REGLUR UM KJÖR Á ÍÞRÓTTAMANNI ÁRSINS

Reglur fyrir val á íþróttamanni ársins í Fjallabyggð

1. Tilgangur þessarar reglna er að segja til um hvernig „íþróttamaður ársins“ sem og „besti maður“ hverrar íþróttagreinar, þá er einnig valin ,,ungur og efnilegur,, í báðum kynjum á aldrinum 13-18 ára .

2. Valið skal taka mið af árangri viðkomandi en einnig hvort viðkomandi sé jákvæður og virðingarverð fyrirmynd í hátterni, líferni og líklegur til þess að hefja íþróttaiðkun til vegs og virðingar.

3. Kiwanisklúbburinn Skjöldur og UÍF skulu árlega velja sex manna nefnd úr sínum röðum, þrír frá UÍF og þrír frá Kiwanisklúbbnum Skyldi, sem sér um framkvæmd um val á íþróttamanni ársins. Að öllu jöfnu skulu nefndarmenn fylgjast vel með íþróttum. Nefndin skal skipuð eigi síðar en 1. október ár hvert. Tilnefningar skulu berast nefndinni fyrir 30.nóvember.

4. Í október ár hvert skal nefndin senda formönnum allra aðildarfélaga UÍF bréf og eða tölvupóst, þar sem þess er óskað, að félagið, sem hlutaðeigandi er formaður fyrir, tilnefni þrjá einstaklinga innan síns félags í val á Íþróttamanni Fjallabyggðar, sem skarað hafa fram úr í viðkomandi íþróttagrein. Einnig skal tilnefna í val á ungum og efnilegum í flokknum 13-18 ára. Og skulu allir viðkomandi vera með lögheimili í Fjallabyggð. Tilnefningin skal send inn í stafrófsröð og fylgi með rökstuðningur fyrir valinu. Tilnefna þarf í eftirfarandi flokka:

• Í flokknum 19 ára og eldri eru tilnefndir þrír aðilar

• Í flokknum 13-18 ára eru tilnefndir þrír drengir og þrjár stúlkur.

5. Valinn er „Besti maður“ hverrar greinar í flokknum 19 ára og eldri og „ungur og efnilegur“ hverrar greinar í flokknum 13-18 ára. Í yngri flokknum eru tveir aðilar valdir, þ.e bæði kyn, ekki er gerður greinamunur á kynjum í eldri flokknum. Þegar iðkendur eru valdir gefa nefndarmenn, hver fyrir sig, stig á eftirfarandi hátt í nafnlausri kosningu.

1. sæti 5 stig

2. sæti 3 stig

3. sæti 1 stig

Sá sem flest stig hlýtur, verður í fyrsta sæti og síðan koll af kolli.

6. „Íþróttamaður ársins“ er valinn úr hópi þeirra sem hljóta sæmdarheitið „Besti maður“ hverrar íþróttagreinar. Nefndin gefur stig eins og hér segir. Nefndarmenn, hver fyrir sig, gefur stig á eftirfarandi hátt í nafnlausri kosningu.

1. sæti 15 stig

2. sæti 12 stig

3. sæti 10 stig

Og síðan lækka stigin um eitt við hvert sæti

7. Afhending verðlauna skal fara fram á milli jóla og nýárs ár hvert við hátíðlega athöfn.

8. Við verðlaunaafhendinguna skal þess getið í stuttu máli hver árangur og afrek liggi að baki hvers titils.

9. „Besti maður“ hverrar greinar hlýtur verðlaunagrip og áritað „Besti maður“ í greininni síðan ártalið, og, í Fjallabyggð.

T.d. Besti sundmaður ársins 20xx í Fjallabyggð.

10. „Ungur og efnilegur“ hverrar greinar hlýtur verðlaunagrip og áritað „ungur og efnilegur“ í greininni síðan ártalið, og, í Fjallabyggð.

… T.d. Ungur og efnilegur sundmaður árið 20xx í Fjallabyggð.

11. Íþóttamaður ársins hlýtur farandbikar til varðveislu í eitt ár, og er nafn hans grafið í bikarinn. Einnig hlýtur hann minni bikar til eignar.

12. Þegar ekki er lengur hægt að áletra fleiri nöfn á farandbikarinn skal hann fara til varðveislu hjá UÍF sem sér til þess að hann verði staðsettur á opinberum stað.

13. Val á „Íþróttamanni ársins“ , „Besta manns“ og „ungur og efnilegur“ hverrar greinar, er alfarið á vegum Kiwanisklúbbsins Skjaldar og UÍF og bera þau alla ábyrgð og skyldur á þeirri framkvæmd.

Aðildarfélög UÍF árið 2011 (skal þetta uppfært samhliða breytingum á aðildarfélögum UÍF)

• Golfklúbur Siglufjarðar

• Golfklúbur Ólafsfjarðar

• Hestamannafélagið Glæsir

• Hestamannafélagið Gnýfari

• Íþróttafélag Fatlaðra Snerpa

• Knattspyrnufélag Fjallabyggðar

• Skíðafélag Ólafsfjarðar

• Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg

• Skotfélag Ólafsfjarðar

• Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar

• Ungmennafélagið Glói

• Vélsleðafélag Ólafsfjarðar