Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar var haldið kl. 18, fimmtudaginn 4. júní 2020 í Tjarnarborg, Ólafsfirði.

Dagskráin þingsins er eftirfarandi, sbr. 13. gr. laga UÍF:

 1. Formaður UÍF setur þingið.
 2. Kosning þingforseta og þingritara.
 3. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar.
 4. Álit kjörbréfanefndar.
 5. Lögð fram árskýrsla stjórnar svo og skoðaðir reikningar seinasta árs.
 6. Umræður um ársskýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
 7. Ávörp gesta.
 8. Kosning þingnefnda: kjörnefnd (3)
 9. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
 10. Tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar lagðar fram og vísað til nefnda.
 11. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.
 12. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.
 13. Álit kjörnefndar
 14. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein. Skal formaður kosinn sér, en hina í einu lagi. Stjórnin skiptir með sér verkum, í þau störf er um getur í 16. grein.
 15. Kosning skoðunarmanna, (tveir aðalmenn og tveir varamenn).
 16. Önnur mál.
 17. Þingslit.

 

Þingögn samanstóðu af  ársreikningi UÍF og fjárhagsáætlun svo og tillögu stjórnar að breytingum á reglum um Verkefnasjóð auk ársreikninga frá aðildarfélögum UÍF.

Fundargerð

 1. Formaður UÍF, Jónína Björnsdóttir setti þingið; og bauð alla velkomna á ársþing UÍF. Hún bauð Inga Þór fræðslustjóra ÍSÍ og Hauk Valtýsson formann UMFÍ sérstaklega velkomna.

 

 1. Kosning þingforseta og þingritara.

Stungið var upp Guðnýju Helgadóttur sem þingforseta og Brynju Ingunni Hafsteinsdóttur sem þingrita.  Það var samþykkt einróma.

Þingforseti tók þá til máls, þakkaði traustið og bauð gesti velkomna.

 

 1. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar.

Stungið var upp á Helgu Hermannsdóttir formanni Snerpu og að með henni í nefndinni yrðu Rósa Jónsdóttir formaður GFB og  Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson formaður KF.

Það var samþykkt einróma.

 

 1. Álit kjörbréfanefndar.

Þá kynnti Rósar Jónsdóttir formaður kjörbréfanefndar álit nefndarinnar.

Af 40 skráðum fulltrúum samkvæmt kjörbréfum voru 29 mættir.  Kjörbréfnefndin sá ekkert athugavert við kjörbréfin og telur þau gild.  Var það samþykkt.

 

 1. Lögð fram ársskýrsla stjórnar og skoðaðir reikningar síðasta árs.

Óskar meðstjórnandi í stjórn UÍF flutti skýrslu stjórnar.  Hann fór yfir hverjir sætu í stjórn UÍF og helstu störf og verkefni hennar. Starfsemin hafi snúið að hefðbundnum og lögbundnum hlutverkum sambandsins s.s.  að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar út á við, eiga samskipti við ÍSÍ, UMFÍ og sveitarfélagið og deila út fjármunum frá þessum aðilum til aðildarfélaganna eftir þeim reglum sem íþróttahreyfingin hefur sett sér. Aðildarfélögum var veitt aðstoð við að yfirfara lög sín,  stjórn UÍF veitti umsagnir varðandi ýmis íþrótta tengd málefni auk þess að standa fyrir viðburðum til að kynna íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka almenna hreyfingu íbúa. Auk þess hafi UÍF staðið að vali á íþróttamanni ársins í góðu samstarfi við Kiwanisklúbbinn Skjöld.

Nýtingin á Hóli hafi verið með besta móti. Mikið hafi verið um útleigu, s.s. útivistarhópar, ættarmót veislur og fleira, síðan hafi aðildarfélögin nýtt Hól vel. Þá hafi KF leigt golfskálann. Vegna Covid hafi nokkuð verið um tilfærslur bókana og hafi litið út fyrir samdrátt í gistingu en það hafi ekki orðið raunin.

Árið 2018 hafi verið gerðar breytingar á reglum um úthlutun bæjarstyrks og lottó. Bæjarstyrkurinn hafi hækkað í fyrsta skipti í langan tíma eða úr 6.500.000 kr. í 8.500.000 kr. núna í ár. Markmið bæjarins er að hækka hann einnig árið 2021. Þessar hækkanir hafi komið félögunum vel. Lottó hafi einnig hækkað og því hvatti hann alla til að spila í lottó Nokkuð hafi verið af umsóknum í Verkefnasjóð og félögin hvött til að nýta hann áfram. Sveitarfélagið hafi  óskað eftir að Frístundastyrkur sem sveitafélagið hafi veitt, yrði í höndum UÍF. Á þinginu verða lögð fram drög að reglum um frístundastyrk.

Frétta og fræðslusíða UÍF fór í loftið í lok árs 2016 og hefur Þórarinn Hannesson umsjón með henni. Hefur hann verið duglegur að setja fréttir á síðuna og eru félögin hvött til að senda honum fréttir af íþróttalífinu svo og að deila fréttum af síðunni. Líkt og undanfarin ár stóð UÍF í samstarfi við Kiwanis fyrir vali á Íþróttamanni Fjallabyggðar, auk þess að verðlauna besta íþróttafólk sveitarfélagsins í einstökum greinum. Athöfnin fór fram í Tjarnarborg og var hin glæsilegasta. Er nefndinni sem sá um athöfnina færðar bestu þakkir.  Grétar Áki Bergsson knattspyrnumaður var valin íþróttamaður ársins og var honum óskað til hamingju. Vetrarleikar voru haldnir að venju og er sérstök síða á facebook um viðburðinn og þar er hægt að skoða dagskránna og myndir. Einnig hefur mikið verið rætt um að halda sumarleika og óskandi að af þeim verði.

Formannafundir voru að venju tveir, að vori og hausti. Þessir fundir eru mikilvægir til að stjórn haldi góðu sambandi við félögin milli þinga. Þessir fundir hafa verið nýttir til að ræða ákveðin mál og er mikilvægt að aðildarfélögin komi á framfæri því sem þeim liggur á hjarta.

Stjórn UÍF fundar amk. einu sinni í mánuði og oftar ef þörf þykir. Stjórnarmenn sækja einnig fundi utan héraðs. UÍF hefur verðlaunað nemendur sem hafa náð góðum námsárangri í íþróttum og útivist í GF og MTR. Hafa nokkrir nemendur verið verðlaunaðir nú þegar.  Draumur UÍF hefur verið að vera með starfsmann í hlutastarfi til að vinna að málefnum íþróttahreyfingarinnar, gera þau markvissari og aðstoða íþróttafélögin í ýmsum málefnum. Stjórn UÍF telur að stefna eigi á að gera þennan draum að veruleika, það myndi hjálpa íþróttahreyfingunni allri og létta starf sjálfboðaliða. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar er mjög blómleg í Fjallabyggð, árangur er góður í mörgum greinum og iðkendur skipta hundruðum. Þetta væri ekki hægt án fórnfúss starfs fjölda fólks og þakkaði Þórarinn fyrir hönd stjórnar UÍF öllum sem lagt hafa hönd á plóginn fyrir fórnfúst starf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

 

Óskar og Eva gjaldkeri UÍF gerðu jafnframt grein fyrir ársreikningi UÍF.

Rekstrartekjur UÍF voru:  30.291.787 kr.

Rekstrargjöld voru:   28.738.396 kr.

Hagnaður ársins var: 1.553.391 kr.

Varanlegir rekstrarfjármunir voru:  34.559.490 kr.

Veltufjármunir voru:  47.115.407 kr.

Eigið fé var:  46.139.149 kr.

Skammtímaskuldir voru: 976.258 kr.

 

 1. Umræður um ársskýrslu og reikninga fóru fram og voru svo lagðir fram til samþykktar.

Forseti gaf orðið laust um reikninga og skýrslu UÍF.   Enginn tók til máls. Guðný þakkaði fyrir góða skýrslu og ársreikninga.

Ársreikningur UÍF lagður fram til samþykktar.  Var hann samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

 

 1. Ávörp gesta.

Ingi Þór Ágústsson fulltrúi ÍSÍ þakkaði fyrir gott þing. Hann flutti kveðja frá forseta ÍSÍ og framkvæmdastóra svo og starfsfólki. Hann taldi gott að rekstur UÍF skilaði arði en það eigi því miður ekki við um mörg héraðssambönd. Því miður er staðan hjá flestum sú að styrktaraðilar eru að draga saman seglin, m.a. hjá ÍSÍ. Á næsta ári séu mörg stór mót fyrirliggjandi en rannsóknir hafi sýnt að brottfall iðkenda muni eiga sér stað og þurfi því að halda vel utan um hópinn. Sérstaklega hafi reynt á þetta í Covid,og hafi félög þurft að finna leiðir til að halda í hopinn. Best hafi reynst að nálgast iðkendur á þeirra vettvangi og hugsa hlutina upp á nýtt.

