Fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga þann 12. mars 2019 kl. 18 að Hóli.

Mættir úr stjórn UÍF: Þórarinn Hannesson formaður,  Anna Þórisdóttir varaformaður, Telma B. Birkisdóttir gjaldkeri, Arnheiður Jónsdóttir ritari og Óskar Þórðarson meðstjórnandi.  Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir ritaði fundargerð.

Frá aðildarfélögum UÍF mættu;

Skotfélag Ólafsfjarðar: G. Árni Kristinsson

Hestamannafélagið Glæsir: Dagbjört Ísfeld Guðmundsdóttir og Stefán Stefánsson

Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar: María Jóhannesdóttir

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg: Anna María Björnsdóttir og Jón Garðar Steingrímsson

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar: Þorsteinn Sigursveinsson og Þorvaldur Guðbjörnsson

Skíðafélag Ólafsfjarðar: Kristján Hauksson

Snerpa: Helga Hermannsdóttir og Þórey Guðjónsdóttir

Glói; Guðrún Linda Rafnsdóttir

Hestamannafélagið Gnýfari: Þorvaldur Hreinsson

Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar: Hilmar Símonarson

 

Fundargerð

Dagskrá;

 1. Þórarinn bauð fundarmenn velkomna og sagði frá dagskrá fundarins. Þórarinn sagði frá starfi stjórnar. Verkefnin hafa verið hefðbundin og hafa snúið að skiptingu bæjarstyrks, samskiptum við sveitarfélagið, úthlutun lottó og vali á íþróttamanni Fjallabyggðar í samstarfi við Kiwanis, svo og afgreiðsla erinda og umsókna í Verkefnasjóð. Umsóknum hefur fjölgað og er það ánægjulegt. Stjórn hefur unnið í að endurskoða reglur um Verkefnasjóð með það fyrir augum að laga efni þeirra betur að þörfum aðildarfélaga. Loks hefur stjórn miðlað upplýsingum frá m.a. ÍSÍ og UMFÍ til aðildarfélaga. Sveitarfélagið hefur lofað að hækka framlag til UÍF og hækkar þá framlögum til aðildarfélaga.
 2. Hóll: Þórarinn fór yfir málefni Hóls. Fyrirspurnir hafa borist um kaup á Hóli. Á ársþingi fyrir tveimur árum var síðast ákveðið að hafna slíku kauptilboði. Á síðasta formannafundi var ákveðið að skoða betur nýtingu Hóls. Félögin hafa nýtt Hól minna en verið hefur en hafa þó notað Hól til fundarhalda. KF hefur notað Hól á sumrin vegna leikjanámskeiðs og svo hefur Hóll verið leigður út. Núna eru tekjur af Hóli umfram kostnað um 800.000 kr. Lán sem hvíldi á Hóli og tekið var til lagningar hitaveitu og uppsetningar brunakerfis var greitt upp fyrir áramót. Eru þá engin áhvílandi veð á Hóli. Skemman við Hól hefur verið leigð til The Empire fram á sumar. Bókanir á Hóli eru góðar í sumar en aukin eftirspurn ef eftir útleigu á Hóli enda ekkert annað húsnæði í Fjallabyggð sem býður upp á sömu gistimöguleika og Hóll.
 3. Felix; Þórarinn benti á að skýrsluskil eru fyrir 15. apríl nk. Aðildarfélögum mun verða veitt aðstoð við að fylla inn í kerfið þannig að það gangi betur fyrir sig. Óskar muni segja frá því nánar. ÍSÍ gerir kröfu um aðskilið bókhald milli barna- og unglingastarfs og fullorðinstarfs. Stjórn mun ganga eftir því að það sé gert.
 4. Persónuverndarlög; Brynja fór stuttlega yfir efni nýrra laga. ÍSÍ mun útbúa eyðublöð og vera með fræðslu fyrir aðildarfélög á nýjum lögum.
 5. Skýrsluskil til UÍF; Óskar fór yfir skýrsluskil til UÍF. Skila þarf fundargerð síðasta aðalfundar, ársreikning árið á undan, rafrænni æfingadagbók (exel forrit) þar sem fram kemur hversu oft iðkandi æfir í viku, reikniforriti frá UÍF og skráningarblaði. Þessi skil eru notuð við útdeilingu bæjarstyrks og lottó. Grunnvinnan þarf að vinna vel og er það mikilvægt. Skilin núna taka til ársins 2018. Stjórn mun halda fund með þeim  aðildarfélögum sem vilja og aðstoða við skýrsluskil. Áréttað var að bæjarstyrkurinn er aðeins vegna barna- og unglingastarfs svo og starfs fatlaðra og aldraðra.
 6. Endurskoðun á reglum um Verkefnasjóð; Þórarinn sagði frá að stjórn UÍF hafi hafið vinnu við að endurskoða reglurnar sem verða síðan lagðar fyrir ársþing.
 7. Óskar fór yfir skýrsluskil til UÍF og ÍSÍ; lagði hann áherslu á að mikilvægi þess að félögin uppfæri Felix reglulega og þegar komi að skýrsluskilum sé ekki mikil vinna eftir. Stjórn UÍF mun vera með námskeið í Felix og skýrsluskilum til UÍF fyrir  nýja stjórnarmenn aðildarfélaga. Samkvæmt reglum UÍF og ÍSÍ þarf bókhald barna-og unglingastarfs að vera aðskilið frá annarri starfsemi félags. Er mikilvægt að svo sé til að félag geti átt rétt á styrk Fjallabyggðar til aðildarfélaga.
 8. Önnur mál; Þórarinn tilkynnti að hann hefði ekki í hyggju að bjóða sig fram til formanskjörs á næsta ársþingi. Bendi hann á að formenn hefðu komið frá Siglufirði og hvort ekki mætti finna formannsefni frá Ólafsfirði.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:10.

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur