Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar var haldið miðvikudaginn 14. maí 2025, kl. 18, á Síldarkaffi Siglufirði.
Dagskráin þingsins er eftirfarandi, sbr. 13. gr. laga UÍF:
- Formaður UÍF setur þingið.
- Kosning þingforseta og þingritara.
- Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar.
- Álit kjörbréfanefndar.
- Lögð fram árskýrsla stjórnar svo og skoðaðir reikningar seinasta árs.
- Umræður um ársskýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
- Ávörp gesta.
- Kosning þingnefnda: kjörnefnd (3)
- Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
- Tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar lagðar fram og vísað til nefnda.
- Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.
- Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.
- Álit kjörnefndar
- Kosning stjórnar, sbr. 16. grein. Skal formaður kosinn sér, en hina í einu lagi. Stjórnin skiptir með sér verkum, í þau störf er um getur í 16. grein.
- Kosning skoðunarmanna, (tveir aðalmenn og tveir varamenn).
- Önnur mál.
- Þingslit.
Þingögn samanstóðu af ársreikningi UÍF og fjárhagsáætlun svo og kynningu á stofnskrá fyrir Hólssjóð.
Fundargerð
- Formaður UÍF, Óskar Þórðarson setti þingið; og bauð alla velkomna á ársþing UÍF. Hann bauð Jóhann Steinar Ingimundarson formann UMFÍ og Auði Ingu Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra UMFÍ sérstaklega velkominn svo og Hafstein Pálsson frá ÍSÍ.
- Kosning þingforseta og þingritara; Stungið var upp Óskari Þórðarsyni sem þingforseta og Brynju Ingunni Hafsteinsdóttur sem þingrita. Það var samþykkt einróma.
Þingforseti tók þá til máls, þakkaði traustið og bauð gesti velkomna.
- Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar; Stungið var upp á Rósu Jónsdóttur og að með henni í nefndinni yrðu Margrét Einarsdóttir og Kristján Ragnar Ásgeirsson.
Það var samþykkt einróma.
- Álit kjörbréfanefndar.
Þá kynnti Rósa Jónsdóttir formaður kjörbréfanefndar álit nefndarinnar.
Kjörbréf bárust frá 10 af 13 aðildarfélögum. Af 29 skráðum fulltrúum samkvæmt kjörbréfum voru 22 mættir. Kjörbréfnefndin sá ekkert athugavert við kjörbréfin og telur þau gild. Voru þau samþykkt af þingfulltrúum.
- Lögð fram ársskýrsla stjórnar og skoðaðir reikningar síðasta árs.
Óskar formaður stjórnar UÍF flutti skýrslu stjórnar. Hann fór yfir hverjir sætu í stjórn UÍF og helstu störf og verkefni hennar. Starfsemin hafi snúið að hefðbundnum og lögbundnum hlutverkum sambandsins s.s. að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar út á við, eiga samskipti við ÍSÍ, UMFÍ og sveitarfélagið og deila út fjármunum frá þessum aðilum til aðildarfélaganna eftir þeim reglum sem íþróttahreyfingin hefur sett sér.
Nokkur aðildarfélög fengu aðstoð við lagasetningu. Einnig sagði Óskar frá samningi UÍF og Fjallabyggðar um sem tengist m.a. styrkveitingum sveitarfélagsins til íþróttahreyfingarinnar. Svæðisskrifstofur tóku til starfa í júní 2024 og hefur aðstoðað UÍF við að klára umsókn um Fyrirmyndarhéraðssamband. Óskar fór yfir sölu Hóls og sagði að fyrir þinginu lægi skipulagsskrá sem unnin var af Hólsnefnd og stjórn UÍF.
Stjórn UÍF fundar að jafnaði 1x í mánuði en oftar ef tilefni er til. Þá fóru stjórnarmenn á ýmsa fundi á vegum UMFÍ og ÍSÍ. Mæting á þá fundi er sambandinu mikilvæg, bæði til að fá innsýn í það sem er að gerast í íþróttahreyfingunni, kynna okkar starfsemi svo og til að hafa áhrif en einnig vegna Lottótekna en þær skerðast ef við mætum ekki á ákveðna fundi.
Landsmót 50+ verður haldið í Fjallabyggð síðustu helgina í júní og hefur mikil vinna farið í undirbúning þess en mikil tilhlökkun og stemming er að myndast fyrir mótinu.
Starf íþróttahreyfingarinnar í Fjallabyggð sé blómlegt og væri það ekki mögulegt án fórnfúss starfs fjölda fólks og þakkaði Óskar, fyrir hönd UÍF, þessum stóra hópi sjálfboðaliða kærlega fyrir.
Einnig þakkaði Óskar öllum samstarfsaðilum og þá sérstaklega stjórnum og félagsmönnum aðildarfélaganna fyrir gott og gæfuríkt samstarf.
Eva gjaldkeri UÍF og Óskar gerðu jafnframt grein fyrir ársreikningi UÍF.
Rekstrartekjur UÍF voru: 34.150.547 kr.
Rekstrargjöld voru: 37.508.124 kr.
Tap ársins var: 3.357.577 kr.
Veltufjármunir voru: 84.898.633 kr.
Eigið fé var: 84.779.086 kr.
Skammtímaskuldir voru: 119.547 kr.
- Umræður um ársskýrslu og reikninga fóru fram og voru svo lagðir fram til samþykktar.
Óskar gaf orðið laust um reikninga og skýrslu stjórnar UÍF. Litlar umræður voru um reikningana. Óskar þakkaði fyrir góða skýrslu og ársreikninga.
Ársreikningur UÍF lagður fram til samþykktar. Var hann samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.
- Aðildarfélög;
Óskar tilkynnti að Kraftlyftingafélag Ólalafjarðar hefði ekki skilað skýrslum sl. tvö ár og er því gert óvirkt. Sagði hann jafnframt frá því að nýtt aðildarfélag væri að bætast við og er það Pílufélag Fjallabyggðar.
- Ávörp gesta.
Hafsteinn Pálsson frá ÍSÍ ávarpaði þingið. Hann flutti þinginu kveðjur forseta ÍSÍ Lárusar Blöndal, framkvæmdastjóra og starfsfólks. Sagði hann að Lárus þakkaði fyrir samstarfið á árunum sem eru að líða. Þing ÍSÍ verður næstu helgi og spennandi að sjá hver komi til með að leiða samtökin eftir kosningu á laugardaginn. Hann fjallaði um getspá og getraunir sem skipta hreyfinguna miklu máli. Samkeppni sé við ólöglega starfsemi og að það væri miður. Hvatti hann alla til að halda áfram að taka þátt í getraunum. Ferðasjóður skiptir alla hreyfinguna máli og hafi ítrekað verið til biðlað til ríkisvaldsins um að bæta í sjóðinn en það hafi ekki skilað miklum árangri. Það hafi þó verið sett aukið fjármagn í afrekstarfið og væri það þakkavert en það hafi farið fram úr björtustu vonum, en um 150% aukning hafi orðið í afreksstarfinu. Í þeim potti sé ferðasjóður vegna landsliðsverkefna og sé ætlað að koma til móts við fjölskyldur sem eigi afreksunglinga. Reynt hafi verið að fá frekari styrki til sérsamanda og ÍSÍ en það hafi ekki fengið hljómgrunn. Hann lýsti ánægju sinni með hversu vel svæðisskrifstofurnar hafi farið af stað og hversu samstarfið er gott.
Jóhann Steinar Ingimundarson formaður UMFÍ ávarpaði þingið og færði þinginu bestu óskir frá stjórn og starfsfólki UMFÍ. Hann fjallaði um Landsmót 50+ sem verður í Fjallabyggð. Íþróttahreyfingin hafi staðið á tímamótum, en það sé erfiðaða að fá sjálfboðaliða til starfa og styrkir hafi lækkað vegna verri fjárhag sveitarfélaga. Kvað hann um vera um ákveðið tímabil breytinga og þurfi því að staldra við og samræma viðbrögð. Efla þurfi þær leiðir sem séu til staðar, t.d. getraunafyrirtækin. Lottó hafi gefið vel til baka og stutt félögin um allt land. Svæðisstöðvar séu samstarfsverkefni íþróttahreyfingarinnar og við þá framkvæmd hafi smollið saman fjölmargir þættir sem kallað hafði verið á. Átök hafi verið um skiptingu lottó. Sumir hafi ekki að fá úr lottó og þegar þeir hafi komið inn þá hafi aðrir fengið minna. Lottó sé ætlað að styðja við barnastarf um allt land. Erfitt hafði verið að fá opinberan stuðning til héraða á landsvísu. Núna séu 8 stöðvar og ríkið hafi þá verið tilbúið til að koma að borðinu með stuðning. Stöðvarnar eiga að þjónusta héröð með faglegum hætti og gera þeim kleift að takast á við fyrirséð og ófyrirséð verkefni. Framtíðarsýn er að það skili sér í betri nýtingu á mannauði, betri þjónustu við iðkendur og að flestir fái tækifæri til að stunda íþróttir. Nú þegar sé farin að sjást sýnilegur árangur. Kynntar hafi verið nýjungar sem styrkja starfið sérstaklega á landsbyggðinni. Búið sé að úthluta fyrstu styrkjum úr hvatasjóði. Endurskoðun íþróttalaga hefur staðið fyrir dyrum. Fjárhaglegan aðskilnað milli barnastarfs íþróttafélaga og meistaraflokka þeirra þurfi að tryggja. Einnig að tryggja endurgreiðslu tryggingargjalds og vsk. Telur mjög mikilvægt að koma þeirri miklu þekkingu íþróttahreyfingarinnar inn í samtalið við ríkið. Undirbúningur Landsmóts 50+ gengur vel og er í samræmi við þá umgjörð sem lagt er fram með.
- Kosning þingnefnda.
Óskar óskaði eftir tillögum um þrjá í kjörnefnd. Lagt er til að Guðný Kristinsdóttir, Anna Þórisdóttir og Hjalti Gunnarsson taki að sér nefndarstörf og var það samþykkt samhljóða.
- Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Óskar kynnti fjárhagsáætlunina fyrir árið 2025 og fór yfir hana lið fyrir lið. Áætlaðar tekjur verða alls 32.480.199 kr. og áætluð gjöld verða samtals 34.880.199 kr. Fjárhagsáætlunin var síðan samþykkt. Styrkur Fjallabyggðar er 12.830.000 kr. árið 2025.
- Tillögur og önnur máls sem borist hafa til stjórnar.
Óskar sagði frá vinnu Hólsnefndarinn eftir að Hóll var seldur. Hann fór yfir ákvæði skipulagskrár styrktarsjóðs UÍF sem lögð var fram. Þar er gert ráð fyrir að höfuðstóll sjóðsins 60.000.000 kr. verði ekki skertur. Árlegir vextir hans verði til úthlutunar. Lagt er til að úthlutunarreglur verði þannig að 15% fari í Verkefnasjóð UÍF, 15% fari í Frístundastyrk UÍF og 70% farið í lottóútdeilingu UÍF.
- Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.
Stjórn UÍF lagði ekki fram neinar tillögur.
- Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.
Engin nefnd var að störfum nema kjörnefnd.
- Kosningar, álit kjörnefndar
Kosning formanns; Óskar Þórðarson bauð sig fram og komu engin mótframboð. Var hann kosin einróma og telst rétt kjörinn formaður.
Kosning stjórnar: Anna og Arnheiður sitja sitt seinna ár í stjórn. Kosið var um tvo aðalmenn og tvo til vara. Merkt var við allt að fjóra einstaklinga á kjörseðli. Þá voru greidd atkvæði og kjörnefnd tók til starfa.
- Kosning stjórnar, sbr. 16. grein laga UÍF
Atkvæði í stjórn UÍF voru eftirfarandi:
Sandra Finnsdóttir með 22 atkvæði
Guðrún Sif Guðbrandsdóttir 20 atkvæði
Þórarinn Hannesson með 16 atkvæði
Elsa Guðrún Jónsdóttir með 11 atkvæði
Ronja Helgadóttir með 6 atkvæði
Örn Elí Gunnlaugsson með 5 atkvæði
Ásgrímur Pálmason með 2 atkvæði
Haraldur Marteinsson með 2 atkvæði
Anna Hermína Gunnarsdóttir með 2 atkvæði
Sverri Júlíusson með 1 atkvæði
Halldór Þormar Halldórsson með 1 atkvæði
Réttkjörnir aðalmenn til tveggja ára eru því Sanda og Guðrún. Varamenn eru Þórarinn og Elsa Guðrún.
- Kosning skoðunarmanna.
Lögð er fram tillaga um Dagný Finnsdóttir og Rósa Jónsdóttir og var það samþykkt samhljóða.
- Önnur mál
Landsmót 50+; Ómar sagði frá mótinu en það mun skipta máli. Tekjur koma til með að koma af mótinu sem verða eftir í héraðinu. Þetta er í grunninn íþróttamót en líka samvera þar sem allir koma saman og skemmta sér. Mótið verður haldið 27. júní til 29. júní bæði á Siglufirði og Ólafsfirði. Hann sagði frá þeim greinum sem verða á mótinu fyrir 50+ og þá viðburði sem eru opnir öllum. Hann lagði áherslu á að hvetja alla til að taka þátt. Upplýsingar um mótið eru á heimasíðu UMFÍ og verður opnað fyrir skráningu 15. maí nk. Það verða íþróttir á daginn og skemmtun um kvöldin. Keppnisgjald gildir fyrir þátttöku í öllum greinum. Síðan eru opnu viðburðirnir fyrir alla. Safna þarf auglýsingum í mótablað og styrkjum. Það er til mikils að vinna. Allir sjálfboðaliðar sem taka þátt geta ráðstafað sínu framlagi til aðildarfélags að eigin vali.
Ársþingi UÍF var slitið kl. 19:56.
Þingfulltrúar:
Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar: Fanney Vésteinsdóttir og Hulda Teitsdóttir.
Skíðafélag Ólafsfjarðar: Elsa Guðrún Jónsdóttir og Björk Óladóttir.
Ungmennafélagið Glói: Þórarinn Hannesson
Íþróttafélagið Snerpa: Ólína Þórey Guðjónsdóttir og Margrét Einarsdóttir.
Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg: Hjalti Gunnarsson og Sandra Finnsdóttir.
Golfklúbbur Fjallabyggðar: Rósa Jónsdóttir og Dagný Finnsdóttir.
KF: Kristján Ásgeirsson, Örn Elí, Guðrún Rafnsdóttir, Sunneva Lind Gunnlaugsdóttir og Patrekur Darri Ólason.
Hestamannafélagið Glæsir: Haukur Orri Kristjánsson og Magnús Jónasson.
Blakfélag Fjallabyggðar: Brynhildur Ólafsdóttir og Ása Guðrún Sverrisdóttir.
Skotfélag Ólafsfjarðar: Guðný Kristinsdóttir.
Stjórn ÚÍF: Óskar Þórðarson, Anna Þórisdóttir, Arnheiður Jónsdóttir og Eva Björk Ómarsdóttir. Einnig mætti Sandra Finnsdóttir.
Gestir: Jóhann Steinar, Auður Inga og Ómar Bragi frá UMFÍ auk Hafsteins Pálssonar frá ÍSÍ. Sigríður Guðrún Hauksdóttir, Guðjón Marínó og Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúar Fjallabyggðar. Þóra Pétursdóttir og Kristján frá Svæðisskrifstofu (SIU).
Fundarritari fær heimild fundarins til að ganga frá fundargerð.
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir (sign.)