Fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga þann 18. nóvember 2021 kl. 18. Fundurinn var haldin í Vallarhúsinu, Ólafsfirði.

Úr stjórn UÍF mættu: Óskar Þórðarson, varaformaður,  Anna Þórisdóttir meðstjórnandi, Eva Björk Ómarsdóttir gjaldkeri, Arnheiður Jónsdóttir ritari og Þórarinn Hannesson, varamaður í stjórn.  Forföll boðaði Jónína Björnsdóttir formaður og Jón Garðar Steingrímsson varamaður í stjórn. Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir ritaði fundargerð.

Frá aðildarfélögum UÍF mættu;

Skotfélag Ólafsfjarðar: Óskar Gíslason  og Rögnvaldur Jónsson.

Skíðafélag Ólafsfjarðar: Kristján Hauksson

Glói; Telma Björk Birkisdóttir

Hestamannafélagið Gnýfari: Þorvaldur Hreinsson

Golfklúbbur Fjallabyggðar; Rósa Jónsdóttir.

Snerpa; Helga Hermannsdóttir og Jón Hrólfur Baldursson.

Golfklúbbur Siglufjarðar: Jóhann Már Sigurbjörnsson og Jón Karl Ágústsson.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar: Örn Elí Gunnlaugsson

TBS: María Jóhannsdóttir

 

 

Fundargerð

Dagskrá;

  1. Óskar Þórðarson varaformaður fór yfir starf stjórnar; Hann sagði frá að stjórn hefði ákveðið að taka þátt í verkefninu Fyrirmyndarhéraðssamban ÍSÍ. Stjórn átti fund með Viðari frá ÍSÍ og markaði það upphaf vinnunar. Vetrarleikarnir féllu niður sl. vetur og því telur stjórn mikilvægt að leikarnir verði í ár ef að aðstæður leyfa. Leikarnir hafa alltaf verið í febrúar/mars og væntingar eru til þess að öll félög sjái sér fært að bjóða upp á eitthvað.  Vetrarleikar skipa máli, bæði hvað varðar sýnileika í samfélaginu og hvað varðar hvatningu til nýrra iðkenda/foreldra. Fundarmenn tóku vel í að halda Vetrarleika. Einnig sagði Óskar frá að búið væri að skipa í nefnd um val á íþróttamanni Fjallabyggðar.  Heimasíða UÍF var einnig rædd en vinnan hafði miðast við bókunarkerfi fyrir útleigu Hóls. Núna nýtist sú vinna ekki svo skoðað verður hvort hægt verði að breyta samninginum við Tónaflóð á þá leið að sett verði upp upplýsingasíða og jafnvel einnig fréttasíða.  Mögulega er hægt að tengja saman facebook síður aðildarfélaga og heimasíðuna.  Nokkur umræða var um heimasíðuna. Fundarmenn sammála um að mikilvægt sé að á einum stað megi finna upplýsingar um stjórnir félaganna og starf UÍF, t.am. lög og reglur auk fundargerða. Auk þess gæti saga aðildarfélaganna komið fram og tenglar inn á hvert félag og tenglar inn á heimasíðu þeirra.

 

  1. Sportabler; Óskar fór yfir forritið sem fyrirhugað er að taki við af Felix. Þetta er forrit sem notað er t.a.m. af KF og SÓ. Inn í Sportabler eru allar æfingar og allir viðburðir.  Fyrirhugað er að forritið verði notað fyrir skýrsluskil til ÍSÍ. Í knattspyrnunni er kerfið tengt KSÍ.  Ekkert er komið inn í forritið um skýrsluskil enn sem komið er.

 

 

  1. Hóll; Þórarinn sagði frá því að búið væri að skrifa undir kaupsamning um söluna á Hóli. Söluverð var 60.000.000 kr. Afsal verður gefið út 1. apríl 2022. Þórarinn fór yfir yfirlýsinguna sem stjórn UÍF hefur í hyggju að gefa út í kjölfar sölunnar.  Hann áréttaði að aðeins er verið að selja fasteignin en Hólssvæðið sjálft er í eigu Fjallabyggðar.  Lóðin undir húsinu er rétt aðeins stærri en húsið.  Húsnæði var gjöf Siglufjarðarkaupstaðar til íþróttahreyfingarinna árið 1969. Fyrstu áratugina var mikið og líflegt starf að Hóli. Margir komu að starfseminni í sjálfboðavinnu og skiljanlega upplifa margir töluverða eftirsjá við að sjá Hól hverfa frá íþróttahreyfingunni. Fasteignin hentar því miður ekki lengur því starfi sem unnið er í íþróttahreyfingunni í dag.  Skíðasvæðið er komið upp í Skarðsdal og knattspyrnan er á Ólafsfirði. Golfvöllurinn er komin hinu megin á svæðið.  Sparkvöllurinn er komin niður í miðbæ og er mikið notaður. Notkun hússins er því ekki lengur mikil fyrir UÍF og aðildarfélögin. Húsnæðið þarfnast mikils viðahalds og er það bæði kostnaðarsamt og tímafrekt.  Börnum á grunnskólaaldri hefur einnig fækkað mikið.  Þrátt fyrir færri börn þá er starf aðildarfélaganna mjög blómlegt. Margar íþróttagreinar í boði fyrir börn og unglinga og félögin vel rekin. Helsta nýting fasteignarinnar í dag er útleigan. Tekjur af útleigu duga ekki fyrir nauðsynlegu viðhaldi.  Ekki tókust samningar um leigu á Hóli við Selvík enda þótt stjórn hafði tekið jákvætt í þá umleitan.  Þar sem fasteignin nýttist íþróttahreyfingunni ekki meira en raun ber vitni var að mati formannafundar og ársþings UÍF skynsamlegast að selja fasteignina.   Íþróttahreyfingin er ekki tilbúin til að reka ferðaþjónustu í samkeppni við jafnvel helstu styrktaraðila íþróttahreyfingarinnar.

 

  1. Opnar umræður og tillögur um mögulega ráðstöfun greiðslunnar fyrir Hól; Óskar stýrði umræðum.  Hann fór stuttlega yfir sameiningu UÍÓ og ÍSB og sagði frá því hvaða eignir fylgdu með við sameininguna. Einnig fór hann yfir hvernig aðildarfélögin hafi nýtt Hólssvæðið.   Nokkrar umræður urðu milli fundarmanna.  Óskar lagði fram tillögur stjórnar um nýtingu fjársins. Fyrsta lagi að koma upp húsnæði á svæðinu með aðstöðu fyrir, t.d. leikjanámskeið, skíðagöngu, Húsnæðið myndi þá einnig nýtast sem salernisaðstaða og geymsla.  Ekki hefur enn þá farið fram umræða um hvort að UÍF kæmi til með að standa eitt að þessum framkvæmdum eða hvort að sveitarfélagið kæmi að þessu líka.  Aðstaðan gæti til að byrja með verið í gámum eins og t.d. upp í Skarðsdal.  Leigusamningur hefur verið gerður tímabundið við Ljóðasetrið um geymslu og fundaraðstöðu fyrir stjórn UÍF. Í öðru lagi að ráða starfsmann í hlutastarf. Mörg héraðssambönd eru með starfmenn og gagnlegt væri að skoða hver þeirra verkefni eru. Starfsmaðurinn gæti séð um skýrsluskil aðildarfélaga, umsóknir, samskipti við sveitarfélagið, farið á fundi hjá ÍSÍ og UMFÍ ofl.  Þórarinn bætti við að einnig mætti nýta hluta af upphæðinni og setja meira fé í styrktarsjóði UÍF og jafnvel víkkað þá út.  Setja mætti upp glerskáp t.d. í íþróttahúsinu um siglfirskt íþróttastarf gegnum árin.  Kristján vildi skoða hvort að halda mætti fundi í húsakynnum aðildarfélaga, það gæti skapað tengingu milli félaganna og félagsmanna.

 

  1. Önnur mál; Þorvaldur er hugsi yfir úthlutun um Frístundastyrk. Gnýfari sótti um styrk til kaupa á hringgerði en þar sem gerðið hafið hækkað í verði frá því umsókn barst og þar til styrkurinn var greiddur féll sá kostnaður á félagið. Leggur félagið til að reglum um Frístundastyrk verði breytt að þessu leyti.  Mögulega hafi tölvupóstur til aðildarfélaganna um úthlutun misfarist. Því hafi dregist að upplýsa aðildarfélögin um að þau hafi hlotið úthlutun.  Einnig má skýra betur hvaða upphæð hafi farið milli ára sem óúthlutað og hvert sé hlutfall sveitarfélagsins. Kristján veltir fyrir sér hvort að greiða eigi hluta af kaupverði Hóls til aðildarfélaganna.  Einnig lagði Kristján til að hvert félag myndi segja frá starfinu hjá sínu félagi. Var það gert.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:40.

Fundarritari fær heimild fundarins til að ganga frá fundargerð.

Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir (sign.)

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur