Fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga UÍF þann 1. febrúar 2023, kl. 17:30, í Vallarhúsinu
Ólafsfirði.
Úr stjórn UÍF mættu: Óskar Þórðarson, formaður, Anna Þórisdóttir meðstjórnandi, Eva Björk
Ómarsdóttir gjaldkeri, Kristján Hauksson meðstjórnandi og Arnheiður Jónsdóttir varaformaður, auk
Jóns Garðars Steingrímssonar og Jónínu Björnsdóttur varamanna í stjórn. Brynja Ingunn
Hafsteinsdóttir ritaði fundargerð.
Frá aðildarfélögum UÍF mættu;
Hestamannafélagið Glæsir: Símon Helgason og Elín Kjartansdóttir
Golfklúbbur Fjallabyggðar; Rósa Jónsdóttir
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar: Örn Elí og Hákon Hilmarsson
SSS; Ásta Lovísa Pálsdóttir
BF; Sigurlaug Guðjónsdóttir og Ása Guðrún Sverrisdóttir
GKS; Ása Guðrún Sverrisdóttir
TBS: Sigurlaug Ragna Guðnadóttir
Skotfélag Ólafsjarðar; Rögnvaldur Jónsson
Fundargerð
Dagskrá;
1. Óskar bauð fundarmenn velkomna og bauð þeim að þiggja veitingar. Fór hann yfir dagskráliði
fundarins.
2. Nýtt aðildarfélag; Vélsleðafélag Ólafsfjarðar óskaði eftir að gerast aðildarfélag að nýju og var
tilkynning þar að lútandi stend ÍSÍ og UMFÍ. Formaður þess er Ásgeir Frímannsson. Félagið
var áður aðildarfélag UÍF og hefur nú verið endurvakið sem er ánægjulegt.
3. Heimasíða UÍF; Óskar sagðir frá því að heimasíðan væri komin til UÍF. Síðan er þó enn lokuð
en aðgangur kominn til UÍF. Kristján mun skoða myndir og bæta við. Þar verður sett inn
eyðublað með upplýstu samþykki sem samþykkt var að útbúa fyrir aðildarfélögin.
4. Fyrirmyndarhéraðssamband ÍSÍ; vegna anna stjórnar hefur vinnu miðað hægt en það verður
bætt úr því. Stefnt verður að því að ljúka drögum að handbókinni fyrir ársþing.
5. Hólsnefnd; nefndinni var falið að skila af sér tillögum um ráðstöfun söluandvirðis Hóls og
verða þær lagðar fyrir næsta ársþing. Formlegur fundur hefur ekki verið haldinn í nefndinni en
vinnan er hafin og hafa verið gerð drög að vinnuskjali. Andvirði sölu Hóls hefur verið fest í
ákveðinn tíma inn á bankareikningi. Óskar fór yfir vinnuskjalið.
6. Lottó; verður greitt úr í febrúar en verið er að taka saman upphæðina. Upphæðin virðist vera
svipuð og á síðasta ári.
7. Á síðasta formannafundi fór Óskar yfir punkta sem hann tók saman um aðbúnað og ástand á
íþróttamannvirkjum Fjallabyggðar. Hann sendi fyrirspurn til bæjarins þar að lútandi og kemur
svar bæjarins fram í fundargerð 776. fundar bæjarráðs þann 24. janúar 2023. Þar er rakið
hvaða fjárhæðum bærinn hefur varið til íþróttamála og mannvirkja. Nokkur umræða varð um
aðbúnað og viðhald á íþróttamannvirkjum.
8. Samráðshópur um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð: Formaður
bæjarráðs sagði frá fyrirhuguðum samráðshópi í ræðu á vali íþróttamanns Fjallabyggðar.
Óskar fór á fund bæjarráðs þann 10. janúar 2023 og var þar farið yfir hugmyndir bæjarins sem
fyrirhugað er að nái til næstu sjö ára. Umræður voru m.a. um hvort að aðildarfélög UÍF gætu
öll keppt undir nafni UÍF. Þann 16. janúar 2023, óskaði bæjarstjóri eftir að UÍF tilnefni
fulltrúa íþróttahreyfingarinnar. Stjórn UÍF telur mjög mikilvægt að taka þátt í þessari vinnu
sveitarfélagsins og ákvað á fundi stjórnar þann 17. janúar 2023 að fulltrúar UÍF í hópnum yrðu
allt að fimm og að formaður UÍF verði í starfshópnum ásamt öðrum fulltrúum sem
endurspegla fjölbreytileika hreyfingarinnar. Lagt upp með að einstaklingarnir hefðu fjölbreytt
tengsl við íþróttafélög, annað hvort sem iðkendur eða forráðamenn iðkenda, það væru tveir
einstaklingar frá hvorum bæjarkjara og kynjahlutföll jöfn. Tillaga stjórnar er að Elsa Guðrún
Jónsdóttir, Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson, Dagný Finnsdóttir og Sigurgeir Haukur Ólafsson
sitji í þessum starfshóp. Sigurgeir Haukur Ólafsson hefur þó ekki gefið endanlegt svar.
Markmiðið er að hópurinn vinni hratt en hann á að hittast í febrúar og skila af sér í maí og
tillögum til fjárhagsáætlunar næsta haust. Óskar telur mikilvægt að þegar fyrsta stöðuskýrsla
hópsins kemur fram að hún verði kynnt á formannafundi. Einnig rætt að mikilvægt sé að
aðildarfélögin standi þétt við bakið á fulltrúum UÍF og aðstoði þá eftir föngum.
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 18:25.