Hlutdeild UÍF í hagnaði af Íslenskri getspá (lottó) skiptist á eftirfarandi hátt til aðildarfélaga UÍF.
1. 20% af heildar upphæð rennur til UÍF og 80% skiptist á milli aðildarfélaga UÍF á eftirfarandi hátt.
2. 24% af skiptahlut skiptist jafn milli aðildarfélaga UÍF
3. 16% af skiptahlut vegna fjölda iðkenda yngri en 18 ára. Reikniforsendur skulu vera þær sömu og 4. gr. b lið í úthlutunarreglum UÍF vegna styrks frá Fjallabyggð.
4. 40% af skipahlut skiptist eftir umfangi aðildarfélaganna eins og þær koma fram í starfsskýrslum þeirra sem sendar eru til UÍF í apríl árinu á undan.
5. Hafi aðildarfélag UÍF ekki skilað ársskýrslum til UÍF, sbr. 6. gr. laga UÍF, og mætir ekki á ársþing UÍF missir félagið rétt sinn til hlutdeildar í hagnaði af Íslenskri getspá. Umrædd fjárhæð skiptist þá á eftirfarandi hátt:
– 50 % til hækkunar á úthlutunarupphæð til aðildarfélaganna.
– 25 % til Verkefnasjóðs UÍF
– 25 % til UÍF.
6. Greitt er út í febrúar ár hvert.
Lottó úthlutunarreglur (pdf.skjal)