Fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga UÍF þann 23.  október 2025, kl. 18:00, í Vallarhúsinu, Ólafsfirði.

Úr stjórn UÍF mættu: Óskar Þórðarson, formaður, Arnheiður Jónsdóttir varaformaður, Anna Þórisdóttir ritari, Guðrún Sif Guðbrandsdóttur gjaldkerfi og Þórarinn Hannesson og Elsa Guðrún Jónsdóttir varamenn í stjórn. Forföll boðaði Sandra Finnsdóttir meðstjórnandi. Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir ritaði fundargerð.

Frá aðildarfélögum UÍF mættu;

GFB; Rósa Jónsdóttir,

SSS; Ingibjörg Jónsdóttir og Þorgeir Bjarnason.

SÓ; Kristján Hauksson

BF; Sigurlaug Guðjónsdóttir

TBS; Eygló Óttarsdóttir og Hulda Teitsdóttir

Snerpa; Helga Hermannsdóttir, Margrét Einarsdóttir,

VÓ; Ronja Helgadóttir og Benedikt Hallgrímsson

Glói; Þórarinn Hannesson

Gnýfari; Þorvaldur Hreinsson

Pílufélag Fjallabyggðar; Ingimundur Loftsson.

Gestir:  Viðar Sigurjónsson sérfræðingur hjá ÍSÍ.

 

Fundargerð

Dagskrá;

  1. Óskar bauð fundarmenn velkomna og bauð þeim að þiggja veitingar. Fór hann yfir dagskráliði fundarins.
  2. Landsmót 50+; mótið tókst afskaplega vel og fór Óskar yfir hver tekjuafgangur var og hvernig þeir fjármunir deildust niður á aðildarfélögin. Tekjuafgangur var 5.749.183 kr., tímafjöldi sjálfboðaliða var alls 1.116 klukkustundir og tímagjald því 5.152 kr. Skiptist það með neðangreindum hætti:

Snerpa 185 tímar Boccia 953.120 kr.

BF 130 tímar Ringó og Pokavarp 669.760 kr.

KF 29 tímar Brennó 149.408 kr .

TBS 75 tímar Badminton 386.400 kr.

Bridds 22 timar 113.344 kr .

SSS 170 tímar sund 875.840 kr.

GFB 211 tímar golf og pútt , 1.087.072 kr.

Skotfélagið 51 tímar Skotfimi 262.752 kr.

Pílufélag Fjallabyggðar 47 tímar 242.144 kr.

SÓ 73 tímar undirbúningur og vinna við frjálsar 376.096 kr.

VÓ 10 tímar undirbúningur frjálsar 51.520 kr.

Glói 95 tímar Frjálsar 489.440 kr.

Hestamannafélagið Gnýfari 9 tímar 46.368 kr.

Hestamannafélagið Glæsir 9 tímar 46.368 kr.

 

  1. Viðurkenning ÍSÍ til UÍF sem Fyrirmyndarhéraðssamband; handbók UÍF var skilað til ÍSÍ fyrr í vor og var kláruð fyrir nokkru síðan með aðstoð svæðisskrifstofu Norðurlands. Viðar Sigurjónsson sérfræðingur hjá ÍSÍ kom og afhenti formanni UÍF viðurkenninguna. Hann færði okkur einnig kveðjur formanns ÍSÍ og framkvæmdastjórnar. Handbókin innhildur mikilvægar upplýsingar og gögn sem ramma inn starf UÍF og auðveldar þeim sem koma nýir inn í stjórn að átta sig á hlutverki UÍF og aðildarfélaga. Viðurkenningin er líka staðfesting á því að UÍF mun gera sitt besta til að hvetja aðildarfélög til að gerast fyrirmyndarfélög og er Viðar tilbúinn til að aðstoða félögin við það. Viðar hrósaði UÍF fyrir að fá viðurkenninguna því það er valfrjálst að sækjast eftir henni.
  2. Sambandsþing UMFÍ; var haldið í Stykkishólmi dagana 10. til 12. október 2025. Þórarinn fór á þingið og sagði frá dagskrá þess. Fyrir þinginu lágu 27 tillögur, þ.á.m. tillögur sem UÍF tók þátt í og vörðuðu úthlutun á lottó tekjum. Sagði hann frá því að auknar kröfur hafa verið lagðar á íþróttahreyfinguna m.a. frá Skattinum, en þær hafi aðallega lagst á stærri félög, svo og hafi verið gerðar auknar kröfur um persónulegar ábyrgðar stjórnarfólks. Á þinginu var samþykkt tillaga um samvinnu ÍSÍ og UMFÍ þar sem skilgreint yrði hlutverk og skyldur hvorrar hreyfingar um sig. Einnig lá fyrir þinginu tillaga um sölu áfengis á íþróttaviðburðum og var niðurstaðan sú að þetta yrði rætt milli UMFÍ og ÍSÍ. Mikið var einnig rætt um svæðisskrifstofurnar en ánægja er með þær úti á landi en ágreiningur er um þær á höfuðborgarsvæðinu. Svæðisfulltrúar vinna einnig fyrir hið opinbera á grundvelli farsældarlaga. Hvatasjóðurinn heyrir einnig undir svæðisskrifstofurnar. Lottótekjur voru einnig mikið ræddar á þinginu svo og breytingar á úthlutun þeirra. Við þá breytingu hafi minni íþróttahéruð tapað allt að 90% af sínum tekjum. UÍF er að tapa um 70% af sínum tekjum. Tillaga lá fyrir þinginu um að 20% af lottó tekjum yrði skipt jafnt á öll héraðssambönd. Tillagan náði ekki í gegn en umræður voru mjög góðar. Lögð var fram miðlunartillaga um að stjórn UMFÍ fengi leyfi til að deila út því fjármagni sem afgangs er af lottó til þeirra héraða sem orðið hefðu fyrir mestu tekjuskerðingunni. Tillagan féll því miður á jöfnu. Tillaga var þó samþykkt um að fjármagn yrði tekið úr fræðslusjóði UMFÍ og úr sjóðum UMFÍ til að koma til móts við þau héruð sem orðið hefðu fyrir mestu tekjutapi. Forseti ÍSÍ var einnig á þinginu og var það talið gagnlegt þegar mögulega þarf að taka slaginn á vettvangi ÍSÍ.

Kristján kvað sér hljóðs og ræddi og fór yfir þær breytingar sem orðið hafa á reglum um úthlutun lottó. Hann kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með að gengið væri í sjóði UMFÍ til að jafna hlut þeirra héraða sem urðu fyrir mestri skerðingu og þá skerðingu sem yrði þar með á sjóðum UMFÍ.  Kristján vill halda áfram að vinna í því að leiðrétta skerðingu á úthlutun lottó með því að breyta reglunum og halda umræðunni áfram. Mikið sé í húfi.  Fundarmenn tóku allir undir það.

  1. Val á íþróttamanni Fjallabyggðar; Óskað var eftir að aðildarfélögin myndu leggja fram tillögur að breytingum á reglum um val á íþróttamanni Fjallabyggðar. Engar tillögur bárust frá aðildarfélögum. Óskar fór yfir nokkur atriði sem hann telur persónulega að huga mætti að við breytingar á reglunum. Nokkur umræða var á fundinum m.a. um hvort að aldursflokkarnir gætu skarast, lögheimili, tími viðburðar svo og hvort skilja ætti að alpagreinar og göngu.
  2. Svæðisskrifstofur; Óskar fór yfir starf héraðsskrifstofunnar og hvernig samstarf héraðssambanda við skrifstofuna hefur verið. Benti hann á að ef fleiri héruð vilji hefja vinnu við að gerast fyrirmyndarhéraðssamband þá sé skrifstofan tilbúinn til að aðstoða við það. Einnig hefur skrifstofan skipulagt og fjármagnað viðburði eða íþróttaveislu fyrir héraðssamböndin. UÍF þarf að finna dagsetningu til að halda slíka íþróttaveislu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 19:41.

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur