Um UIF

UM Fjallabyggð

Fjallabyggð býr að stórbrotinni náttúrufegurð, þar sem möguleikar á sviði útivistar og tómstunda eru hreint óþrjótandi. Náttúran er ávallt innan seilingar, hvort heldur haldið er í gönguferðir, skellt sér á skíði eða veitt í vötnum, ám eða sjó, ásamt fjölþættum gönguleiðum um fjöll og dali. Íþróttalíf er mjög fjölbreytt og .....

ÚTIVERA

Í Fjallabyggð er nægur snjór í fjöllunum og allsstaðar hægt að finna tækifæri og aðstöðu til útiveru. Á veturna er staðurinn skíðaparadís og draumur útivistarmannsins. Hægt er að fara á svigskíði, fjallaskíði og gönguskíði eða þeytast um á snjósleða.

MENNINGARLÍF

Á Siglufirði er blómlegt menningarlíf. Fjöldi veitingahúsa, með fjölbreytta matseðla er að finna og gistimöguleikar miklir. Einnig eru fjölmörg gallerí og vinnustofur, söfn og setur. En þar er helst að nefna Síldarminjasafnið og Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar og Ljóðasetur Íslands.

AFÞREYING

Á Siglufirði er 25 metra innisundlaug og heitur pottur (úti). Á Siglufirði er 9 holu golfvöllur og nægt framboð af afþreyingu.

BÆJARHÁTÍÐIR

Fastar árlegar bæjarhátíðir eru Páskafjör á skíðasvæðinu, Þjóðlagahátíð, Trilludagar, Ljóðahátíð og Síldarævintýrið.

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur