Fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga UÍF þann 12. febrúar 2025, kl. 18:00, á Síldarkaffi, Siglufirði.
Úr stjórn UÍF mættu: Óskar Þórðarson, formaður, Kristján Hauksson meðstjórnandi og Arnheiður Jónsdóttir varaformaður, auk Söndru Finnsdóttur og Guðrúni Sif Guðbrandsdóttur varamönnum í stjórn. Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir ritaði fundargerð.
Frá aðildarfélögum UÍF mættu;
Hestamannafélagið Glæsir: Haraldur Marteinsson og Magnús Jónasson
Golfklúbbur Fjallabyggðar; Rósa Jónsdóttir, Dagný Finnsdóttir, Ármann Sigurðsson og Sigurbjörn Þorgeirsson
Golfklúbbur Siglufjarðar; Halldór Þ. Halldórsson
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar: Örn Elí Gunnlaugsson.
SSS; Anna María Björnsdóttir.
BF; Sigurlaug Guðjónsdóttir, Ása Guðrún Sverrisdóttir, Brynhildur Ólafsdóttir, Valgerður Þorsteinsd.
TBS: Eygló Óttarsdóttir
Skotfélag Ólafsfjarðar; Jón Valgeir og Sverrir Júlíusson
Snerpa: Ólína Þórey Guðjónsdóttir, Helga Hermannsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Agnes og Berglind
Vélsleðafélag Ólafsfjarðar: Ronja Helgadóttir, Vala Karen, Kristinn, Allý
Skíðafélag Ólafsfjarðar: Heimir Sverrisson
Glói: Þórarinn Hannesson og Telma Björk Birkisdóttir
Gnýfari; Þorvaldur Hreinsson
Pílufélag Fjallabyggðar; Ingimundur og Jóhann Þór.
Gestir voru:
Sara Sigurbjörnsdóttir, Júlíus Þorvaldsson og Guðný Helgadóttir
Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri UMFÍ Landsmóts 50+
Frá Fjallabyggð mættu Þórir Hákonarson bæjarstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri.
Þorgeir Bjarnason frá H-lista.
Fundargerð
Dagskrá;
- Óskar bauð fundarmenn velkomna og bauð þeim að þiggja veitingar. Fór hann yfir dagskráliði fundarins.
- Landsmót 50+; Ómar kynnti framkvæmd mótsins en mótshaldari er UÍF. Mótið er opið öllum 50 ára og eldri óháð því hvort að viðkomandi sé í íþróttafélagi eða ekki. Keppnisgreinar eru 15 talsins. Gleði er rauði þráðurinn í mótinu. Fullt af viðburðum eru einnig í boði og eru þeir opnir öllum svo og opnar greinar. Þátttökugjald er 5.500 kr. og veitir keppnisrétt í öllum greinum. Skráning hefst 2. júní nk. UMFÍ heldur utan um skráninguna. Allur hagnaður verður eftir heima. Framkvæmdanefnd þarf að fara í fjáröflun og hefur tíma til byrjun mars til að gera það, eftir þann tíma fer fjáröflunin annað. Mótsvæðin eru bæði á Siglufirði og Ólafsfirði, annar dagurinn á Siglufirði og hinn á Ólafsfirði. Ómar fór nánar yfir keppnisgreinarnar og viðburðina.
- Undirritun samnings vegna Landsmóts 50+: Samstarfssamningur milli UÍF, UMFÍ og Fjallabyggðar um mótið var undirritaður af Ómari, Þóri og Óskari.
- Úthlutun Lottó; Óskar sagði frá því að í ljósi breytinga á reglum um úthlutun lottó til UÍF og þar með skerðingar til aðildarfélaganna hafi stjórn UÍF ákveðið að ráðstafa hlutdeild UÍF í lottó til aðildarfélaga.
- Val á íþróttamanni Fjallabyggðar; Óskar sagði frá að til stæði að funda með Kiwanis þar sem útfærsla og framkvæmdin viðburðarins yrði rædd. Óskaði hann eftir að aðildarfélögin myndu leggja fram tillögur að breytingum á reglum um val á íþróttamanni Fjallabyggðar, t.a.m. um val á fulltrúum í nefnd um valið. Kiwanis er með ákveðnar hugmyndir að breytingum á reglunum m.a. til að stækka viðburðinn. Kristján hefur verið í nefndinni undanfarin og tvö ár og sagði hann frá því sem hann teldi að mætti skoða nánar.
- Aðalfundir aðildarfélaga; óskað var eftir að UÍF yrði sent fundarboð á aðalfundi félaganna þar sem stjórnarmenn myndu reyna að mæta á fundina.
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 19:15.