Category Archives: Fréttir

Formannafundur UÍF

UngmennafélagFormannafundur UÍF verður haldin fimmtudaginn 20. nóvember kl. 18:00.  Fundurinn verður í skíðaskálanum Ólafsfirði. Formenn aðildarfélaga ásamt einum stjórnarmanni eru boðaðir á fundinn.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:
Á fundinum mun formaður stjórnar UÍF gera grein fyrir störfum stjórnar, lagðar verða fram tillögur að breytingum á reglum um Verkefnasjóð UÍF, valið verður í nefnd um Vetrarleika og kynnt verður ný heimasíða UÍF.

Hreyfivika í Fjallabyggð

Að frumkvæði Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) verður haldin svokölluð Hreyfivika í Fjallabyggð vikuna 29. september – 5. október. Hreyfivikan, eða Move Week, er partur af alþjóðlegri herferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til að bæta heilsuna. Þessi herferð fór af stað í Evrópu 2012 og Ísland var með í fyrsta sinn í fyrra og er verkefnið á höndum Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) hér á landi. Framtíðarsýn þeirra sem standa að Move Week er að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og eða íþróttum fyrir árið 2020.
Hreyfingarleysi verður sífellt stærra heilsufarsvandamál og er talið að á hverju ári megi rekja um 600.000 dauðsföll í Evrópu beint til hreyfingarleysis. Því er mikilvægt að sem flestir finni sér hreyfingu við hæfi og hreyfi sig rösklega í a.m.k. 30 – 60 mínútur á dag.
UÍF, aðildarfélög þess og Fjallabyggð hafa tekið höndum saman um að búa til skemmtilega og fjölbreytta hreyfidagskrá í næstu viku þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Auk þess sem Fjallabyggð býður frítt í sund þrjá daga vikunnar og frítt er í líkamsræktarstöðvarnar alla vikuna.
Nú er tíminn til að finna sér sína hreyfingu; prufa eitthvað nýtt, sjá hvað íþrótta- og ungmennafélögin hafa uppá að bjóða, kíkja í ræktina, skella sér í sundlaugina, fara út að ganga eða hjóla, dansa eða hvað sem þér finnst skemmtilegt. Gefðu þér tíma til að hreyfa þig 30 – 60 mínútur á dag, heilsunnar vegna.

Dagskrá Hreyfiviku 2014

Súkkulaðiboltar fyrir Páskana

KF er með til sölu fyrir páskana súkkulaðibolta frá Sambó (900gr).

Í boltanum er fullt af nammi t.d. þristur, olsen, kúlusúkk, fílakaramellur, lakkrískrítar, snjóboltar, smarties, skittles, rúsínur, ávaxta karamellur, súkkulaðisveppir og fleira.

Fótboltinn er á 3.500,-

Hvetjum þá sem hafa áhuga á að leggja inn pöntun eins fljótt og mögulegt er en í síðasta lagi fimmtudaginn 20.mars

Pantanir berist á kf@kfbolti.is eða símum 861 7164 (Dagný) eða 660 4760 (Þorri Sveinn).

Íslandsmót unglinga í Badminton

7.mars sl. héldu 25 krakkar frá Tennis og Badmintonfélagi Siglufjarðar til Reykjavíkur á Íslandsmót unglinga sem var haldið í TBR húsinu.badminton

Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Sirrý Ása Guðmannsdóttir Lönduðu 2. sæti í tvíliðaleik glæsilegur árangur hjá þeim.

Á Laugardagskvöldinu var svo öllum keppendum boðið í pizzur og bingó og bar öllum saman um að ferðin hefði heppnast ótrúlega vel.

sjá nánar á
http://www.siglo.is/is/frettir/islandsmot-unglinga-i-badminton

Umsóknarfrestur um styrki í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ til 1. apríl

umfi2-300x277Umsóknarfrestur til að sækja um styrki úr Fræðslu- og verkefnasjóði Ungmennafélags Íslands er til 1. apríl. Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem er að finna inn á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is undir styrkir.

Tilgangur sjóðsins er m.a.að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi. Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild.

Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum. Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki úr sjóðnum að eigin frumkvæði til verkefna sem ekki teljast til árlega verkefna hreyfingarinnar. Nánari upplýsingar um sjóðinn er annars að finna undir styrkir á heimasíðu UMFÍ.