Fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga UÍF þann 12. febrúar 2025, kl. 18:00, á Síldarkaffi, Siglufirði.

Úr stjórn UÍF mættu: Óskar Þórðarson, formaður, Kristján Hauksson meðstjórnandi og Arnheiður Jónsdóttir varaformaður, auk Söndru Finnsdóttur og Guðrúni Sif Guðbrandsdóttur varamönnum í stjórn. Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir ritaði fundargerð.

Frá aðildarfélögum UÍF mættu;

Hestamannafélagið Glæsir: Haraldur Marteinsson og Magnús Jónasson

Golfklúbbur Fjallabyggðar; Rósa Jónsdóttir, Dagný Finnsdóttir, Ármann Sigurðsson og Sigurbjörn Þorgeirsson

Golfklúbbur Siglufjarðar; Halldór Þ. Halldórsson

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar: Örn Elí Gunnlaugsson.

SSS; Anna María Björnsdóttir.

BF; Sigurlaug Guðjónsdóttir, Ása Guðrún Sverrisdóttir, Brynhildur Ólafsdóttir, Valgerður Þorsteinsd.

TBS: Eygló Óttarsdóttir

Skotfélag Ólafsfjarðar; Jón Valgeir og Sverrir Júlíusson

Snerpa: Ólína Þórey Guðjónsdóttir, Helga Hermannsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Agnes og Berglind

Vélsleðafélag Ólafsfjarðar: Ronja Helgadóttir, Vala Karen, Kristinn, Allý

Skíðafélag Ólafsfjarðar: Heimir Sverrisson

Glói: Þórarinn Hannesson og Telma Björk Birkisdóttir

Gnýfari; Þorvaldur Hreinsson

Pílufélag Fjallabyggðar; Ingimundur og Jóhann Þór.

 

Gestir voru:

Sara Sigurbjörnsdóttir, Júlíus Þorvaldsson og Guðný Helgadóttir

Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri UMFÍ Landsmóts 50+

 

Frá Fjallabyggð mættu Þórir Hákonarson bæjarstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri.

 

Þorgeir Bjarnason frá H-lista.

 

 

Fundargerð

Dagskrá;

  1. Óskar bauð fundarmenn velkomna og bauð þeim að þiggja veitingar. Fór hann yfir dagskráliði fundarins.
  2. Landsmót 50+; Ómar kynnti framkvæmd mótsins en mótshaldari er UÍF. Mótið er opið öllum 50 ára og eldri óháð því hvort að viðkomandi sé í íþróttafélagi eða ekki. Keppnisgreinar eru 15 talsins. Gleði er rauði þráðurinn í mótinu. Fullt af viðburðum eru einnig í boði og eru þeir opnir öllum svo og opnar greinar. Þátttökugjald er 5.500 kr. og veitir keppnisrétt í öllum greinum. Skráning hefst 2. júní nk. UMFÍ heldur utan um skráninguna. Allur hagnaður verður eftir heima. Framkvæmdanefnd þarf að fara í fjáröflun og hefur tíma til byrjun mars til að gera það, eftir þann tíma fer fjáröflunin annað. Mótsvæðin eru bæði á Siglufirði og Ólafsfirði, annar dagurinn á Siglufirði og hinn á Ólafsfirði. Ómar fór nánar yfir keppnisgreinarnar og viðburðina.
  3. Undirritun samnings vegna Landsmóts 50+: Samstarfssamningur milli UÍF, UMFÍ og Fjallabyggðar um mótið var undirritaður af Ómari, Þóri og Óskari.
  4. Úthlutun Lottó; Óskar sagði frá því að í ljósi breytinga á reglum um úthlutun lottó til UÍF og þar með skerðingar til aðildarfélaganna hafi stjórn UÍF ákveðið að ráðstafa hlutdeild UÍF í lottó til aðildarfélaga.
  5. Val á íþróttamanni Fjallabyggðar; Óskar sagði frá að til stæði að funda með Kiwanis þar sem útfærsla og framkvæmdin viðburðarins yrði rædd. Óskaði hann eftir að aðildarfélögin myndu leggja fram tillögur að breytingum á reglum um val á íþróttamanni Fjallabyggðar, t.a.m. um val á fulltrúum í nefnd um valið. Kiwanis er með ákveðnar hugmyndir að breytingum á reglunum m.a. til að stækka viðburðinn. Kristján hefur verið í nefndinni undanfarin og tvö ár og sagði hann frá því sem hann teldi að mætti skoða nánar.
  6. Aðalfundir aðildarfélaga; óskað var eftir að UÍF yrði sent fundarboð á aðalfundi félaganna þar sem stjórnarmenn myndu reyna að mæta á fundina.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 19:15.

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur