Fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga UÍF þann 9. október  2024, kl. 18:00, í Vallarhúsinu Ólafsfirði.

Úr stjórn UÍF mættu: Óskar Þórðarson, formaður, Sandra Finnsdóttir varamaður í stjórn og Guðrún Sif Guðbrandsdóttir varamaður í stjórn. Forföll boðuðu Arnheiður, Anna og Kristján.

Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir ritaði fundargerð.

Frá aðildarfélögum UÍF mættu;

Hestamannafélagið Gnýfari:  Þorvaldur Hreinsson

Golfklúbbur Fjallabyggðar; Rósa Jónsdóttir

SSS; Gurrý Anna Ingvarsdóttir

BF; Sigurlaug Guðjónsdóttir

TBS: Eygló Óttarsdóttir

Snerpa: Ólína Þórey Guðjónsdóttir

Golfklúbbur Siglufjarðar: Linda Lea Bogadóttir

Skotfélag Ólafsfjarðar: Rögnvaldur Jónsson og Smári Sigurðsson

Glói; Þórarinn Hannesson

Vélsleðaklúbbur Ólafsfjarðar; Ronja Helgadóttir og Svanborg Anna.

SÓ; Heimir Sverrisson

Hestamannafélagið Glæsir; Haraldur Marteinsson

 

Frá Fjallabyggðu mætti Linda Lea Bogadóttir og Ríkey Sigurbjörnsdóttir og frá svæðisskrifstofu Norðurlands mættu Hansína Þóra Gunnarsdóttir og Þóra Pétursdóttir.

 

 

Fundargerð

Dagskrá;

  1. Óskar bauð fundarmenn velkomna og bauð þeim að þiggja veitingar. Fór hann yfir dagskrá fundarins.
  2. Kynning Fjallabyggðar á nýjum vef fyrir frístundir, menningu og afþreyingu; Linda Lea menningarfulltrúi Fjallabyggðar fór yfir vefinn „Fjör í Fjallabyggð“ en þar má finna á einum stað öll hreyfiúrræði í sveitarfélaginu. Fyrirmynd vefsins er „skagalíf“ á Akranesi. Hægt verður að leita eftir námskeiðum eftir aldri eða staðsetningu. Ef íþróttafélag vill kynna viðburð eru upplýsingar um hann annað hvort sendar til Lindu Leu eða að félagið setur upplýsingar um viðburðinn beint inn á vefinn. Ef félag er með námskeið þá eru þau sett inn á vefinn sem viðburður eða hafa samband við Lindu Leu sem getur þá sett það inn. Einnig geta félögin sett inn æfingatöflur fyrir reglulegar æfingar.
  3. Skýrsla um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð: Ríkey fór yfir forgangsröðun uppbyggingar sem talin er upp í skýrslunni í átta liðum og hvernig staðan er á þeim framkvæmdum er. Bæjarstjórn hefur samþykkt að setja keppnisaðstöðu fyrir knattspyrnu í forhönnun. Viðbygging og endurbygging íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði hefur ekki gengið eftir en aðeins þokast í viðhaldi. Þar eru stór verkefni framundan og verður fenginn utanaðkomandi úttektaraðili til að leggja fyrir bæjarráð kostnaðar og aðgerðaráætlun. Uppbygging golfskala á Skeggjabrekkuvelli hefur ekki hafist en fjármagn var sett í lagfæringu á gámasamstæðu. Endurnýjun brauta á golfvellinum verður flýtt. Í Skarðsdal er búið að hefja færslur á lyftum og gámasamstæður keyptar fyrir aðstöðuhús til bráðabirgða. Vinna við að bæta aðstöðu til gönguskíðaiðkunar í Bárubraut er ekki hafinn né vinna við að tryggja golfskálaaðstöðu á Siglufirði. Sótt verður í uppbyggingasjóð um styrk til að byggja upp aðstöðu fyrir brimbrettafólk við Brimnes á Ólafsfirði. Aukinn frístundaakstur hefur nú þegar tekið gildi og búið að bæta við einni ferð 4x í viku. Samningaviðræður við Glæsi um uppbyggingu aðstöðu og lúkning gamalla mála er í vinnslu. Tækjakostur á knattspyrnusvæði er í endurskoðun m.t.t. fjárhagsáætlunar en gera þarf stórátak þar.
  4. Svæðaskrifstofur íþróttahreyfingarinnar: starfsmenn skrifstofunnar á Norðurlandi eystra þær Hansína og Þóra sögðu frá því í hverju starfið fælist. Skrifstofan er í Skipagötu á Akureyri. Þær hafa hitt héraðssamböndin og sveitarfélögin og hafa í hyggju að hitta líka félögin. Þær eru enn þá í greiningarvinnu sem miðar að því að starfskraftar þeirra nýtist hreyfingunni sem best. Áhersluflokkar eru börn með fatlanir, börn af erlendum uppbruna og börn af efnaminni heimilum. Þær óska eftir samvinnu við íþróttafélög og héraðssambönd.
  5. Landsmót 50+: verður haldið í Fjallabyggð árið 2025 í báðum byggðarkjörnum en ekki á sama tíma. Fyrirhugað er að halda opinn undirbúningsfund með aðildarfélögum, sveitarfélaginu, íbúum og hagsmunaaðilum, þann 23. október nk. Ríkey benti á „heilsueflandi samfélag“ ætlar að sækja um styrk í Lýðheilsusjóð og óskar eftir að styrkurinn nýttist í samstarfi við UÍF vegna Landsmóts 50+.
  6. Vetrarleikar UÍF; aðildarfélögin eru hvött til að vera með opna viðburði og UÍF styrkir hvert félag um 50.000 kr. Ákveðið að vera með leikana í febrúar 2025.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 19:15.

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur