Fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga þann 27. febrúar 2018 kl. 18 að Hóli. Mættir eru úr stjórn UÍF: Þórarinn, Arnheiður,  Anna, Telma, Óskar og Sævar.

Frá aðildarfélögum UÍF mættu;

Gólfklúbbur Fjallabyggðar: Rósa Jónsdóttir

Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar: Magnea Guðbjörnsdóttir

Skotfélag Ólafsfjarðar: G. Árni Kristinsson og Rögnvaldur K.

Hestamannafélagið Glæsir: Stefán Jón Stefánsson og Herdís Erlendsdóttir

Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar: María Jóhannesdóttir

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg: Kristín Anna Guðmundsdóttir

Einnig mætti Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-og frístundamála hjá Fjallabyggð og Sigurlaug Ragna Guðnadóttir f.h. Mundo ehf..

 

Fundargerð

Dagskrá;

Þórarinn bauð fundarmenn alla velkomna og sagði frá dagskrá fundarins. Bauð gestum fundarins þeim Ríkey Sigurbjörnsdóttur og Sigurlaugu Rögnu Guðnadóttur sérstaklega velkomna.

  1. Frístundastarf í Fjallabyggð; Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála sagði frá starfi sveitarfélagsins í frístundamálum.  Fyrst sagði Ríkey frá æskulýðsbúðum í Fjallabyggð og aðkomu sveitarfélagsins að þeim. Síðan óskaði Sigurlaug frá eftir aðkomu aðildarfélaga UÍF.  Um er að ræða sumarbúðir  sem fyrirtækið Mundo skipuleggur í júlí í Fjallabyggð. Í byrjun júlí kæmu 10-15 spænsk ungmenni á aldrinum 14-16 ára til Fjallabyggðar og gista hjá jafnöldum sínum á Siglufirði og Ólafsfirði. Dvelja þau í þrjár til fjórar vikur. Óskaði Sigurlaug eftir að aðildarfélögin myndu leyfa þessum spænsku krökkum að taka þátt í íþróttaæfingum eins og gestgjafarnir. Ungmennin munu starfa í vinnuskólanum með sínum jafnöldrum og ættu þá kost á að taka þátt í íþróttaæfingum líka.  Kynningarfundur verður á verkefninu í næstu viku.  Gestgjafarnir taka síðan þátt í leiðtoganámskeiði og einu sinni í viku mun Sigurlaug sjá um uppákomu þar sem allir hittast.

Ríkey sagði fyrst frá upphæðum og skiptingu styrkja til íþróttamála í Fjallabyggð. Styrkur til UÍF vegna barnastarfs er 6.500.000 kr.  Afnotagreiðsla Fjallabyggðar vegna aðstöðunnar að Hóli var 1.500.000 kr. síðan var hún lækkuð í 800.000 kr. en greiðslurnar voru teknar af árið 2018.  Frístundastyrks ávísanir hafa verið sendar út fyrir um 4.400.000 kr. og hefur nýtingin aukist. Styrkurinn var hækkaður upp í 30.000 kr.  í ár fyrir hvert barn. Vonast er til að nýting verði betri. Undanfarið hefur hún verið um 67% og er vonast til að nýting verði um 70% vegna m.a. frístundar.  Aðrir styrkir voru um 3.600.000 kr. en á ætlun eru um 4.600.000 kr. til þessara styrkja. Frítímar í íþróttahúsinu voru í held um 9.500.000 kr. og er reiknað með sömu tölu á þessu ári. Lyftukort fyrir skíðasvæðin eru 430.000 kr. og eru sú upphæð inn í 4.600.000 kr.  Þjónustusamningar eru gerði við nokkur íþróttafélög um rekstur á íþróttasvæðunum, var það um 39.000.000 kr. síðast og hækkar eitthvað í ár. Á áætlun árið 2018 eru ætlað um 69.000.000 kr. til íþróttamála. Ríkey fór einnig yfir aðra styrki og framlög.

Næst sagði Ríkey frá frístund sem er samþætt íþrótta- og tómastundastarf barna á aldrinum 6-9 ára eftir að skóla lýkur á daginn. Stendur hún yfir í klukkustund.  Börnin geta æft íþróttir hjá aðildarfélögum eða farið í hóptíma í tónskólanum. Síðan geta þau verið í afþreyingu í skólanum.  Nýtingin í frístund er best hjá yngstu börnunum. 95% barna í 1. bekk nýtir t.d. frístund á miðvikudögum. Minni nýting er hjá öðrum bekk en er þó góð. Nýtingin minnkar eftir því sem krakkarnir eru eldri. Nýtingin á vorönn er mjög svipuð og á vetrarönn.  Eftir frístund geta börnin farið í lengda viðveru og verið til kl. 16 í skólanum. Um 25-30 börn nýta það.

Ríkey fjallaði loks um heilsueflandi samfélag.  Sótt var um styrk í Lýðheilsusjóð vegna þess og er von til að fá styrkinn. Fjallabyggð er að af fara af stað með verkefnið og hefur verið settur á laggirnar stýrihópur þar sem fulltrúar frá Grunnskólanum, heilsugæslunnar, eldri borgurum og UÍF eiga sæti. Stýrihópurinn þarf að gera greiningu í samfélaginu og meta hvaða áherslu eigi helst að leggja á, t.d. hreyfingu, matarræði, geðrækt, aðgengi að hreyfinu, samgöngur ofl. Stýrihópurinn mun auglýsa og hvetja íbúa til að huga að heilsunni og taka þátt. Einnig verður staðið að fræðslu á skemmtilegan hátt.  Verkefnið er mjög vítt, ekki bara íþróttir, heldur fjallar um allt sem snertir íbúa samfélagsins.

  1. Vetrarleikar UÍF;   Þórarinn sagði hvernig fyrirkomulagið hefur verið undanfarin ár. Bæði ein stök helgi og einnig heil vika og helgar beggja vegna við.  Stjórn UÍF vill leggja til að leikarnir verði tvær helgar í mars, aðra helgina á Siglufirði og hina helgina á Ólafsfirði. Aðildarfélögin myndu taka sig saman og standa fyrir dagskrá íþróttahúsunum beggja vegna. Félögin myndu sameinast um eina helgi. Sendur verður út póstur þar sem óskað er eftir tillögum. UÍF styrkir hvert félag fyrir veitingum. Fjallabyggð hefur undanfarið verið með gjaldfrjálst í sund og ræktina og er vonast til að það verði einnig í ár.
  2. Metoo: umræðan hefur líka snúið að íþróttafélögum og kallað eftir aðgerðaráætlunum. Mennta-og menningarmálaráðuneytið er að útbúa aðgerðarátælun í samstarfi við ÍSÍ og UMFÍ. Hana geta öll aðildarfélög tekið inn hjá sér og tileiknað sér.  Allir þurfa að taka umræðuna alvarlega enda snertir hún alla. Hvert aðildarfélag þarf að skoða sín mál og setja upp aðgerðaráætlun.
  3. Lottó úthlutun; Heildartekjur af Lottó voru tæpar 5,3 milljónir og hafa aldrei verið hærri. Styrkurinn verður greiddur út í næstu viku til aðildarfélaganna.
  4. Fræðslu-og fréttasíða UÍF; Þórarinn sagði frá frétta- og fræðslusíðu UÍF á facebook. Allir voru hvattir til að deilda síðunni og senda fréttir af starfinu hjá aðildarfélögunum. Komnir eru um 200 fylgjendur
  5. Skýrsluskil; Þórarinn minnti félögin á skýrsluskil bæði til UÍF  og í Felix.  UÍF mun breyta forminu og einfalda það.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:25.

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur