Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar var haldið
miðvikudaginn 31. maí 2023, kl. 18, í Vallarhúsinu, Ólafsfirði.
Dagskráin þingsins er eftirfarandi, sbr. 13. gr. laga UÍF:
1. Formaður UÍF setur þingið.
2. Kosning þingforseta og þingritara.
3. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar.
4. Álit kjörbréfanefndar.
5. Lögð fram árskýrsla stjórnar svo og skoðaðir reikningar seinasta árs.
6. Umræður um ársskýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar lagðir fram til
samþykktar.
7. Ávörp gesta.
8. Kosning þingnefnda: kjörnefnd (3)
9. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
10. Tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar lagðar fram og vísað til nefnda.
11. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.
12. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.
13. Kosningar. Álit kjörnefndar
14. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein. Skal formaður kosinn sér, en hina í einu lagi.
Stjórnin skiptir með sér verkum, í þau störf er um getur í 16. grein.
15. Kosning skoðunarmanna, (tveir aðalmenn og tveir varamenn).
16. Önnur mál.
17. Þingslit.

Þingögn samanstóðu af ársreikningi UÍF og fjárhagsáætlun svo og tillögum stjórnar til
breytinga á lögum UÍF, reglum um úthlutun UÍF á frístunastyrk Fjallabyggðar,
úthlutunarreglum UÍF á styrk Fjallabyggðar til aðildarfélaga (bæjarstyrkur), reglum um
skiptingu hlutdeildar UÍF í hagnaði af íslenskri getspá (lottó) milli aðildarfélaga og
reglum um Verkefnasjóð UÍF, auk ársreikninga frá aðildarfélögum UÍF.

Fundargerð

1. Formaður UÍF, Óskar Þórðarson setti þingið; og bauð alla velkomna á ársþing UÍF.
Hann bauð Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ og Hauk Valtýsson fv. formann
UMFÍ sérstaklega velkomna svo og Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóra fræðslu- og
frístundamála Fjallabyggðar auk Sigríðar Ingvarsdóttur bæjarstjóra og bæjarfulltrúa.

2. Kosning þingforseta og þingritara; Stungið var upp Óskari Þórðarsyni sem
þingforseta og Brynju Ingunni Hafsteinsdóttur sem þingrita. Það var samþykkt einróma.
Þingforseti tók þá til máls, þakkaði traustið og bauð gesti velkomna.

3. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar; Stungið var upp á Dagný Finnsdóttur og að
með henni í nefndinni yrðu Rósa Jónsdóttir formaður GFB og María Jóhannsdóttir
stjórnarmaður TBS.
Það var samþykkt einróma.

4. Álit kjörbréfanefndar.
Þá kynnti Rósa Jónsdóttir formaður kjörbréfanefndar álit nefndarinnar.
Kjörbréf bárust frá 11 af 13 aðildarfélögum. Af 31 skráðum fulltrúum samkvæmt
kjörbréfum voru 22 mættir. Kjörbréfnefndin sá ekkert athugavert við kjörbréfin og telur
þau gild. Voru þau samþykkt af þingfulltrúum.

5. Lögð fram ársskýrsla stjórnar og skoðaðir reikningar síðasta árs.
Óskar formaður stjórnar UÍF flutti skýrslu stjórnar. Hann fór yfir hverjir sætu í stjórn
UÍF og helstu störf og verkefni hennar. Starfsemin hafi snúið að hefðbundnum og
lögbundnum hlutverkum sambandsins s.s. að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar út á
við, eiga samskipti við ÍSÍ, UMFÍ og sveitarfélagið og deila út fjármunum frá þessum
aðilum til aðildarfélaganna eftir þeim reglum sem íþróttahreyfingin hefur sett sér.
Nokkur aðildarfélög fengu aðstoð við lagasetningu. Einnig kom íþróttahreyfingin að
Frístund, sem sé fjölbreytt dagskrá fyrir nemendur í fjórum yngstu bekkjum
grunnskólans, að loknum skóladegi.
Ákveðið var að setja Hól i söluferli og var fasteignin seld. Fundaraðstaða stjórnar var um
tíma í Ljóðasetrinu og er núna í Vallarhúsinu.
Tveir formannafundir voru haldnir og þar voru m.a. ræddar reglur um Frístundastyrk og
munu þær reglur vera til endurskoðunar hér á þinginu. Á árinu 2021 hófst vinna UÍF við
að gerast Fyrirmyndarhéraðssamband en því miður gafst takmarkaður tími á árinu til að
halda henni áfram en þó er sú vinna örlítið komin í gang.
Þá hófst vinnan við nýja heimasíðu UÍF og verður hún opnuð formlega á þinginu. Val á
íþróttamanni ársins fór fram í lok árs 2022 og var viðburðurinn haldin í Tjarnarborg á
Ólafsfirði. Hilmar Símonarson kraftlyftingamaður var valinn íþróttamaður ársins og
Jakob Snær Árnason fékk viðurkenningu fyrir frábæran árangur en hann hefur verið að
gera góða hluti í knattspyrnu með KA. Þá fékk Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson
viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf í íþróttamálum. Hátíðin tókst vel í alla staði.
Stjórn UÍF fundar að jafnaði 1x í mánuði en oftar ef tilefni er til. Þá fóru stjórnarmenn á
ýmsa fundi á vegum UMFÍ og ÍSÍ. Mæting á þá fundi er sambandinu mikilvæg, bæði til að
fá innsýn í það sem er að gerast í íþróttahreyfingunni, kynna okkar starfsemi og hafa
áhrif en einnig vegna Lottótekna en þær skerðast ef við mætum ekki á ákveðna fundi.

Nýtt aðildarfélag verður tekið inn á þinginu hér á eftir og er það Vélsleðafélag
Ólafsfjarðar. Félagið verður 14. aðildarfélag UÍF.
UÍF hefur verðlaunað nemanda við lok 10.bekkjar í Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir góðan
árangur í íþróttum og var engin breyting þar á. Fyrir skólaárið 2021-2022 hlaut Laufey
Petra Þorgeirsdóttir þá viðurkenningu.
Starf íþróttahreyfingarinnar væri ekki mögulegt án fórnfúss starfs fjölda fólks og þakkaði
Óskar, fyrir hönd UÍF, þessum stóra hópi sjálfboðaliða kærlega fyrir.
Einnig þakkaði Óskar öllum samstarfsaðilum og þá sérstaklega stjórnum og
félagsmönnum aðildarfélaganna fyrir gott og gæfuríkt samstarf.
Eva gjaldkeri UÍF og Óskar gerðu jafnframt grein fyrir ársreikningi UÍF.
Rekstrartekjur UÍF voru: 32.000.913 kr.
Rekstrargjöld voru: 29.346.613 kr.
Hagnaður ársins var: 2.654.300 kr.
Varanlegir rekstrarfjármunir voru: 0 kr.
Veltufjármunir voru: 78.046.707 kr.
Eigið fé var: 77.685.249 kr.
Skammtímaskuldir voru: 361.458 kr.

6. Umræður um ársskýrslu og reikninga fóru fram og voru svo lagðir fram til
samþykktar.
Óskar gaf orðið laust um reikninga og skýrslu stjórnar UÍF. Litlar umræður voru um
reikningana. Óskar þakkaði fyrir góða skýrslu og ársreikninga.
Ársreikningur UÍF lagður fram til samþykktar. Var hann samþykktur með öllum
greiddum atkvæðum.
Óskar fór einnig yfir greiðslur til aðildarfélaga og verður yfirlitið sent aðildarfélögum.

7. Innganga Vélsleðafélags Ólafsfjarðar, félagið sótti um aðild að UÍF og hélt aðalfund í
desember sl. Innganga félagsins var staðfest með lófaklappi og er það 14 aðildarfélag
UÍF.

8. Ávörp gesta.
Haukur Valtýsson fv. formaður UMFÍ ávarpaði þingið og færði þinginu bestu óskir frá
stjórn og starfsfólki þjónustumiðstöðvar UMFÍ. Hann sagði frá þeirri stefnu UMFÍ sem
kynnt var á þinginu á Húsavík. Þar var m.a. fjallað um endurskoðun á íþróttahéruðum og
er sú endurskoðun unnin í samstarfi við ÍSÍ. Tillaga UMFÍ og ÍSÍ var lögð fyrir þingið og
felur hún í sér að komið yrði á fót starfsstöðvum um allt land í samstarfi við hið opinbera
en fjármagn þarf að koma þaðan. Ný þjónustumiðstöð UMFÍ var opnuð í haust á
Engjavegi. UMFÍ tók einnig yfir skólabúðirnar á Reykjum og ganga þær vel. Skólabúðum
á Laugarvatni sem eru fyrir 7. bekk, varð aftur á móti að loka þar sem mygla kom upp í
húsnæðinu. Haukur sagði frá þeim viðburðum UMFÍ sem framundan eru á árinu en
upplýsingar um þá má finna á heimasíðu UMFÍ. Haukur hvatti íþróttahreyfinguna til að
standa í stafni við að efla lýðheilsu og huga að forvörnum. Haukur hvatti líka alla til að
taka þátt í lottó og getspá og forðast erlendar veðmálasíður enda renni ekkert til
íþróttahreyfingarinnar með þátttöku þar. Loks þakkaði Haukur öllum sjálfboðaliðum
sem bera uppi starf íþróttahreyfingarinnar.

Viðar Sigurjónsson sérfræðingur hjá ÍSÍ tók einnig til máls og þakkaði fyrir gott þing.
Hann flutti kveðja frá forseta ÍSÍ og framkvæmdastjóra svo og starfsfólki öllu. Viðar
bíður spenntur eftir gögnum frá UÍF varðandi fyrirmyndarhéraðssamband enda er
honum ætlað að gera gott starf betra. Viðar minnti á íþróttaþing ÍSÍ og þær tillögur sem
þar voru samþykktar. Samþykktar tillögur lúta að starfinu með einum eða öðrum hætti.
Viðar fagnar vinnu samráðshópsins um íþróttamálefni Fjallabyggðar og hlakkar til að sjá
niðurstöðu þeirrar vinnu. Hann vonar að flutningur skrifstofu UMFÍ í Laugardal leiði til
aukins samstarfs við ÍSÍ. Viðar kveður iðkun íþrótta vera eina bestu forvörn sem völ sé
á. Aukin og betri lýðheilsa sé landsmönnum öllum til heilla. Viðar sagði frá því að SSS
hafi endurnýjað fyrirmyndarfélags viðurkenningu sína og væri það ánægjulegt. Verkefni
Viðars eru þjálfaramenntun ÍSÍ og hafa aðildarfélög UÍF sent þjálfara á þau námskeið.

9. Kosning þingnefnda.
Óskar óskaði eftir tillögum um þrjá í kjörnefnd. Lagt er til að Kristján Hauksson, Jón
Garðar Steingrímsson og Hákon Hilmarsson taki sér nefndarstörf og var það samþykkt
samhljóða.

10. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Óskar kynnti fjárhagsáætlunina fyrir árið 2023 og fór yfir hana lið fyrir lið. Tekjur verða
alls 32.230.000 kr. og gjöld verða samtals 32.412.900 kr. Fjárhagsáætlunin var síðan
samþykkt. Styrkur Fjallabyggðar er 11.730.000 kr. árið 2022.

11. Tillögur og önnur máls sem borist hafa til stjórnar.
Engar tillögur bárust til stjórnar.

12. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og
reglugerðum.
Stjórn UÍF lagði fram tillögur að breytingum á lögum UÍF, reglum um úthlutun UÍF á
frístunastyrk Fjallabyggðar, úthlutunarreglum UÍF á styrk Fjallabyggðar til aðildarfélaga
(bæjarstyrkur), reglum um skiptingu hlutdeildar UÍF í hagnaði af íslenskri getspá (lottó)
milli aðildarfélaga og reglum um Verkefnasjóð UÍF. Óskar fór yfir tillögur stjórnar.
Tillögur að breytingum á lögum UÍF;

5. gr.

Aðildarfélögum UÍF er skylt að senda starfsskýrslu skv. úthlutunarreglum UÍF á styrk
Fjallabyggðar til aðildarfélaga, til stjórnar UÍF fyrir 1. apríl 31. maí ár hvert í því formi sem UÍF
ákveður. Jafnframt er aðildarfélögum skylt að senda ÍSÍ skýrslur í því formi sem sambandið
ákveður.
Breytingar voru samþykktar samhljóða.

11. gr.

Ársþing UÍF er fulltrúaþing og hefur hvert aðildarfélag UÍF rétt til að senda fulltrúa á það.
Fulltrúafjöldi skal reiknast eftir fjölda félagsmanna, miðað við síðustu skýrsluskil aðildarfélags í
Felix til ÍSÍ. Aðildarfélag með færri en 50 félaga má senda 2 fulltrúa, en síðan einn fulltrúa fyrir
hverja 50 félaga , þó aldrei fleiri en 9 frá hverju aðildarfélagi. Kjörnir þingfulltrúar til ársþings
UÍF hafa tillögurétt og atkvæðisrétt. Enginn fulltrúi má fara með fleiri en eitt atkvæði.
Breytingar voru samþykktar samhljóða.

Tillögur að breytingum á reglum um frístundastyrk;
1. gr.

Reglur þessar gilda um úthlutun styrks Fjallabyggðar til frístundamála, frístundastyrks.
Heildarfjárhæð styrksins ræðst af framlagi Fjallabyggðar og UÍF hverju sinni. Tilgangur reglna
um frístundastyrk er að gera aðildarfélögum kleift að byggja upp, viðhalda og bæta öflugt
íþróttastarf þeirra.

2. gr.

Þau aðildarfélög UÍF sem mætt hafa á ársþing UÍF árið á undan og skilað starfsskýrslum til UÍF
geta sótt um styrki.

3. gr.

Umsóknir um Frístundastyrk þurfa að berast fyrir 31. janúar ár hvert. Styrkur til hvers félags er
að hámarki 350.000 kr. og getur hvert félag sótt um styrk vegna þriggja verkefna.
Af heildarupphæð styrks renna 57% til umsýslu og reksturs UÍF.

4. gr.

Umsóknum skal skilað á þar til gerðu eyðublaði. Í umsókn skulu aðildarfélög gera grein fyrir
verkefnum sem sótt er um svo og áætluðum tekjum, kostnaði og fjármögnun að öðru leyti.
Aðildarfélög sem hlotið hafa styrk ber að leggja fram gögn í síðasta lagi 30.desember um
útlagðan kostnað áður en til greiðslu styrks kemur. Styrkur verður greiddur út í kjölfarið eða í
síðasta lagi 31.desember.

5. gr.

a) Styrkhæf eru verkefni og viðburðir (þó ekki afmæli), sem fela í sér kostnað fyrir
aðildarfélag en ekki þátttakendur.
b) Styrkhæf eru kaup á búnaði sem nýtist félagi til íþróttaæfinga og/eða mótahalds.
c) Styrkhæf eru verkefni vegna íþróttaaðstöðu, annarra en fasteigna, sem aðildarfélög
notast við.

6. gr.

Frístundastyrkur tekur ekki til frítíma í íþróttahúsum, æfinga-og keppnisferða, fasteignagjalda,
reksturs mannvirkja eða fastan kostnað félags. Verkefni er aðeins styrkhæft annað hvert ár.

Farið var yfir hverja grein fyrir sig og var hver þeirra samþykkt sérstaklega og loks voru
breytingar á reglum um frístundastyrk samþykktar í heild.

Tillögur að breytingum á reglum um Bæjarstyrk;
5. gr.

Aðildarfélög skulu skila eftirfarandi upplýsingum á til þess gerðu eyðublaði fyrir 31. maírs:
1. Fjölda iðkenda og félaga samkvæmt upplýsingum úr skilakerfi ÍSÍFelix.
2. Lýsingu á virkni félags, nöfnum þjálfara, upplýsingum um æfingar og þátttöku í mótum
eða opinberum viðburðum.
3. Ársreikningi síðasta starfsárs.
4. afrit af fundargerð aðalfundar síðasta árs.

Stjórn UÍF er heimilt að meta umsóknir og hafna þeim sem eru byggðar á röngum upplýsingum.
Hafi umsókn ekki verið skilað á tilsettum tíma er umsókn vísað frá.
Skýringar á eyðublaði vegna styrkumsóknar:
1. Heiti félags
2. Nafn tengiliðar stjórnar, símanúmer og netfang vegna uppgefinna upplýsinga.
3. Upplýsingar um fjölda iðkenda, keppenda og félaga samkvæmt skilakerfi ÍSÍFelix
4. Nafn og kennitala iðkenda samkvæmt skilakerfi ÍSÍFelix
5. Ársreikningur með aðskildu bókhaldi fyrir barna- og unglingastarf og starf fullorðinna. Mælst
er til að bókhaldslyklar ÍSÍ séu notaðir.
6. Lýsing á virkni félags, nöfn, kennitala og menntun þjálfara, upplýsingar um æfingar þ.e.
tímalengd þeirra og þátttöku í mótum, opinberum viðburðum og starfstíma í mánuðum talið.
Æfingatöflur þurfa að fylgja með. Gera þarf grein fyrir heimamótum og mótum annarsstaðar.
Farið var yfir hverja grein fyrir sig og voru þær allar samþykktar og loks voru breytingar á
reglum um bæjarstyrk samþykktar í heild.
Tillögur að breytingum á reglum um Lottó;
1. 1020% af upphæðinni rennur til UÍF og 9080% skipist á milli aðildarfélaga UÍF á eftirfarandi hátt:
2. 3424% skiptast jafnt milli aðildarfélaga UÍF.
3. 56% skiptast eftir umfangi aðildarfélaganna eins og fram kemur í starfsskýrslum sem sendar eru
UÍF 31. maíars árinu á undan. Reikniforsendur skulu vera þær sömu og í 4. gr. úthlutunarreglna UÍF
vegna styrks frá Fjallabyggð.
Farið var yfir hverja grein fyrir sig. 1. gr. var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema
einu. Aðrar greinar voru samþykktar samhljóða. Breytingarnar voru síðan samþykktar í heild.
Tillögur að breytingum á reglum um Verkefnasjóð;
4.gr.

Tekjur verkefnasjóðsins eru:
1. 10 % af styrk Fjallabyggðar til UÍF.
2. Hlutdeild í hagnaði af Íslenskri getspá samkvæmt reglum þar að lútandi.
3. 400.000 kr. árlega úr Hólssjóði
4. Áheit og gjafir.
5. Vaxtatekjur.

6.gr.

Styrkhæf verkefni eru m.a.
 Þáttöku- eða námskeiðsgjald við menntun þjálfara og dómara (allt að 100% af kostnaði)
 Ferða- og gistikostnaður við menntun þjálfara og dómara (allt að 75% af kostnaði)
 Gjald vegna æfinga- og keppnisferða á vegum sérsambanda (allt að 75% af kostnaði)
 Ferða- og gistikostnaður vegna æfinga- og keppnisferða á vegum sérsambanda (allt að 75% af
kostnaði)
 Ferða- og gistikostnaður vegna þjálfara í æfinga- og keppnisferða erlendis (allt að 75% af
kostnaði)
 Verkefni og viðburðir sem viðhalda öflugu íþrótta- og félagsstarfi (allt að 75%)
 Viðurkenning til íþróttamanns Fjallabyggðar (1500.000 kr.)
Sjóðurinn styrkir ekki áhalda- og búnaðarkaup vegna íþróttaiðkunar né mannvirkjagerð.
Stjórn UÍF dró til baka tillögu sína að breytingu á 4. gr. og verður greinin eins og hún var.
Breytingar á 6. gr. voru samþykktar.

Samþykkt lög og reglur verða birt á heimasíðu UÍF.

12. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.
Engin nefnd var að störfum nema kjörnefnd.

13. Kosningar, álit kjörnefndar
Kosning formanns; Óskar Þórðarson bauð sig fram og komu engin mótframboð. Var
hann kosin einróma og telst rétt kjörinn formaður.
Kosning stjórnar: Anna og Arnheiður sitja sitt seinna ár í stjórn. Kosið var um tvo
aðalmenn og tvo til vara. Merkt var við allt að fjóra einstaklinga á kjörseðli. Þá voru
greidd atkvæði og kjörnefnd tók til starfa.

14. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein laga UÍF
Atkvæði í stjórn UÍF voru eftirfarandi:
Kristján Hauksson með 20 atkvæði
Eva Björk Ómarsdóttir með 20 atkvæði
Jón Garðar Steingrímsson 16 atkvæði
Sigurlaug Guðjónsdóttir með 9 atkvæði
Jóhann Már Sigurbjörnsson með 7 atkvæði
Haukur Orri Kristjánsson með 5 atkvæði
Áki Friðriksson með 4 atkvæði
Sverri Júlíusson með 4 atkvæði
Hilmar Símonarson með 3 atkvæði
Þórarinn Hannesson með 0 atkvæði
Ágrímur Pálmason með 0 atkvæði
Réttkjörnir aðalmenn til tveggja ára eru því Kristján og Eva Björk. Varamenn eru Jón
Garðar og Sigurlaug Guðjónsdóttir.

15. Kosning skoðunarmanna.
Lögð er fram tillaga um Þórarinn Hannesson og Rósa Jónsdóttir og var það samþykkt
samhljóða.

16. Önnur mál
Kristján Hauksson fór yfir heimasíðu UÍF en hún opnaði eftir formannafund í febrúar sl.
Hvatti hann aðildarfélög til að senda upplýsingar um hvert félag ásamt myndum.
Samráðshópur Fjallabyggðar; Óskar fór yfir stöðuskýrslu hópsins. Sigríður bæjarstjóri
sagði frá vinnu hópsins en í honum eru fimm fulltrúar frá UÍF, þrír bæjarfulltrúar auk
bæjarstjóra og deildarstjóra. Búið er að fara yfir núverandi stöðu á öllu starfi
íþróttafélaga og horfa 12 ár fram í tímann. Hvernig komust við þangað og hvernig verður
verkefnum forgangsraðað. Stöðuskýrslan verður síðan kynnt bæjarráði. Samstarfið við
UÍF hefur verið gott að mati Sigríðar. Aðeins hafa komið þrjú innlegg frá aðildarfélögum
og hvatti Sigríður fleiri félög til að senda inn sínar áherslur.
Hólsnefndin; Viktor fór yfir störf nefndarinnar og kynnti fjórar tillögur nefndarinnar.
Nefndarmenn eru tilbúnir til að sitja áfram fram að næsta ársþingi og var því fagnað.
Tillaga eitt var að líftími sjóðsins yrði stuttur og fá kostnaðarsöm verkefni styrkt. Tillaga
tvö fól einnig í sér stuttan líftíma sjóðsins en fleiri kostnaðarminni verkefni. Þriðja
tillagan fól í sér að tiltekin upphæð yrði bundinn í sjóðnum og ávaxtað á góðum reikningi
og ávöxtun hvers árs úthlutað til félaganna. Tók Viktor dæmi um að í sjóðnum væru
bundnar 60.000.000 kr. með 7.5% ávöxtun og myndu þá 4,5 milljónir verða til yfir árið
sem myndu deilast jafnt til félaga. Raunvirði sjóðsins minnkar þó alltaf miðað við
verðbólgu. Ævi sjóðsins yrði löng. Fjórða tillagan var að höfuðstólinn væri líka festur
eins og í tillögur þrjú, og að hann yrði festur við verðtryggingu þannig að raunvirði héldi
sér alltaf, þrátt fyrir verðbólgu. Höfuðstólinn hækkar því í takti við verðbólgu. Greidd út
yrði ávöxtun ár hvert, þ.e. bara vextir yrðu greiddir út til aðildarfélaga. Einnig væri hægt
að blanda saman nokkrum tillögum. Óskað var eftir að aðildarfélögin veltu fyrir sér
hvort þetta ætti að vera skammlífur sjóður eða langlífur sjóður. Kristján lagði til að
valin yrði leið þrjú eða fjögur og síðan mætti velta fyrir sér hvort deila ætti þessu jafnt til
félaga eða efla þá sjóði UÍF sem til eru, t.d. Frístundastyrk. Fundarmenn voru sammála
um að velja tillögur þrjú og fjögur, þ.e. langlífan sjóð. Ársþing myndi síðan ákveða
hvernig úthlutun úr sjóðnum yrði háttað.

Ársþingi UÍF var slitið kl. 21:00.

Þingfulltrúar:
Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar: María Jóhannsdóttir og Hugborg Harðardóttir.
Skíðafélag Ólafsfjarðar: Kristján Hauksson.
Ungmennafélagið Glói: Telma Birkisdóttir.
Íþróttafélagið Snerpa: Þórey Guðjónsdóttir.
Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg: Jón Garðar Steingrímsson og Sandra Finnsdóttir.
Golfklúbbur Fjallabyggðar: Rósa Jónsdóttir og Dagný Finnsdóttir.
KF: Hákon Hilmarsson, Magnús Þorgeirsson, Þorsteinn Sigursveinsson, Heimir Ingi
Gretarsson og Áki Friðriksson.
Hestamannafélagið Gnýfari: Þorvaldur Hreinsson.
Hestamannafélagið Glæsir: Hörður Kristjánsson og Kristín Úlfsdóttir.
Blakfélag Fjallabyggðar: Valgerður Þorsteinsdóttir, Sigurlaug Guðjónsdóttir og Marcin
Kuleza.
Skotfélag Ólafsfjarðar: Guðný Kristinsdóttir og Örvar Sævarsson.
Golfklúbbur Siglufjarðar: Stefán G. Aðalsteinsson.
Stjórn ÚÍF: Óskar Þórðarson, Arnheiður Jónsdóttir, Kristján Hauksson og Eva Björk
Ómarsdóttir.
Gestir: Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ og Haukur Valtýsson UMFÍ auk Ríkeyjar
Sigurbjörnsdóttur deildarstjóra fræðslu-og frístundamála í Fjallabyggð og Sigríði
Ingvarsdóttur bæjarstjóra.
Fundarritari fær heimild fundarins til að ganga frá fundargerð.
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir (sign.)

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur