Skíðafélag Ólafsfjarðar orðið fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Skíðafélag Ólafsfjarðar fékk viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ sunnudaginn 18. janúar síðastliðinn í skíðaskálanum í Tindaöxl í Ólafsfirði. Þennan dag var viðburðurinn „World Snowday“ haldinn hátíðlegur á skíðasvæðum landsins og var skíðasvæði

Frá alþjóðlega snjódeginum
Frá alþjóðlega snjódeginum

Ólafsfirðinga engin undantekning þar. Margt var um manninn á skíðasvæðinu og kakóið og meðlætið rann ljúft niður að loknum góðum degi. Það var Sigurpáll Þór Gunnarsson formaður félagsins sem tók við viðurkenningunni úr hendi Viðars Sigurjónsson Skrifstofustjóra ÍSÍ á Akureyri.

Skíðafélag Ólafsfjarðar fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Skíðafélag Ólafsfjarðar fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Á myndinni eru þeir Viðar og Sigurpáll

Íþróttahreyfingin gerir kröfur til samfélagsins um stuðning, bæði aðgang að mannvirkjum og beinan fjárstuðning. Íþróttahreyfingin vill að litið sé á þennan stuðning sem endurgjald fyrir þjónustu sem hún veitir öllum þegnum samfélagsins. Til þess að slíkar kröfur séu trúverðugar og réttlætanlegar þarf íþróttahreyfingin að sýna það í verki að hún geri raunhæfar kröfur til sjálfrar sín hvað varðar gæði og innihald þess starfs sem hún vinnur. Þetta hefur hún gert með samþykkt stefnuyfirlýsinga um afmarkaða málaflokka, þar sem fram kemur að hvernig starfi sé stefnt. Slíkar stefnuyfirlýsingar hafa m.a. verið samþykktar um barna- og unglingastarf, menntun þjálfara og forvarnastarf.

Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög eða deildir sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem íþróttahreyfingin gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag eða Fyrirmyndardeild.

UÍF óskar Skíðafélagi Ólafsfjarðar til hamingju með áfangann. Nánar má lesa um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á heimasíðu Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.