Hreyfivikan, eða Move Week, er partur af alþjóðlegri herferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til að bæta heilsuna. Þessi herferð fór af stað í Evrópu 2012 og Ísland var með í fyrsta sinn 2013 og er verkefnið á höndum Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) hér á landi.
Tilgangur hennar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Það eru samtökin International Sport and Culture Association (ISCA) sem standa fyrir verkefninu en Ungmennafélag Íslands fylgir því eftir hérlendis.
Skipuleggjendur Hreyfivikunnar í Fjallabyggð eru UÍF og aðildarfélög í samstarfi við stofnanir Fjallabyggðar, MTR og ýmsa fleiri aðila sem koma að hreyfingu á einn eða annan hátt.
Nánari upplýsingar um Hreyfivikuna má sjá hér: http://www.iceland.moveweek.eu/
Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í hreyfiviku eða bjóða upp á eitthvað skemmtilegt geta haft samband við starfsmann UÍF, Brynju I. Hafsteinsdóttur, í gegnum netfangið brynja@uif.is