Vel heppnað afmælismót TBS

Keppendur U-11 ára
Keppendur U-11 ára

Á laugardaginn fór fram 50 ára afmælismót Tennis- og bandmintonfélags Siglufjarðar. Um 70 börn og ungmenni frá þremur félögum tóku þátt. Langflestir keppendur, eða 55, voru frá TBS.
Eftir hádegi bauð félagið til afmælisveislu og kom fjöldi fólks við í íþróttahúsinu til að samgleðjast afmælisbarninu. Úrslit frá mótinu má nálgast með því að smella hér. (pdf. skjal 201 kB)

Fjöldi mynda frá mótinu er á Facebókarsíðu félagsins.

UÍF óskar TBS innilega til hamingju með áfangann.

Afmælisterta
Afmælisterta