Fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga þann 21. nóvember 2019 kl. 18 að á Sigló hótel.

Mættir úr stjórn UÍF: Jónína Björnsdóttir formaður,  Anna Þórisdóttir varaformaður, Eva Björk Ómarsdóttir gjaldkeri, Arnheiður Jónsdóttir ritari og Óskar Þórðarson meðstjórnandi.  Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir ritaði fundargerð.

Frá aðildarfélögum UÍF mættu;

Skotfélag Ólafsfjarðar: Rögnvaldur Jónsson og Andri Viðar Víglundsson.

Hestamannafélagið Glæsir: Dagbjört Ísfeld Guðmundsdóttir.

Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar: María Jóhannesdóttir.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar: Þorsteinn Sigursveinsson og Magnús Þorgeirsson.

Skíðafélag Ólafsfjarðar: Kristján Hauksson

Glói; Þórarinn Hannesson og Telma Björk Birkisdóttir

Hestamannafélagið Gnýfari: Þorvaldur Hreinsson

Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar: María Petra Björnsdóttir

Golfklúbbur Fjallabyggðar; Rósa Jónsdóttir.

Golfklúbbur Siglufjarðar: Hanna Björnsdóttir og Hulda Magnúsdóttir.

 

Fundargerð

Dagskrá;

  1. Jónína bauð fundarmenn velkomna og sagði frá dagskrá fundarins og starfi stjórnar. Verkefnin hafa verið hefðbundin og hafa snúið að skiptingu bæjarstyrks, samskiptum við sveitarfélagið, úthlutun lottó og vali á íþróttamanni Fjallabyggðar í samstarfi við Kiwanis, svo og afgreiðsla erinda og umsókna í Verkefnasjóð. Umsóknum hefur fjölgað og er það ánægjulegt.

 

  1. Sýnum karakter: Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri UMSB kynnti „Hvernig gerum við gott félag betra ?“ UMSB hefur gert samning við sveitarfélögin á svæðinu að að þau fjármagni tvo stöðugildi hjá UMSB á móti tók UMSB að sér verkefni sveitarfélaganna s.s.  að sjá um allar félagsmiðstöðvar í sveitarfélaginu svo og allt tómstundastarf fyrir 1-4. bekk auk vinnuskóla og sumarnámskeið á sumrin.  UMSB tengist þá félögunum betur heldur en ef sveitarfélagið væri að stýra þessu.

„Sýnum karakter“ er verkefni sem UMFÍ og ÍSÍ halda úti. Nokkur félög eru farin að nota verkefnið. Sigurði fannst vanta leiðarvísi um hvernig ætti að innleiða þetta verkefni hjá félögum. Leið UMSB er að gefa góða raun, hún er að virka.  Verkefnið er heimasíðan synumkarakter.is, þ.e. verkfærakista með fullt af flott efni. Félögin þurfa því ekki að finna upp hjólið. Þarna eru fyrirlestrar og greinar. Markmiðið er m.a. að þjálfa sálræna og félagslega færni hjá börnum í íþróttum. Þjálfari ætlar t.d. að vinna í sjálfstrausti í september og þá fer hann inn á heimasíðuna og smelli á sjálfstraust og finnur þar verkefni um sjálfstraust.  Þar eru svör við hvernig við eflum sjálfstraust iðkenda.  Hagsmunaaðilar eru alltaf iðkendur og að  þeir verða betri einstaklingar úti í samfélaginu.  Sigurður ákvað að áfangaskipta verkefninu. Kynnti það fyrir stjórn UMSB og í kjölfarið fyrir formönnum félaganna. Næsta skref var að kynna þetta í samfélaginu öllu og síðan hjá þjálfurum. Hann hélt fræðslukvöld í sveitarfélaginu og innleiddi verkefnið inní samfélagið. Samfélagið og sveitarfélagið eru með í verkefninu. Einnig var haldið kvöld með þjálfurum, allir þjálfarar vildu halda áfram með verkefnið og voru línur markaðar. Allir ákváðu að vinna í sömu átt. Skilaboð til iðkenda eru því þau sömu óháð hvaða íþróttir þeir stunda.  Farið var yfir verkefni þjálfara s.s að taka vel á móti öllum krökkum en tilgangurinn er að allir iðkendur fái að njóta sín. Kynna sig og kynnast hópnum. Sýna öllum athygli óháð getu. Tala við alla iðkendur í lok æfingar. Allir upplifi að þjálfarinn hafi talað við þá eftir æfingu og að hann kveðji alla Sigurður er með facebook hóp þar sem allir þjálfara eru inn og hann býr til efni sem hann sendir inn á hópinn. Áskorunin er að fá þjálfara til að gera þetta meðvitað  en það er langhlaup. Einnig hélt Sigurður starfsdag þjálfara, á sama degi og starfsdagur var í skóla en þá var frí á öllum æfingum frá kl. 16:00-19:00. Þar kynnti hann verkefnið betur fyrir þjálfurum og fór enn þá dýpra í það. Fór yfir gildi UMSB og að þeir myndu vinna eftir þessum gildum. Farið var yfir hvernig æfingar eigi að vera uppbyggðar, t.d. ekki láta krakka standa í röð, þau eiga að fá sem mest út úr æfingunni og þá er best að skipuleggja æfinguna vel. Einnig að láta krakkana setja skóna upp í hillu og ganga frá skólatöskunum.  Umgengni batnar eftir því sem krakkarnir eru minntir á þetta oftar.  Hann sendi t.d. þjálfurum að í september yrði unnið með áhuga. Þá er lagt upp með að þjálfari skuli mæta 10 mínútum fyrir æfingu. Allir iðkendur eru á ábyrgð þjálfara.  Sigurður tekur upp punkta af heimasíðunni og setur niður í punkta og sendir á facebook hóp þjálfara. Ávallt er minnt á að  allir iðkendur eru mikilvægir í hópnum og að passað skuli vel upp á nýja iðkendur. Öllum á að líða vel á æfingu.  Ekki alltaf bara að sinna þessum bestu heldur líka hinum. Skipta t.d. fyrirliðabandinu á milli krakkanna.  Tala af áhuga við iðkendur, brjóta upp æfinguna t.d. gera bingó og setja inn eins og  planka í 1  mín., reima skóna sína 5 sinnum o.fl.. Í október og nóvember er verið að vinna með félagsfærni. Ekki alltaf verið að velja bestu leikmennina heldur er oft miðað við hópinn. Viðhorf skiptir öllum máli, ef þjálfara eru með gott viðhorf þá smitar það, það verður sprenging í þjálfun.  Leggja áherslu á að iðkandi sýni jákvæða hegðun og hugarfar, og að þjálfarar veiti góðri hegðun og framkomu eftirtekt og umbun. Hrósa öllum. Iðkendur eiga að umgangast aðra af virðingu s.s. dómara, húsverði, starfsmenn íþróttahúsa. Gera iðkendum kleift að kynnast utan vallar t.d. fara saman í sund, pizzakvöld o.fl..

Keppnisfyrirkomulag, hvernig getur það mótað eða eyðilagt karakter ?  Mikilvægt að huga að því hvernig keppnin er sett upp. Unglingalandsót UMFÍ er sniðugt mót til að láta krakka taka þátt og þá keppa í öðru en því sem þau eru góð í.  Ávinningur verkefnisins er að allir eru að vinna að sömu markmiðum.  Sigurður mun næst snúa að sér að meiri samvinnu við foreldra, auka upplýsingar til foreldra og vera með meiri sýnileika í íþróttahúsinu.   Góðan bækling „Framtíðin“, má finna á heimasíðu UMSK.is og  er hann þar undir fræðslu og upplýsingaveita.

 

  1. Breytingar á frístundastyrk; Óskar fór yfir tillögu bæjaryfirvalda að hætta að úthluta frístundastyrkjum, þ.e. styrkjum sem aðildarfélög hafa sótt um við gerð fjárhagsáætlunar, og setja úthlutunina í hendur UÍF.  Þessir styrkir sveitarfélagsins hafa verið um 1.200.000 kr. á ári og fengi UÍF þá upphæð til úthlutunar.  Sveitarfélagið er tilbúið að halda þessari upphæð út kjörtímabilið og verður hún því alls 3.600.000 kr.  Engar kvaðir fylgja þessari upphæð frá sveitarfélaginu.  Nokkrar umræður urðu um tillögu sveitarfélagsins. Fundarmenn er jákvæðir fyrir því að peningarnir renni til UÍF og að stjórn UÍF myndi setja reglur um umsóknir og úthlutun.  Drög stjórnar UÍF að úthlutunarreglum yrðu lagðar fyrir næsta formannafund.

 

  1. Íþróttamaður Fjallabyggðar; Eva hvatti félögin til að senda inn tilnefningar og að hvetja iðkendur til að mæta á viðburðinn.

 

  1. Innheimta iðkendagjalda hjá sérsamböndum;  Óskar rakti að sum sérsambönd, sbr. LH, SKÍ ofl. eru að rukka félögin um iðkendagjöld á grundvelli félagatals.  Verið að rukka fyrir iðkendur sem eru inn í Felix. Því  brýndi Óskar fyrir félögunum að taka regluleg til í Felix þannig að iðkendafjöldinn sé ávallt réttur.

 

  1. Önnur mál;  rætt um að mikill kostur væri að hafa starfsmann í einhverju starfshlutfalli hjá UÍF.  Sveitarfélagið hefur rætt að koma fleiri verkefnum yfir til UÍF og þá myndu fylgja því fé.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:45.

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur