Fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga UÍF þann 9. nóvember 2023, kl. 18:00, í Vallarhúsinu Ólafsfirði.

Úr stjórn UÍF mættu: Óskar Þórðarson, formaður, Anna Þórisdóttir meðstjórnandi, Eva Björk Ómarsdóttir gjaldkeri, Kristján Hauksson meðstjórnandi og Arnheiður Jónsdóttir varaformaður, auk Sigurlaugar Guðjónsdóttur varamanns í stjórn. Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir ritaði fundargerð.

Frá aðildarfélögum UÍF mættu;

Hestamannafélagið Glæsir: Símon Helgason

Golfklúbbur Fjallabyggðar; Rósa Jónsdóttir

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar: Örn Elí Gunnlaugsson

SSS; Anna Lind Björnsdóttir og Sandra Finnsdóttir

TBS: Eygló Óttarsdóttir

Skotfélag Ólafsfjarðar; Rögnvaldur Jónsson

Hestamannafélagið Gnýfari; Þorvaldur Hreinsson

Glói; Þórarinn Hannesson

 

Fundargerð

Dagskrá;

  1. Óskar bauð fundarmenn velkomna og bauð þeim að þiggja veitingar. Fór hann yfir dagskráliði fundarins.
  2. Hátindur 60+: Hanna Sigríður verkefnastjóri sagði frá verkefninu sem er samstarfsverkefni HSN, Fjallabyggðar og Veltek. Er nýsköpunar- og þróunarverkefni fyrir eldra fólk í Fjallabyggð og samþætting félagsþjónustu og heimahjúkrunar. Námskeið hafa verið haldin fyrir aldurinn 50+ og óskar hún eftir samstarfi við aðildarfélögin um námskeið fyrir þennan aldurshóp. Það er mikilvægt að virkja fólk fyrr með tilliti til heilsueflingar og geðræktar. Mikilvægt er að bjóða upp á fjölbreytt framboð. Jóga og Zumba hefur verið í boði og verið vinsælt. Íþróttahreyfingin ætti að koma að borðinu, þarf ekki að vera flókið, gætu verið útitímar t.d. gönguferðir, stafaganga, sund og innanhússæfingar fyrir þennan aldurshóp. Hátindur myndi koma að námskeiðum með aðildarfélögum en þau myndu skipuleggja hvað yrði í boði. Viðburðir og námskeið eru til þess fallnir að tryggja félagslega þáttinn hjá þessum aldurshóp og koma í veg fyrir einsemd. Halda þarf utan um skráningu og oft þarf bara einn einstakling til að laða að fleiri. Netfang Hönnu Sigríðar er hannasigga@hatindur.is og hún áréttar að þetta mun taka einhvern tíma, þetta sé langhlaup.
  3. Umsókn UÍF um Landsmót 50+: Óskar sagði frá því að UÍF hefði sótt um að halda mótið árið 2025. Búið sé að skila inn umsókn til UMFÍ og sveitarfélagið hefur lýst yfir stuðningi. Formenn fögnuðu því að sótt hefði verið um og eru tilbúnir til að taka þátt.
  4. Vetrarleikar; Óskar sagði frá því að stjórn hefði hug á að endurvekja leikana og styrkja félögin til að vera með viðburði. Leikarnir hafa verið í febrúar og geta aðildarfélög þá boðið upp á viðburði óháð þeirri íþróttagrein sem iðkuð er. Gert er ráð fyrir að leikarnir standi yfir tvær helgar og vikuna á milli, alls 9 daga.
  5. Samráðshópur um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð: Óskar sagði frá vinnu hópsins og hvar hún stæði. Á síðasta fundi hafi verið sett upp gróft skipulag en nokkuð sé þó um liðið frá síðasta fundi. Vinnan hefur að mati Óskars verið árangursrík og fór hann yfir verkefnin og tímaáætlun þeirra auk forgangsröðunar. Forgangur númer eitt er knattspyrnuaðstaða á Ólafsfirði. Nokkrar umræður urðu í kjölfarið og voru samgöngur m.a. ræddar en skipulag þeirra er ekki inn í þessari vinnu. Var t.a.m. talið að stjórn UÍF mætti beita sér fyrir samgöngubótum.
  6. Íþróttahéruð og starfsstöðvar á landsvísu: Bæði ÍSÍ og UMFÍ hafa samþykkt að efla íþróttahéruð með því að koma á fót sameiginlegum starfsstöðvum sem hafa það hlutverk að þjónusta íþróttahéruðin í nærumhverfi sínu með samræmdum hætti. Um er að ræða 8 starfssvæði með tveimur starfsmönnum hver. Til að fjármagna starfssvæðin hefur verið samþykkt að breyta lottóreglum UMFÍ og ÍSÍ þannig að 15% hlutur renni til starfsstöðvanna. Ríkið hefur lofað að leggja starfsstöðvunum til 200 m.kr. sem er ígildi eins starfsmanns á hvert svæði. Nokkur umræða var um þá útreikninga koma fram hjá UMFÍ og mun verða óskað eftir frekari skýringum hjá  ÍSÍ og UMFÍ.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 19:33.

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur