Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar var haldið fimmtudaginn 3. júní 2021, kl. 18, að Hóli, Siglufirði.

Dagskráin þingsins er eftirfarandi, sbr. 13. gr. laga UÍF:

  1. Formaður UÍF setur þingið.
  2. Kosning þingforseta og þingritara.
  3. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar.
  4. Álit kjörbréfanefndar.
  5. Lögð fram árskýrsla stjórnar svo og skoðaðir reikningar seinasta árs.
  6. Umræður um ársskýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
  7. Ávörp gesta.
  8. Kosning þingnefnda: kjörnefnd (3)
  9. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
  10. Tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar lagðar fram og vísað til nefnda.
  11. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.
  12. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.
  13. Álit kjörnefndar
  14. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein. Skal formaður kosinn sér, en hina í einu lagi. Stjórnin skiptir með sér verkum, í þau störf er um getur í 16. grein.
  15. Kosning skoðunarmanna, (tveir aðalmenn og tveir varamenn).
  16. Önnur mál.
  17. Þingslit.

 

Þingögn samanstóðu af ársreikningi UÍF og fjárhagsáætlun svo og tillögu stjórnar að breytingum á reglum um Verkefnasjóð auk ársreikninga frá aðildarfélögum UÍF.

Fundargerð

  1. Formaður UÍF, Jónína Björnsdóttir setti þingið; og bauð alla velkomna á ársþing UÍF. Hún bauð Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ og Hauk Valtýsson formann UMFÍ sérstaklega velkomna svo og Elías  Pétursson bæjarstjóra Fjallabyggðar.

 

  1. Kosning þingforseta og þingritara; Stungið var upp Óskari Þórðarsyni sem þingforseta og Brynju Ingunni Hafsteinsdóttur sem þingrita. Það var samþykkt einróma.

Þingforseti tók þá til máls, þakkaði traustið og bauð gesti velkomna.

 

  1. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar; Stungið var upp á Helgu Hermannsdóttir formanni Snerpu og að með henni í nefndinni yrðu Rósa Jónsdóttir formaður GFB og Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson formaður KF.

Það var samþykkt einróma.

 

  1. Álit kjörbréfanefndar.

Þá kynnti Rósar Jónsdóttir formaður kjörbréfanefndar álit nefndarinnar.

Kjörbréf bárust frá öllum 13 aðildarfélögum. Af 34 skráðum fulltrúum samkvæmt kjörbréfum voru 28 mættir. Kjörbréfnefndin sá ekkert athugavert við kjörbréfin og telur þau gild.  Var það samþykkt.

 

  1. Lögð fram ársskýrsla stjórnar og skoðaðir reikningar síðasta árs.

Jónína formaður stjórnar UÍF flutti skýrslu stjórnar.  Hún fór yfir hverjir sætu í stjórn UÍF og helstu störf og verkefni hennar. Starfsemin hafi snúið að hefðbundnum og lögbundnum hlutverkum sambandsins s.s. að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar út á við, eiga samskipti við ÍSÍ, UMFÍ og sveitarfélagið og deila út fjármunum frá þessum aðilum til aðildarfélaganna eftir þeim reglum sem íþróttahreyfingin hefur sett sér. Aðildarfélögum var veitt aðstoð við að yfirfara lög sín,  stjórn UÍF veitti umsagnir varðandi ýmis íþrótta tengd málefni auk þess að standa fyrir viðburðum til að kynna íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka almenna hreyfingu íbúa.

Einnig komi íþróttahreyfingin að Frístund, sem sé fjölbreytt dagskrá fyrir nemendur í fjórum yngstu bekkjum grunnskólans, að loknum skóladegi. Útleiga á Hóli hafi dregist saman vegna Covid en bókanir eru góðar fyrir sumarið og næsta vetur. Aðildarfélög UÍF hafa haft aðgang að húsnæði Hóls til fundarhalda og viðburða fyrir iðkendur og auk þess eru fundir stjórnar UÍF einnig að Hóli. Á síðasta formannafundi var þó tekin ákvörðun um að setja Hól á sölu og óska eftir heimild ársþings til þess.  Umsjónarmaður Hóls er Guðný Helgadóttir og hefur hún séð um útleigu og samskipti við leigutaka. Kann stjórn henni bestu þakkir fyrir.   Reglur um  frístundastyrk hafa einnig verið í endurskoðun og var settur vinnuhópur á laggirnar til fara yfir þær. Að venju voru haldnir tveir fundir með formönnum aðildarfélaga og voru það fjarfundir. Tókst það mjög vel.

Vegna Covid fór val á íþróttamanni Fjallabyggðar ekki fram. Þótti stjórn aðildarfélög ekki hafa setið við sama borð þegar kom að mótum og hafi því verið ákveðið, til að tryggja jafnræði, að sleppa valinu árið 2020.

Stjórn UÍF fundar amk. einu sinni í mánuði og oftar ef þörf þykir. Stjórnarmenn sækja einnig fundi utan héraðs hjá ÍSÍ og UMFÍ.  UÍF hefur verðlaunað nemendur sem hafa náð góðum námsárangri í íþróttum og útivist í GF og MTR. Hafa nokkrir nemendur verið verðlaunaðir nú þegar.  Síðast hluta Anna Brynja Agnarsdóttir í GF þann heiður. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar er mjög blómleg í Fjallabyggð, árangur er góður í mörgum greinum og iðkendur skipta hundruðum. Þetta væri ekki hægt án fórnfúss starfs fjölda fólks og þakkaði Jónína fyrir hönd stjórnar UÍF öllum sem lagt hafa hönd á plóginn fyrir fórnfúst starf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

Eva gjaldkeri UÍF gerði jafnframt grein fyrir ársreikningi UÍF.

Rekstrartekjur UÍF voru:  29.798.214 kr.

Rekstrargjöld voru:   28.960.593 kr.

Hagnaður ársins var: 837.621 kr.

Varanlegir rekstrarfjármunir voru:  34.559.490 kr.

Veltufjármunir voru:  48.377.542 kr.

Eigið fé var:  46.937.572 kr.

Skammtímaskuldir voru: 1.439.970 kr.

 

  1. Umræður um ársskýrslu og reikninga fóru fram og voru svo lagðir fram til samþykktar.

Forseti gaf orðið laust um reikninga og skýrslu stjórnar UÍF.   Enginn tók til máls. Óskar þakkaði fyrir góða skýrslu og ársreikninga.

Ársreikningur UÍF lagður fram til samþykktar.  Var hann samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

 

  1. Ávörp gesta.

Haukur Valtýsson formaður UMFÍ ávarpaði þingið og færði þinginu bestu óskir frá stjórn og starfsfólki þjónustumiðstöðvar UMFÍ.  Kvað hann jákvætt hversu vel hafi tekið að halda úti starfi íþróttafélaga þrátt fyrir Covid. Þakkaði hann fyrir stuðning yfirvalda til íþróttafélaga og benti á að enn sé hægt að sækja um styrki.  Nú sé verið að vinna að nýrri stefnumótun innan UMFÍ.  Hvatti hann fundarmenn til að leggja sitt á vogaskálarnar. Einnig sé verið að ræða endurskoðun á fjármagni frá Íslenskri getspá. Mikilvægt sé að styðja við starfsemi íslenskrar getspár sem leggur mikið til íþróttahreyfingarinnar ólíkt erlendum getspár síðum. Einnig sé umræða um mögulega breyting á íþróttahéruðum en skiptingin í dag sé um 80 ára gömul. Unglingalandsmót UMFÍ verður á Selfossi um verslunarmannahelgina og sé undirbúningur í fullum gangi. Valtýr sagði að Landsmót 50+ færi fram í Borgarnesi en íþróttaveislu UMFÍ hafi verið frestað.  Valtýr telur alltaf ánægjulegt að sjá jákvæða niðurstöðu úr ársreikningum eins og komi fram á ársreikningi UÍF. Hvatti hann aðildarfélög til að vera í sambandi við þjónustumiðstöð UMFÍ, t.d. við að útvega sakarvottorð, en það sé gjaldfrjálst.

Haukur benti á heimasíðu UMFI sem er lifandi og hægt að fylgjast með starfsemi samtakanna m.a. um sjóði sem sækja megi í.  Nú þurfi að styðja við allt starf sem unnið er fyrir börn og unglinga. Hvatti hann UÍF til að styðja vel við sína yngstu iðkendur.

Hann þakkaði öllum sjálfboðaliðum sem bera uppi starf íþróttahreyfingarinnar.

Viðar Sigurjónsson fræðslustjóri ÍSÍ tók einnig til máls og þakkaði fyrir gott þing. Hann flutti kveðja frá forseta ÍSÍ og framkvæmdastjóra svo og starfsfólki öllu. Nú sé starfsemi ÍSÍ að fara aftur í gang og fór Viðar m.a. suður á fund en það hafði hann ekki gert lengi en fundir hafi vegna Covid verið fjarfundir. Viðar upplifir mikinn samhugur hjá UÍF og alltaf  sé gott að koma. Augljóst sé að vel sé haldið utan um fjármagn UÍF og sé það jákvætt. Íþróttaþing ÍSÍ var haldið í fjarfundi og verði því framhaldið í haust þar sem allir geta komið saman. Nauðsynlegt sé að aðildarfélög geti sest niður og rætt málin auglit til auglits. Skrifstofa ÍSÍ á Akureyri sé búin að vera þar í tæp 21 ár og hvatti Viðar félögin til að koma við hjá honum ef eitthvað væri. Hann hafi umsjón með þjálfaramenntun og sé mikilvægt að tryggja góða menntun þjálfara. Námið sé fjarnám og síðan sé sótt sérmenntun til viðkomandi sérsambanda en það sé staðnám. Fyrirmyndarfélög og Fyrirmyndarhéruð eru önnur verkefni sem Viðar hefur umsjón með.  UÍF hefur í hyggju að gerast fyrirmyndarhérað og er það ánægjulegt. Viðar lýsir sig reiðubúin að aðstoða eins og hann getur við þá vinnu.

 

  1. Kosning þingnefnda.

Forseti óskaði eftir tillögum um þrjá í kjörnefnd.  Lagt er til að Telma Björk Birkisdóttir, Jón Garðar Steingrímsson og Jóhann Már Sigurbjörnsson taki sér nefndarstörf og var það samþykkt samhljóða.

 

  1. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

Óskar kynnti fjárhagsáætlunina og fór yfir hana lið fyrir lið. Tekjur verða alls 36.820.000 kr. og gjöld verða samtals 30.200.000 kr. Fjárhagsáætlunin var síðan samþykkt.  Styrkur Fjallabyggðar er 8.500.000 kr. árið 2020.

 

  1. Tillögur og önnur máls sem borist hafa til stjórnar.

Engar tillögur bárust til stjórnar.

 

  1. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.

Stjórn UÍF lagði fram drög að breytingum á reglum um Frístundastyrk. Óskar fór yfir tillögurnar að breytingum.  Var farið yfir ákvæði 3. gr., 4. gr. og 5. gr. og þær breytingar sem lagðar eru til á þeim.  Allar breytingar á reglunum voru síðan samþykktar samhljóða og eru reglurnar þá svohljóðandi.

 

Reglur um úthlutun Ungmenna-og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) á frístundastyrk Fjallabyggðar.

 

  1. gr.

Reglur þessar gilda um úthlutun styrks Fjallabyggðar til frístundamála, frístundastyrks. Heildarfjárhæð styrksins ræðst af framlagi Fjallabyggðar hverju sinni. Tilgangur reglna um frístundastyrk er að gera aðildarfélögum kleift að byggja upp, viðhalda og bæta öflugt íþróttastarf þeirra.

 

  1. gr.

Þau aðildarfélög UÍF sem mætt hafa á ársþing UÍF árið á undan og skilað starfsskýrslum til UÍF geta sótt um styrki.

 

  1. gr.

Umsóknir um Frístundastyrk þurfa að berast fyrir 31. janúar ár hvert. Styrkur vegna hvers verkefnis er að hámarki 350.000 kr. og getur hvert félag sótt um styrk vegna þriggja verkefna.

 

Af heildarupphæð styrks renna 7% til umsýslu og reksturs UÍF.

 

  1. gr.

Umsóknum skal skilað á þar til gerðu eyðublaði. Í umsókn skulu aðildarfélög gera grein fyrir verkefnum sem sótt er um svo og áætluðum tekjum, kostnaði og fjármögnun að öðru leyti. Aðildarfélög sem hlotið hafa styrk ber að leggja fram gögn í síðasta lagi 30.desember um útlagðan kostnað áður en til greiðslu styrks kemur. Styrkur verður greiddur út í kjölfarið eða í síðasta lagi 31.desember.

 

  1. gr.
  2. Styrkhæf eru verkefni og viðburðir (þó ekki afmæli), sem fela í sér kostnað fyrir aðildarfélag en ekki þátttakendur.
  3. Styrkhæf eru kaup á búnaði sem nýtist félagi til íþróttaæfinga og/eða mótahalds.
  4. Styrkhæf eru verkefni vegna íþróttaaðstöðu, annarra en fasteigna, sem aðildarfélög notast við.

 

  1. gr.

Frístundastyrkur tekur ekki til frítíma í íþróttahúsum, æfinga-og keppnisferða, fasteignagjalda, reksturs mannvirkja eða fastan kostnað félags.

 

  1. gr.

Verði allri styrkupphæðinni frá Fjallabyggð ekki úthlutað rennur fjárhæðin til úthlutunar árið eftir.   Úthlutunar verða birtar á árþingi UÍF.

 

  1. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.

Engin nefnd var að störfum nema kjörnefnd.

 

  1. Kosningar, álit kjörnefndar

Kosning formanns; Jónína Björnsdóttir bauð sig fram og komu engin mótframboð.  Var hún kosin einróma og telst rétt kjörinn formaður.

Kosning stjórnar: Kosið var um tvo aðalmenn og tvo til vara. Merkt var við allt að fjóra einstaklinga á kjörseðli. Þá voru greidd atkvæði og kjörnefnd tók til starfa.

 

  1. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein laga UÍF

Atkvæði í stjórn UÍF voru eftirfarandi:

Óskar Þórðarson með 28 atkvæði

Eva Björk Ómarsdóttir með 26 atkvæði

Þórarinn Hannesson með 17 atkvæði

Jón Garðar Steingrímsson 11 atkvæði

Kristján Hauksson með 8 atkvæði

Jón Karl Ágústsson með 6 atkvæði

Hilmar Símonarson með 6 atkvæði

Haraldur Marteinsson með 4 atkvæði

Þorsteinn Sigursveinsson með 2 atkvæði

Sverrir Júlíusson með 2 atkvæði

Ásgrímur Pálmason með 0 atkvæði

 

Réttkjörnir aðalmenn eru því Óskar og Eva Björk . Varamenn eru Þórarinn og Jón Garðar.

 

  1. Kosning skoðunarmanna.

Lögð er fram tillaga um Þórarinn Hannesson og Rósa Jónsdóttir  samþykkt samhljóða.

 

  1. Önnur mál
  2. Sala Hóls; Á formannafundi 28. desember 2020 var bókað í fundargerð: Stjórn UÍF hefur velt fyrir sér nýtingu á Hóli og kostnaði við nauðsynlegt viðhald til að halda verðgildi fasteignarinnar. Niðurstaða stjórnar var að tekjur stæðu ekki undir kostnaði og ákvað því að leggja til við formenn aðildarfélaga að Hóll yrði settur í söluferli. Nokkur umræða spannst á þessum fundi um tillögu stjórnar. Kom m.a. fram að viðhald fasteignarinnar myndi bara aukast og tekjur af útleigu kæmu ekki til með að standa undir þeim kostnaði. Fundarmenn eru sammála um að hefja söluferli og ef af sölu verði þá færi afhending fram 1. september 2021 eða síðar.

Óskar stjórn UÍF því eftir heimild ársþings til að setja Hól í söluferli.  Var orðið gefið laust. Samþykkt var að „ Ársþing UÍF veitir stjórn UÍF heimild til að setja fasteignina Hól, fn. 212-9970, Siglufirði.  Þinglýstur eigandi fasteignarinnar er Ungmenna-og íþróttasamband Fjallabyggðar, kt. 670169-1899. Heimildin nær til þess að undirrita kaupsamning og afsal. Eignin hefur verið verðmetin af fasteignasala, sbr. verðmat, dags. 2. júní 2021. Árþing veitir formannafundi UÍF heimild til að samþykkja eða hafna tilboði eða gera gagntilboð. Heimildin gildir í ár eða til ársþings UÍF árið 2021“.

Var því ákveðið að þegar og ef tilboð berst þá muni stjórn kalla til formannafundar og bera framkomið tilboð undir hann. Ársþingið veitir því formannafundi heimild til að samþykkja eða hafna framkomnu tilboði.

  1. Úthlutun bæjarstyrks; Óskar fór yfir úthlutun bæjarstyrks og tillögur stjórnar í ljósi skertrar starfsemi aðildarfélaga á Covid ári. Æfingatímar félaga voru mjög svipaðir milli áranna 2019 og 2020, væri Covid ekki tekið með í reikninginn. Mótadagar hafi aftur á móti verið mun færri árið 2020. Því var lagt til á formannafundi að horfa til ársins 2019 hvað varðar mótin. Stjórn hefur gert það við úthlutun bæjarstyrks og miðað við mót samkvæmt skýrsluskilum aðildarfélaga árið 2019.

Viðar frá ÍSÍ kom í pontu og benti á að sum sveitarfélög hafi eyrnarmerkt fjármuni til þeirra héraða er eru fyrirmyndarhéruð eða fyrirmyndarfélög, þ.e. að þessi gæðavottun sé til staðar.  Fyrirmyndarvottunin hefur bætt mjög starfsemi félaga og héraðssambanda. Stefnur er lúta að aðildarfélögum þurfa að koma fram í innra starfi félags og er þá alltaf hægt að bregðast við ef á þarf að halda. Það styrkir félögin. Má þar nefna umhverfisstefnu. Það tryggir sveitarfélag jafnframt ákveðna vissu um að vel sé farið með þá fjármuni sem lagðir séu til íþróttahreyfingarinnar.

  1. Óskar sagði frá Verkefnasjóði og benti á að þjálfaramenntun ÍSÍ sé styrkhæf. Einnig benti hann á Frístundastyrk sem félögin geta sótt um í.

Óskar þakkaði fyrir gott þing. Jónína þakkaði einnig fyrir gott þing og þakkaði fyrir góða mætingu og sleit þinginu.

Ársþingi UÍF var slitið kl. 20:00.

Þingfulltrúar:

Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar: María Jóhannsdóttir og Bjarni Árnason

Skíðafélag Ólafsfjarðar:  Birna S. Björnsdóttir, Rúnar Gunnarsson og  Gíslný H. Jónsdóttir.

Ungmennafélagið Glói:  Telma Björk Birkisdóttir og Patrekur Þórarinsson.

Íþróttafélagið Snerpa: Helga Hermannsdóttir og Unnur Guðrún Rögnvaldsdóttir.

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg:  Jón Garðar Steingrímsson og Anna Lind Björnsdóttir.

Golfklúbbur Fjallabyggðar:  Rósa Jónsdóttir og Anna Þórisdóttir

KF: Þorvaldur S. Guðbjörnsson, Júlía G. Paulsen, Hákon Leó Hilmarsson, Magnús Þorgeirsson, Gunnlaugur Sigursveinsson.

Hestamannafélagið Gnýfari: Þorvaldur Hreinsson

Hestamannafélagið Glæsir: Haraldur Marteinsson og Elín Kjartansdóttir.

Blakfélag Fjallabyggðar: Anna María Björnsdóttir.

Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar: Magnea Guðbjörnsdóttir

Skotfélag Ólafsfjarðar: Rögnvaldur Jónsson, Sigurjón Ó Sigurjónsson og Georg Kristinsson.

Golfklúbbur Siglufjarðar: Jóhann Már Sigurbjörnsson og Sævar Örn Kárason.

Stjórn ÚÍF: Jónína Björnsdóttir, Óskar Þórðarson, Arnheiður Jónsdóttir, Anna Þórisdóttir og Eva Björk Ómarsdóttir.

Gestir: Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ og Haukur Valtýsson UMFÍ auk bæjarstjóra Fjallabyggðar Elíasar.

Fundarritari fær heimild fundarins til að ganga frá fundargerð.

Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir (sign.)

 

 

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur