ÚTHLUTUNARREGLUR UÍF Á STYRK FJALLABYGGÐAR

Úthlutunarreglur  Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar um styrkveitingar til aðildarfélaga.  Úthlutunarreglur á styrk Fjallabyggðar til UÍF (pdf.skjal)

1. gr.
Reglur þessar gilda um styrkveitingar frá Fjallabyggð til UÍF vegna iðkenda 18 ára og yngri, fatlaðra og aldraðra.

2. gr.
Forsendur þess að félag fái styrk er að það sé fullgildur aðili að UÍF, haldi félagatal og hafi farið að lögum sambandsins hvað varðar aðalfundi, skil á ársskýrslum og löglegri kosningu stjórnar.

3.gr.
Fyrir styrkveitingu þurfa félög að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

A.  Félagið stundi virkt barna- og unglingastarf og/eða sinni íþróttastarfi fatlaðra og aldraðra.

B.  Að félag hafi aðskilið bókhald fyrir barna- og unglingastarf og starf fullorðinna.

C.  Félagið hafi stundað íþróttastarfsemi innan UÍF í a.m.k. 3 ár.

4. gr.
Árlegum styrk frá Fjallabyggð til aðildarfélaga UÍF skal skipt á eftirfarandi hátt:

A.  5% fari til rekstrar UÍF (samþykkt á formannafundi UÍF þ. 29. mars 2011)

B.  Hvert félag fær í grunnstyrk kr. 70.000.-C.  Skipting eftir fjölda iðkenda 18 ára og yngri er 25% af af þeirri upphæð sem eftir er þegar grunnstyrkur hefur verið dreginn frá.

D.  Skipting eftir umfangi aðildarfélaga vegna barna- og unglingastarfs er 65% af þeirri upphæð sem eftir er þegar grunnstyrkur hefur verið dreginn frá. Stjórn UÍF tekur ákvörðun um hlutfallsskiptingu hvers aðildarfélags þar sem lagt er til grundvallar mat stjórnar á umfangi barna- og unglingastarfsins, s.s. starfstíma, umfangi æfinga og þjálfunar, umfangi við mótahald og öðru því sem viðkemur virkni aðildarfélaganna í barna- og unglingastarfi.

E.  10% af þeirri upphæð sem eftir er þegar grunnstyrkur hefur verið dreginn frá,fer í verkefnasjóð sem er í vörlslu stjórnar UÍF. Úthlutanir úr honum verði til virkra félaga til eflingar og styrktar íþróttastarfi í Fjallabyggð.

5. gr.
Aðildarfélög skulu skila eftirfarandi upplýsingum:

1.  Fjöldi iðkenda og félaga skv. reglugerð ÍSÍ um félaga- iðkenda- og keppendatal (listi með nöfnum samkv. starfsskýrslum ÍSÍ).

2.  Fjöldi iðkenda 18 ára og yngri, með nafni og kennitölu.

3.  Lýsing á virkni félags, þ.m.t. nöfn þjálfara, upplýsingar um æfingar og þátttöku í mótum eða opinberum viðburðum.

4.  Ársreikningi skilað til UÍF

5.  Upplýsingum skal skila á sérstökum eyðublöðum til stjórnar UÍF. Skilafrestur er til 31. mars ár hvert. Sé upplýsingum ekki skilað á tilsettum tíma mun viðkomandi félag einungis fá 50% af þeirri upphæð sem það fékk í styrk árið á undan.

6.  Félag sendi inn afrit af fundargerð aðalfundar síðasta árs. Stjórninni er heimilt að meta umsóknir og hafna þeim sem augljóslega eru byggðar á röngum upplýsingum.

Skilgreiningar á virkri barna- og unglingastarfi:

1.  Félag með virkt barna- og unglingastarf er: Þar sem boðið er upp á starf fyrir drengi og stúlkur eftir því sem íþróttagreinin og aðrar aðstæður gefa tilefni til og boðið upp á sambærilega aðstöðu og þjálfun fyrir bæði kyn.

2.  Haldnar séu reglubundnar æfingar með markvissri þjálfun og tekið þátt í opinberum mótum eða viðburðum í viðkomandi grein.

3.  Félag sem hefur minna en 5 virka og fullgilda iðkendur getur ekki talist með virkt barna- og unglingastarf.

Skýringar með úthlutunarreglum til aðildafélaga ÚÍF

1.  Fjöldi iðkenda og félaga skv. reglugerð ÍSÍ um félaga- iðkenda- og keppendatal (Upplýsingar úr Felix)

2.  Fjöldi iðkenda 18 ára og yngri, með nafni og kennitölu. (Upplýsingar úr Felix)

3.  Lýsing á virkni félags, þ.m.t. nöfn þjálfara, upplýsingar um æfingar og þátttöku í mótum, opinberum viðburðum og starfstíma í mánuðum talið. Æfingatöflur þurfa að fylgja með. Gera þarf grein fyrir heimamótum og mótum annarsstaðar.

Ath. Námskeið sem haldin eru eru ekki talin með í æfingatíma eða fjölda iðkenda.

4.  Ársreikningum  skilað.  Skilyrði er að félag hafi aðskilið bókhald fyrir barnaog unglingastarf og starf fullorðinna ( Bókhaldslyklar sem ÍSÍ gefa út) Félög þurfa að skila reikningum sínum á því formi sem fram kemur í Felix.

5.  Upplýsingum skal skila á eyðublöðum til stjórnar UÍF.

Skilafrestur er til 31. mars ár hvert.

Sé upplýsingum ekki skilað á tilsettum tíma mun viðkomandi félag einungis fá 50% af þeirri upphæð sem það fékk í styrk árið á undan.