STARFSREGLUR STJÓRNAR

Starfsreglur fyrir stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar

1.gr.
Á milli þinga UÍF eru störf og framkvæmdavald í höndum stjórnar UÍF samkv. 17. gr. laga UÍF. Kjörtímabil stjórnar er tvö ár s.br. 16 gr. laga UÍF. Fjallabyggð á kost á að tilnefna áheyrnarfulltrúa í stjórn UÍF.

2.gr.
Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar skal hún skipta með sér verkum og kjósa varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnendur. Formaður er kosinn sér á þingi UÍF.

3.gr.
Stjórnarfundir skulu haldnir þegar þess er þörf, að mati formanns eða ef einn stjórnarmaður óskar þess. Þó skulu stjórnarfundir eigi haldnir sjaldnar en einu sinni á hverjum ársfjórðungi. Milli funda annast formaður, ritari og gjaldkeri sameiginlega afgreiðslu mála.

4.gr.
Formaður felur starfsmanni að boða fundi, að hafa umsjón með starfsemi sambandsins, lögum og samþykktum í öllum greinum. Hann sér um varðveislu skjala sambandsins, ef það hefur ekki skrifstofu, ella skulu þau geymd þar.

5.gr.
Ritari/starfsmaður heldur gerðabók stjórnar UÍF og færir í hana fundargerðir og annað er þurfa þykir. Hann hefur umsjón með bréfaskriftum fyrir sambandið ásamt starfsmanni.

6.gr.
Gjaldkeri hefur á hendi fjárhald sambandsins og bókhald, sem að því lýkur eftir nánari fyrirmælum stjórnarinnar. Sjóði sambandsins skal ávalt ávaxta á sem hagkvæmastan hátt hverju sinni.

7.gr.
Stjórn UÍF skal eigi sjaldnar en tvisvar á ári halda fundi með formönnum aðildarfélaga, þar sem stjórnin skýrir störf sín og rædd eru viðfangsefni UÍF.

Skildu eftir svar