Fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga UÍF þann 6. mars 2024, kl. 18:00, í Vallarhúsinu Ólafsfirði.

Úr stjórn UÍF mættu: Óskar Þórðarson, formaður, Kristján Hauksson meðstjórnandi, Anna Þórisdóttir ritari, Arnheiður Jónsdóttir varaformaður og Sigurlaug Guðjónsdóttir varamaður í stjórn.

Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir ritaði fundargerð.

Frá aðildarfélögum UÍF mættu;

Hestamannafélagið Gnýfari:  Þorvaldur Hreinsson

Golfklúbbur Fjallabyggðar; Rósa Jónsdóttir og Sturla Sigmundsson

SSS; Sandra Finnsdóttir og Gurrý Anna Ingvarsdóttir

BF; Valgerður Guðjónsdóttir

TBS: Eygló Óttarsdóttir

Snerpa: Ólína Þórey Guðjónsdóttir og Helga Hermannsdóttir

Golfklúbbur Siglufjarðar: Linda Lea Bogadóttir

 

Frá Fjallabyggðu mættu Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri, svo og bæjarfulltrúarnir Sigríður Guðrún Hauksdóttir, Guðjón Marínó Ólafsson, Tómas Einarsson, Þorgeir Bjarnason og Helgi Jóhannsson.

 

 

Fundargerð

Dagskrá;

  1. Brynja bauð fundarmenn velkomna og bauð þeim að þiggja veitingar. Fór hún yfir dagskráliði fundarins.
  2. Verkefnið „Allir með, farsælt samfélag fyrir alla, brúum bilið“; Valdimar Gunnarsson starfsmaður íþróttahreyfingarinnar kynnti verkefnið sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn í íþróttum. Verkefnið snýst um að breyta viðhorfum og venjum og finna lausnir. Hvernig er hægt að bjóða fötluðum nemendum að vera með í íþróttastarfi. Verkefnið er styrkt af þremur ráðuneytum og á að tryggja fötluðum sama aðgengi að íþróttum og ófatlaðir hafa. Öll börn eigi möguleika á að taka þátt í íþróttum í sínu nærumhverfi. Innan íþróttahreyfingarinnar eru aðeins um 4-5% fatlaðir iðkendur. Flestir eru 17 ára og eldri og æfa með sérfélögum fatlaðra. Foreldrar fatlaðra barna upplifa að íþróttahreyfingin vilji ekki börnin þeirra. Félögin hafa borið því við að þau kunni ekki að þjálfa fatlaða og vilja vita hver eigi að borga, það þurfi fleiri þjálfara og aðstoðarfólk. Stofnaður hefur verið Hvatasjóður þar sem félög geta fengið styrk og hafa 10 verkefni hlotið styrk nú þegar. Heimasíðan er allirmed.com og þar er umsóknareyðublað fyrir umsóknir í Hvatasjóð. Mikilvægt að fatlaðir fái að taka þátt í gegnum hefðbundin íþróttafélög því það er jafn mikilvægt fyrir þau að tilheyra, og eiga vini í sama félagi. Því þarf að finna leiðir en það getur verið þolinmæðisvinna. Á Special Olympics má sjá hversu mikið framboð er á íþróttagreinum fyrir fatlaða. Íslandsleikar verða haldnir á Akureyri 16. til 17. mars í fótbolta og körfubolta fyrir fatlaða og ófatlaða.
  3. Frístund í grunnskólanum; Sigríður Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi og Ríkey Sigurbjörnsdóttir fóru yfir Frístund sem er fyrir nemendur í 1-4. bekk frá kl. 13:35 til 14:35, valmöguleikana sem eru í boði og þróunina sem verið hefur en aðildarfélög hafa að þeirra mati verið að draga sig út úr Frístund. Í upphafi var lagt upp með að þetta væri fyrir alla og þá er meiri pressa að finna einnig valmöguleika fyrir þá sem eru ekki í íþróttum en framboð íþróttafélaganna á æfingum hefur minnkað. Samstarfið milli íþróttahreyfingarinnar og sveitarfélagsins hefur gengið vel og er vel farsælt. Ríkey fór yfir stærð árganga í skólanum, þeir hafa stækkað og fleiri börn taka þátt í Frístund. Einnig fór hún yfir frístund 1-4. bekkjar á vorönn og hvað er í boði. Vildu gjarnan bjóða upp á fleiri íþróttatengda valmöguleika en á hverjum degi er jafnvel bara ein íþróttagrein og allir aðrir valmöguleikar eru á vegum sveitarfélagsins. 5. bekkur er í skólastarfi inn í skólahúsinu á meðan Frístund stendur yfir og veldur það vandamálum við að útvega starfsfólk til að sjá um Frístund. Lengd viðvera tekur síðan við af frístund en þar eru 35 börn skráð. Óskar tók einnig til máls og var hann ekki sammála því að íþróttafélögin væru að draga úr framboði heldur væri vandinn að koma þyrfti 5. bekk út úr skólahúsinu en hann er með lengri stundatöflu. Við það myndi rýmka til í skólahúsinu. Benti Óskar á að einnig mætti vera með tvöfalda frístund þ.e. bæði fyrir og eftir hádegi. Ríkey velti líka fyrir sér hvort að fækka ætti valmöguleikum þannig að börnin myndu frekar velja að fara á íþróttaæfingar. Annar valmöguleiki væri lengd viðvera sem foreldrar greiða fyrir. Ákveðið að stjórn UÍF myndi halda áfram samtali við sveitarfélagið um Frístund.
  4. Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð: Tómas Einarsson og Guðjón Marínó fóru yfir skýrsluna sem gefin var út í kjölfar vinnunnar. Þetta verkefni var hluti af málefnasamning meirihlutans í Fjallabyggð. Hlutverk sveitarfélagsins er að styrkja íþróttastarf og tryggja aðgang að mannvirkjum. Aðferðafræðin við vinnuna var að kalla íþróttahreyfinguna til samstarfs, þetta snýst ekki bara um íþróttahreyfinguna heldu einnig innviðina. Framtíðarsýnin er metnaðarfull uppbygging fjölbreytts íþróttastarfs. Það gleymdist mögulega að taka tillit til þarfa allra en það var rætt. Guðjón fór yfir markmiðin, hvernig þeim verði náð og tímasetningu á því. Aðgengi að íþróttum fela í sér samgöngur en það verði að finna leið til að bæta þær. Einnig þurfi að ræða með jákvæðum hætti sameiningu íþróttafélaga jafnvel að aðeins verði starfandi eitt félag með eitt nafn, sama búning en mismunandi rekstrardeildir. Skýr forgagnsröðun með uppbyggingu íþróttamannvirkja og er byrjað nú þegar að vinna eftir áætluninni. Styrkjakerfi íþróttamála með tillit til þess hvernig hægt væri að hvetja til sameiningu íþróttafélaganna. Sveitarfélagið er tilbúið í það samtal við íþróttafélögin. Forgangsröðun uppbyggingar er síðan talinn upp í skýrslunni í sjö liðum og var farið yfir hvern lið fyrir sig. Rekstrarfyrirkomulag íþróttasvæða er mismunandi hjá sveitarfélaginu.  Nokkur umræða var um sameiningu félaga og að vera með aðeins eitt íþróttafélag í Fjallabyggð sem væri deildarskipt. Samgöngumál voru einnig rædd.
  5. Svæðaskrifstofur íþróttahreyfingarinnar: Óskar sýndi glærur um skipulag og verkefni skrifstofanna. Fór hann hratt yfir stöðu mála og sagði frá þeim héruðum sem UÍF vinnur með. Á hverri svæðisskrifstofu eiga að vera tveir starfsmenn og geta þeir starfsmenn verið hvar sem er innan svæðis. Lottó tekjur munu skerðast en á móti koma starfsmenn sem geta aðstoðað íþróttafélögin við t.d. að sækja um styrki.
  6. Landsmót 50+: verður haldið í Fjallabyggð árið 2025 í báðum byggðarkjörnum en ekki á sama tíma. Þá geta allir tekið þátt í fleiri en einni grein. Allt fjármagn sem verður til á mótinu verður eftir á svæðinu. Boðið verður upp á opnar greinar þar sem allir undir 50 ára aldri geta tekið þátt. Stjórnin vonast til að öll aðildarfélög komi að mótinu.
  7. Vetrarleikar UÍF; aðildarfélögin eru hvött til að vera með opna viðburði og UÍF styrkir hvert félag um 50.000 kr. Ákveðið að vera með leikana 6. til 14. apríl nk.
  8. Fundir stjórnar UÍF með stjórnum aðildarfélaga: stjórn UÍF býður aðildarfélögum að koma til fundar þann 12. mars á Siglufirði og 13. mars á Ólafsfirði. Á fundunum geta aðildarfélögin rætt um það sem brennur helst á þeim og stjórn UÍF mun fara yfir lög og reglur UÍF, skýrsluskil o.fl.
  9. Skýrsluskil til UÍF og ÍSÍ: Frestur til skýrsluskila til UÍF er 31. maí en til ÍSÍ að öllum líkindum þann 15. apríl nk.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 20:15.

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur