VERKEFNASJÓÐUR UÍF

Verkefnasjóður UÍF

1. gr.

Sjóðurinn heitir Verkefnasjóður UÍF og er í vörslu stjórnar UÍF.

2. gr.

Markmið sjóðsins er:

Að styrkja aðildarfélög UÍF við að efla og viðhalda öflugu íþrótta- og félagsstarfi.

Að veita iðkendum aðildarfélaga UÍF sem skara fram úr viðurkenningu og stuðning til þjálfunar vegna þátttöku í mikilvægum mótum.

Að veita iðkendum aðildarfélaga UÍF viðurkenningu fyrir góða ástundun og gott fordæmi á sviði íþrótta og félagsstarfs.

Að styrkja verkefni aðildarfélaga UÍF sem tengjast heilsu og forvarnarstarfi.

3. gr.

Umsóknum skal skila til stjórnar UÍF. Stjórn UÍF úthlutar úr verkefnasjóðnum. Einnig getur stjórn UÍF styrkt verkefni án umsóknar enda séu þau í samræmi við markmið sjóðsins.

4.gr.

Tekjur verkefnasjóðsins eru:

1. 10 % hlutfall af þeim styrk sem Fjallabyggð veitir UÍF.

2. Vaxtatekjur.

3. Hlutdeild í hagnaði af Íslenskri getspá samkvæmt reglum þar að lútandi.

4. Áheit og gjafir.

5.gr.

Höfuðstóll verkefnasjóðsins skal aldrei vera lægri en kr. 400.000 eftir úthlutun.

Stjórn UÍF skal gera grein fyrir stöðu sjóðsins í ársreikningum.

6.gr.

Sjóðurinn styrkir ekki:

Verkefni sem styrkt voru árinu áður.

Æfingaferðir iðkenda erlendis

Keppnishald og þátttöku í mótum innanlands

Æfingaferðir iðkenda innanlands

Áhalda- og búnaðarkaup venga íþróttaiðkunar

Mannvirkjagerð

7. gr.

Úthlutnarreglurnar skulu endurskoðaðar annað hvert ár. Tillögur að breytingum skulu kynntar á formannafundi og samþykktar á næsta Ársþingi.

Verkefni eru styrkt að lágmarki:

Val í úrvalshóp kr. 20.000.-

Ferð á erlend stórmót kr. 20.000.- á einstakling

Menntun þjálfara erlendis kr. 20.000.- á einstakling

Menntun þjálfara og dómara innanl. kr. 10.000.- á einstakling

Nýjungar / sérstök verkefni kr. 50.000.- á félag

Styrkur v/ þjálfarakostnaðar í æfingaferð erlendis kr. 20.000.-

Fyrir fylgdarmann iðkanda með sérþarfir kt. 20.000.- á einstakling

Viðurkenning til íþróttamanns Fjallabyggðar er kr. 100.000.-

 

Skildu eftir svar