Hóll

Hóll er 400 m2 tveggja hæða íbúðarhús með stórri verönd og náttúru allt um kring. Á efri
hæð er gistiaðstaða fyrir 30 manns í kojum auk lítillar stefustofu og salernis. Svefnherbergin eru sjö: skiptast í tvö sex manna herbergi, þrjú fjögurra manna herbergi og tvö þriggja manna holl_webherbergi. Í hverju herbergi eru kojur með góðum dýnum. Einnig eru að auki 20 dýnur sem nota má ef gestir eru fleiri.

Á neðri hæð er bjart og rúmgott eldhús sem útbúið er öllum almennum eldhústækjum s.s. uppþvottavélar, tveggja ísskápa og örbylgjuofns. Leirtau er fyrir um 30 manns svo og öll almenn eldhúsáhöld.
Borðsalur rúmar vel 70 manns í sæti. Þar er sjónvarp, dvd og cd spilari.
Sturtur eru í búningsklefum svo og gufubað sem gestum er velkomið að nota. Bent er á að sundlaugarnar í Fjallabyggð eru mjög góðar.
Gestir taka við húsinu hreinu og skila því þannig að dvöl lokinni.Eldhúsaðstaða

Gestir hafa aðgang að gasgrillum og garðhúsgögnum sem geymd eru í skemmu við húsið. Þar er einnig geymsluaðstaða fyrir skíðaútbúnað. Næg bílastæði eru við Hól.
Tjaldsvæði.
Gestum er heimilt að tjalda við Hól þeim að kostnaðarlausu. Rafmagn er til staðar og er það innifalið í verði. Virða þarf merkingar vegna golfvallar.

Greiðslan.
Greið þarf staðafestingargjald kr. 25.000.- við bókun inn á reikning 0348 -03 -210561 Kt. 670169-1899. Fullnaðargreiðsla þarf að hafa borist eigi síðar en viku fyrir áætlaða komu.

Hægt er að panta gistingu með því að fylla út formið hér neðar. Rauðlitaðir dagar eru þegar fráteknir eða pantaðir.

Calendar is loading...