Finnur Ingi Sölvason íþróttamaður Fjallabyggðar árið 2015

Kjörið á íþróttamanni Fjallabyggðar árið 2015 fór fram þriðjudaginn 29. desember en það

Finnur Ingi Sölvason íþróttamaður Fjallabyggðar 2015
Finnur Ingi Sölvason íþróttamaður Fjallabyggðar 2015

eru Kiwanisklúbburinnn Skjöldur og Ungmennafélag Fjallabyggðar (UÍF) sem standa fyrir valinu.

Hvert aðildarfélag tilnefndi allt að þrjá iðkendur í kjörinu á íþróttamanni hverrar greinar (19 ára og eldri) en þeir sem urðu fyrir valinu voru eftirtaldir:
Blakmaður ársins: Sigurlaug Guðbrandsdóttir frá Glóa
Bocciamaður ársins: Hrafnhildur Sverrisdóttir frá Snerpu
Golfmaður ársins: Bergur Rúnar Björnsson frá GÓ
Knapi ársins: Finnur Ingi Sölvason frá Glæsi
Knattspyrnumaður ársins: Halldór Ingvar Guðmundsson frá KF
Skíðamaður ársins: Sævar Birgisson frá SÓ

Íþróttamaður ársins var síðan valinn úr hópi þeirra sem urðu íþróttamenn ofantaldra greina. Fyrir valinu var Finnur Ingi Sölvason frá Hestamannafélaginu Glæsi en Finnur stóð sig frábærlega á fjölmörgum hestamannamótum á árinu og vann til fjölda verðlauna á þeim. Finnur Ingi er vel að titlinum kominn.

Aðildarfélögin tilnefndu líka unga og efnilega iðkendur í báðum kynjum og fengu fjölmargir iðkendur viðurkenningu fyrir flottan árangur.

Hjónin Rósa Jónsdóttir og Sigurbjörn Þorgeirsson (Bjössi) voru heiðruð fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttamála í Fjallabyggð en þau hafa unnið frábært starf fyrir Golfklúbb Ólafsfjarðar. Rósa er formaður félagsins og búin að vera það í yfir 10 ár ásamt því að sitja í stjórn Golfsambands Íslands. Bjössi er í stjórn golfklúbbsins og hefur komið að þjálfun barna og unglinga undanfarin ár.

Bryddað var upp á þeirri nýbreytni í kjörinu að veita íþróttamanni sem alist hefur upp í Fjallabyggð, gengið í gegnum barna- og unglingastarf aðildarfélags, en flutt á brott af einhverjum ástæðum og þurft að skipta um félag. Fyrir valinu varð knattspyrnukonan Sandra Sigurðardóttir en hún hefur frá árinu 2002 verið aðalmarkmaður síns félags. Sandra hefur frá 2004 spilað með Stjörnunni og unnið þrjár Íslandsmeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og tvisvar orðið meistari meistaranna ásamt fleiri smærri titlum. Sandra hefur spilað nokkra landsleiki fyrir Íslands hönd og á landsleiki í öllum aldursflokkum. Sandra er frábær íþróttmaður og verðug þessari viðurkenningu.

Við óskum öllum þeim sem hlutu viðurkenningu á hátíðinni til hamingju með árangurinn en einnig öllum þeim íþróttaiðkendum í aðildarfélögum UÍF sem hafa staðið sig mjög vel á árinu.

Verðlaunahafar við kjör á íþróttamanni Fjallabyggðar 2015
Verðlaunahafar við kjör á íþróttamanni Fjallabyggðar 2015