Fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga þann 8. nóvember 2018 kl. 18 að Hóli. Mættir eru úr stjórn UÍF: Þórarinn Hannesson formaður,  Anna Þórisdóttir varaformaður, Telma B. Birkisdóttir gjaldkeri og Óskar Þórðarson meðstjórnandi. Forföll boðaði Arnheiður.

Frá aðildarfélögum UÍF mættu;

Gólfklúbbur Fjallabyggðar: Rósa Jónsdóttir

Skotfélag Ólafsfjarðar: Rögnvaldur K.

Hestamannafélagið Glæsir: Dagbjört Ísfeld Guðmundsdóttir

Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar: María Jóhannesdóttir

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg: Anna María Björnsdóttir

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar: Þorsteinn Sigursveinsson og Þorvaldur Guðbjörnsson

Skíðafélag Ólafsfjarðar: Kristján Hauksson og Daniel Víkingsson

Snerpa: Helga Hermannsdóttir og Unnur Guðrún Rögnvaldsdóttir

Glói; Patrekur Þórarinsson

Hestamannafélagið Gnýfari: Þorvaldur Hreinsson

 

Fundargerð

Dagskrá;

Þórarinn bauð fundarmenn velkomna og sagði frá dagskrá fundarins.  Hann kynnti einnig stjórnarmenn UÍF. Þórarinn sagði frá starfi stjórnar. Verkefnin hafa verið hefðbundin og hafa snúið að skiptingu bæjarstyrks svo og afgreiðsla erinda og umsókna í Verkefnasjóð. Umsóknir hafa aukist og er það ánægjulegt.

Þórarinn fór yfir málefni Hóls, sagði hannfrá fyrirspurn sem barst um möguleg kaupa á Hóli.  Var henni svarað í samræmi við ákvörðun ársþings um að UÍF hefði ekki í hyggju að selja Hól. Ákveðið hefur verið að skoða nýtingu Hóls og leggja fyrir næsta formannafund um hvort að það borgi sig að eiga Hól áfram eða selja. Ákvörðun mun síðan verða lögð fyrir á ársþingi. Afnotasamningur við sveitarfélagið hefur ekki verið endurnýjaður af hálfu sveitarfélagsins. KF hafði afnot af Hóli í sumar og greiddi sveitarfélagið fyrir þau afnot. Nokkrar framkvæmdir eru fyrirliggjandi að Hóli s.s. frárennsli og milligangur. Fráveituframkvæmdir hefjast næsta vor þegar lán hefur verið greitt upp.

Reglur um húsaleigustyrk Fjallabyggðar hafa verið í endurskoðun hjá fræðslu-og frístundanefnd og var óskað eftir umsögn UÍF. UÍF taldi ástæðu til að gera athugsemdir við drögin.  Erindi UÍF til fræðslu- og frístundanefndar um aukaferðir í frístundaakstri var vel tekið og var tveimur ferðum bætt við til reynslu fram að áramótum. Því miður hafa aukaferðirnar ekki verið vel nýttar og fyrirliggjandi að þeim verður ekki áfram haldið.

Þórarinn sagði frá bæklingum frá UMFÍ til barna af erlendum uppruna. Bæklingarnir eru á nokkrum tungumálum og mun verða dreift til nemenda GF. Vonast er til að börnum af erlendum uppruna fjölgi á æfingum aðildarfélaga.

Þórarinn sagði frá sambandsráðsfundi UMFÍ sem hann sat og fundi ÍSÍ.  Þórarinn situr í stýrihópi um heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð og sagði hann frá starfi hópsins og lýðheilsuvísum en margt áhugavert má lesa úr þeim. Nánar má fræpast um lýðheilsuvísa á heimasíðu Landlæknisembættisins.  Stýrihópurinn fékk styrki og var keyptur ærslabelgur sem settur var upp á Siglufirði og bekkjum sem settir hafa verið niður á gönguleiðum.

Þórarinn sagði frá frétta- og fræðslusíðu UÍF á facebook. Síðan hefur vakið athygli víða og er gagnsemi hennar mikil. Á síðunni er sagt frá starfi aðildarfélaga og árangri.

Vinna er hafin við gerð nýrrar íþróttastefnu sem skal gilda frá árinu 2019 til 2030. Íþróttastefna er sameiginleg stefna þeirra aðila sem bera ábyrgð á málaflokknum, sem eru ríkið, sveitarfélögin og íþróttahreyfingin. Umsagnir hafa verið að berast og sitt sýnist hverjum. Markmiðin eru háleit en ekki tilgreint hvernig eigi að fjármagna þau. UMFÍ hefur sett upp samráðsgátt og þar er hægt að senda inn athugsemdir. Kröfur eru að aukast á íþróttafélög og leggur UMFÍ áherslu á að fjármagn þurfi að koma á  móti enda um mörg og oft smá félög að ræða. Sveitarfélögin eru ábyrgðaraðilar í sex af átta flokkum stefnunnar. Hvatt er til aukins stuðnings sveitarfélaga.  Ný íþróttastefna verður lögð fram eftir áramótin.

Þórarinn bað formenn um að kynna sig og segju frá starfi félags. Fulltrúar aðildarfélaganna kynntu sig og sögðu frá starfsemi hvers félags. Almennt er mikil gróska hjá félögunum og metnaðarfull starfsemi.

Skýrsla um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþróttastarfi; Óskar fór yfir skýrsluna. Skýrslan verður send aðildarfélögum ásamt glærum. Starfshópurinn sem vann að skýrslunni skoðaði verkferla sem máli skipta. Flokkar tillagna voru t.a.m. almennar tillögur en þar undir fellur m.a að vinna markvist að jafnréttismálum. Í  tillögum sem lúta að íþróttahreyfingunni er lagt til að  ÍSÍ og UMFÍ samræmi fræðsluefni er lúti að kynferðislegu áreiti og ofbeldishegðun og að tryggja að til staðar séu siðareglur og viðbragðsáæltnir auk verkferla. Einnig að standa fyrir vitundarvaknigu á samfélagsmiðlum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, vinna að gerð rafræns námsefnis og  að kanna meðmæli og óska eftir umsögn frá fyrri vinnuveitendum við ráðningar starfsfólks og þjálfara.  Í tillögum er lúta að ráðuneytinu er lagt til að tryggja að íþrótta-og æskulýðshreyfingin hafi aðgang að fagráði eineltismála grunn-og framhaldsskóla sem staðsett er í Menntamálastofnun eða að sambærileg lausn verði fundin hið fyrsta.  Loks er mikilvægt er að tryggja fjármagn til íþróttahreyfingarinnar.

Persónuverndarlög; Brynja fór stuttlega yfir efni nýrra laga. ÍSÍ mun útbúa eyðublöð og vera með fræðslu fyrir aðildarfélög á nýjum lögum.

Endurskoðun á reglum um Verkefnasjóð; Stjórn UÍF mun hefja vinnu við að endurskoða reglurnar sem verða síðan lögð fyrir ársþing.

Íþróttamaður Fjallabyggðar: athöfnin verður haldinn í Tjarnarborg og verður vegleg. Aðildarfélög voru hvött til að tilnefna oog fjölmenna á athöfnina. Einnig að láta iðkendur vita af athöfninni.

Skýrsluskil til UÍF og ÍSÍ; mikilvægt er að félögin uppfæri Felix og þegar kemur að skýrsluskilum er ekki mikil vinna eftir.  Stjórn UÍF mun vera með námskeið í Felix fyrir  nýja stjórnarmenn aðildarfélaga. Samkvæmt reglum UÍF þarf bókhald barna-og unglingastarfs að vera aðskilið frá annarri starfsemi félags. Er mikilvægt að svo sé til að félag geti átt rétt á styrk Fjallabyggðar til aðildarfélaga.

100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar; stjórn UÍF hefur í hyggju að vera með sýningu í Ráðhúsinu á starfsemi íþróttafélaga Siglufjarðar sl. 100 ár. Félögin voru hvött til að vera með og koma með muni, myndir og annað sem segir sögu félags.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:29.

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur