 2002 verið aðalmarkmaður síns félags. Sandra hefur frá 2004 spilað með Stjörnunni og unnið þrjár Íslandsmeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og tvisvar orðið meistari meistaranna ásamt fleiri smærri titlum. Sandra hefur spilað nokkra landsleiki fyrir Íslands hönd og á landsleiki í öllum aldursflokkum. Sandra er frábær íþróttmaður og verðug þessari viðurkenningu.

Við óskum öllum þeim sem hlutu viðurkenningu á hátíðinni til hamingju með árangurinn en einnig öllum þeim íþróttaiðkendum í aðildarfélögum UÍF sem hafa staðið sig mjög vel á árinu.

Verðlaunahafar við kjör á íþróttamanni Fjallabyggðar 2015
Verðlaunahafar við kjör á íþróttamanni Fjallabyggðar 2015

Glæsilegt blakmót

Frá Sigló-mótinu í blaki
Frá Sigló-mótinu í blaki

Siglómótið í blaki var fyrsti viðburður Vetrarleikanna í ár. Hvorki fleiri né færri en 38 lið mættu til leiks, 26 kvennalið sem léku í fjórum deildum og 12 karlalið sem léku í þremur riðlum í einni deild. Nokkrir leikir voru spilaðir á föstudagskvöld og svo iðuðu íþróttahúsin í Ólafsfirði og á Siglufirði af lífi allan laugardaginn. Fjölmargir gestir lögðu leið sína í íþróttahúsin til að fylgjast með skemmtilegri og spennandi keppni. Mótið fór í alla staði hið besta fram og var okkur til sóma.

Blakíþróttin er í stöðugum vexti hér í Fjallabyggð og er gaman að geta þess að alls tóku 9 lið héðan þátt í Siglómótinu, 2 karlalið og 7 kvennalið. Af þessum liðum unnu 2 lið til gullverðlauna á mótinu: Skriður – yngri vou efstar í 2. deild og Súlur 3 lönduðu efsta sætinu í 4. deildinni.
Bendum á fésbókarsíðu Vetrarleikanna þar sem sjá má fleiri fréttir af Vetrarleikunum og fjölmargar myndir frá Siglómótinu sem Haukur Marinósson tók.

Vetrarleikar UÍF

Vetrarleikar_Fjallabyggd_2015_webbordi

 

 

 

Vetrarleikar UÍF standa nú yfir. Dagskrá er eftirfarandi:

23.-27. feb. Opnar æfingar hjá íþrótta- og ungmennafélögum í Fjallabyggð. Áhugasamir geta komið í prufutíma og aðstandendur sérstaklega velkomnir að líta við.

KF – Fótbolti – Alla daga vikunnar – Sjá æfingatíma á heimasíðu www.kfbolti.is
TBS – Badminton á Siglufirði – Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 16:00 – 19:00
SSS – Skíði á Siglufirði – Sjá æfingatíma á fésbókarsíðu félagsins
SÓ – Skíði í Ólafsfirði – Sjá æfingatíma á heimasíðu www.skiol.fjallabyggd.is
Umf Glói – Fimleikar í Ólafsfirði miðvikudaga 16:00 – 19:00 og laugardaga 10:00 – 13:00
Umf Glói – Bandý í Ólafsfirði – Mánudaga og fimmtudaga kl. 17:00
Snerpa – Boccia fyrir eldri borgara og fatlaða. – Í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Mánud, þriðjud og föstud kl. 10:00 – 11:00 og þriðjud. kl. 15:00 – 16:00.

26. febrúar kl. 20:00 -21:30
Ljóðakvöld Umf Glóa í Ljóðasetrinu. Þema: Vetur og íþróttir. Ýmsir flytjendur.

26. – 27. feb. Frítt í sund og rækt í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar.

28. febrúar Kl. 9:00 – 11:00
Hestamannafélagið Glæsir: Opin hús á hesthúsasvæðinu á Siglufirði.

Kl. 10:00 – 11:30
Hestamannafélagið Gnýfari býður upp á kaffi í Tuggunni.

Kl. 13:00 og fram eftir degi.
Bandýmót – Í íþróttahúsinu í Ólafsfirði – Fjöldi liða víða að af landinu. Allir velkomnir að fylgjast með skemmtilegri og spennandi keppni.

Skíðafélögin verða með viðburði í vikunni 23. feb. – 1. mars.
Ræðst af veðri og snjóalögum. Auglýst nánar síðar.

Vetrarleikarnir eru á fésbókinni – Fylgist með nánari fréttum þar.

Skíðafélag Ólafsfjarðar orðið fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Skíðafélag Ólafsfjarðar fékk viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ sunnudaginn 18. janúar síðastliðinn í skíðaskálanum í Tindaöxl í Ólafsfirði. Þennan dag var viðburðurinn „World Snowday“ haldinn hátíðlegur á skíðasvæðum landsins og var skíðasvæði

Frá alþjóðlega snjódeginum
Frá alþjóðlega snjódeginum

Ólafsfirðinga engin undantekning þar. Margt var um manninn á skíðasvæðinu og kakóið og meðlætið rann ljúft niður að loknum góðum degi. Það var Sigurpáll Þór Gunnarsson formaður félagsins sem tók við viðurkenningunni úr hendi Viðars Sigurjónsson Skrifstofustjóra ÍSÍ á Akureyri.

Skíðafélag Ólafsfjarðar fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Skíðafélag Ólafsfjarðar fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Á myndinni eru þeir Viðar og Sigurpáll

Íþróttahreyfingin gerir kröfur til samfélagsins um stuðning, bæði aðgang að mannvirkjum og beinan fjárstuðning. Íþróttahreyfingin vill að litið sé á þennan stuðning sem endurgjald fyrir þjónustu sem hún veitir öllum þegnum samfélagsins. Til þess að slíkar kröfur séu trúverðugar og réttlætanlegar þarf íþróttahreyfingin að sýna það í verki að hún geri raunhæfar kröfur til sjálfrar sín hvað varðar gæði og innihald þess starfs sem hún vinnur. Þetta hefur hún gert með samþykkt stefnuyfirlýsinga um afmarkaða málaflokka, þar sem fram kemur að hvernig starfi sé stefnt. Slíkar stefnuyfirlýsingar hafa m.a. verið samþykktar um barna- og unglingastarf, menntun þjálfara og forvarnastarf.

Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög eða deildir sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem íþróttahreyfingin gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag eða Fyrirmyndardeild.

UÍF óskar Skíðafélagi Ólafsfjarðar til hamingju með áfangann. Nánar má lesa um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á heimasíðu Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.

Íþróttamaður ársins 2014

Íþróttamaður Fjallabyggðar 2013 var Sævar Birgisson. Með honum á myndinni er forseti Kiwanis og formaður UÍF
Íþróttamaður Fjallabyggðar 2013 var Sævar Birgisson. Með honum á myndinni er forseti Kiwanisklúbbsins Skjaldar (t.h.) og formaður UÍF (t.v.)

Tilkynnt verður um val íþróttamanns ársins 2014 í Fjallabyggð sunnudaginn 28. desember kl. 17:00 í Allanum.
Dagskrá:
1. Ávarp forseta  Skjaldar, Ómars Haukssonar
2. Tónlistaratriði. Tónskóli Fjallabyggðar
3. Ávarp Íþróttamanns Fjallabyggðar 2013
4. Tónlistaratriði. Tónskóli Fjallabyggðar
5. Hlé. Veitingar í boði Fjallabyggðar
6. Dregið í boðsmiðahappadrætti.
2 vöruúttekir að upphæð 5.000 kr. hver í Siglósport. 2 vöruúttekir að upphæð 5.000 kr. hver í Siglufjarðar apóteki.
7. Tónlistaratriði. Tónskóli Fjallabyggðar
8. Val á besta manni hverrar íþróttagreinar
9. Viðurkenning veitt fyrir störf að íþrótta- og æskulýðsmálum
10. Ávarp fulltrúa UÍF
11. Íþróttamaður ársins valinn.

Val á íþróttamanni ársins er samstarfsverkefni UÍF og Kiwanisklúbbsins Skjaldar.

UÍF hvetur alla til að mæta og heiðra íþróttafólkið okkar.

Vel heppnað afmælismót TBS

Keppendur U-11 ára
Keppendur U-11 ára

Á laugardaginn fór fram 50 ára afmælismót Tennis- og bandmintonfélags Siglufjarðar. Um 70 börn og ungmenni frá þremur félögum tóku þátt. Langflestir keppendur, eða 55, voru frá TBS.
Eftir hádegi bauð félagið til afmælisveislu og kom fjöldi fólks við í íþróttahúsinu til að samgleðjast afmælisbarninu. Úrslit frá mótinu má nálgast með því að smella hér. (pdf. skjal 201 kB)

Fjöldi mynda frá mótinu er á Facebókarsíðu félagsins.

UÍF óskar TBS innilega til hamingju með áfangann.

Afmælisterta
Afmælisterta

50 ára afmælismót TBS

bs50 ára afmælismót TBS í unglingaflokkum B og C verður haldið laugardaginn 6. desember nk. í íþróttahúsinu Siglufirði. Mótið hefst kl. 09:30.  Veitingar verða í kaffiteríunni, í boði félagsins milli kl. 14:00 – 16:00.

 

Allir velkomnir að sjá unga fólkið keppa í badminton ásamt fleiri félögum.

Tennis- og bandmintonfélag Siglufjarðar var stofnað 5. desember 1964.

KEA styrkir íþróttastarf í Fjallabyggð

Fimmtudaginn 27. nóvember fór fram árleg úthlutun úr Menningar- og viðurkenningarsjóðikea KEA. Þetta er í 81. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum Auglýst var eftir umsóknum í september síðastliðnum og bárust 138 umsóknir. Veittir voru 34 styrkir, samtals að fjárhæð 6,25 milljón króna.
Úthlutað var úr fjórum styrkflokkum; almennum flokki, ungum afreksmönnum, þátttökuverkefnum og íþróttastyrkjum. Ellefu aðilar hlutu almennan styrk, hver að fjárhæð 150 þúsund krónur. Til ungra afreksmanna voru veittir tólf styrkir, 1,8 milljónir króna. Til þátttökuverkefna var úthlutað 1,4 milljón króna og hlutu fjórir aðilar styrk. Sjö íþróttastyrkir voru veittir, samtals 1,4 milljónir króna.
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar eitt félaga sem hlaut iþróttastyrk en félagið hlaut 200.000 kr. til að kaupa búnað fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Skíðafélag Siglufjarðar, Skíðaborg fékk þátttökustyrk eða 200.000 kr. til áhaldakaupa til að fjölga iðkendum í yngstu aldurshópum.

Nánari upplýsingar um úthlutun úr sjóðnum má finna á heimasíðu KEA