Haukur Valtýsson formaður UMFÍ ávarpaði þingið og færði þinginu bestu óskir frá stjórn og starfsfólki þjónustumiðstöðvar UMFÍ.  Kvað hann margt vera öðruvísi í íþróttalífinu og þjóðlífinu vegna Covid en mikil vinna hafi farið í að uppfæra heimasíðu UMFÍ og svara spurningum félaga vegna þess. Sambandsaðilar hafa mikið fundir fyrir Covid og því hafi þurft að styðja vel við barna og unglingastarf félaganna. Stjórn UMFÍ hafi ákveðið að fresta Landsmóti 50+ svo og íþróttaveislunni sem hafi átti að vera í Kópavogi auk fleiri viðburða. Hreyfivika UMFÍ hafi gengið vel en þar sé fólk hvatt til að hreyfa sig. Stefnt sé að Unglingalandsmóti á Selfossi um verslunarhelgina og verður það gert í samráði við sóttvarnarlækni. Þar sé vant fólk og hvatti hann alla til þátttöku. Unglingalandsmótið sé eitt stærsta forvarnarverkefni sem sé starfandi á landinu. Hvatti hann börn og unglinga ásamt foreldrum til að taka þátt. Unglingalandsmót er framlag UMFÍ til að efla og bæta lýðheilsu í landinu. Börn ánetjast síður fíkniefnum eftir því sem þau eru lengur með foreldrum og sínum nánustu.

Um 460 félög séu innan UMFÍ og hafi þeim fjölgaði um tvö. Unnið sé að endurskoðun á útdeilingu lottófjármunum og þurfi landsbyggðin að koma að því líka.  Hann benti líka á íslenska getspá en arður hennar skilar sér líka til íþróttahreyfingarinnar. Aðrar veðmálasíður eins og Betson skili engum fjármunum til íþróttahreyfingunnar.

Haukur benti á heimasíðu UMFI sem er lifandi og hægt að fylgjast með starfsemi samtakanna m.a. um sjóði sem sækja má í.  Nú þarf að styðja við allt starf sem unnið er fyrir börn og unglinga. Hvatti UÍF til að styðja vel við sína yngstu iðkendur.

Hann þakkaði öllum sjálfboðaliðum sem bera uppi starf íþróttahreyfingarinnar.

 

 1. Kosning þingnefnda.

Forseti óskaði eftir tillögum um þrjá í kjörnefnd.  Lagt er til að Kristján Hauksson, Jón Garðar Steingrímsson og Jóhann Sigurbjörnsson taki sér nefndarstörf og var það samþykkt samhljóða.

 

 1. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

Óskar kynnti fjárhagsáætlunina og fór yfir hana lið fyrir lið. Tekjur verða alls 26.700.000 kr. og gjöld verða samtals 26.700.000 kr. Fjárhagsáætlunin var síðan samþykkt.  Styrkur Fjallabyggðar er 8.500.000 kr. árið 2020.

 

 1. Tillögur og önnur máls sem borist hafa til stjórnar.

Engar tillögur bárust til stjórnar.

 

 1. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.

Stjórn UÍF lagði fram drög að reglum um Frístundastyrk. Óskar fór yfir tillögurnar.  Var farið yfir hverja grein fyrir sig gerðar athugasemdir.   Reglurnar voru síðan samþykktar svohljóðandi.

 

Reglur um úthlutun Ungmenna-og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) á frístundastyrk Fjallabyggðar.

 

 1. gr.

Reglur þessar gilda um úthlutun styrks Fjallabyggðar til frístundamála, frístundastyrks. Heildarfjárhæð styrksins ræðst af framlagi Fjallabyggðar hverju sinni. Tilgangur reglna um frístundastyrk er að gera aðildarfélögum kleift að byggja upp, viðhalda og bæta öflugt íþróttastarf þeirra.

 

 1. gr.

Þau aðildarfélög UÍF sem mætt hafa á ársþing UÍF árið á undan og skilað starfsskýrslum til UÍF geta sótt um styrki.

 

 1. gr.

Umsóknir um Frístundastyrk þurfa að berast fyrir 15. janúar ár hvert. Styrkur vegna hvers verkefnis er að hámarki 350.000 kr og getur hvert félag sótt um styrk vegna þriggja verkefna.

 

Af heildarupphæð styrks renna 7% til umsýslu og reksturs UÍF.

 

 1. gr.

Umsóknum skal skilað á þar til gerðu eyðublaði. Í umsókn skulu aðildarfélög gera grein fyrir verkefnum sem sótt er um svo og áætluðum tekjum, kostnaði og fjármögnun að öðru leyti. Aðildarfélög sem hlotið hafa styrk ber að leggja fram gögn um kostnað áður en til greiðslu styrks kemur.

 

 1. gr.

Styrkhæf eru verkefni sem stuðla að lýðheilsu, barna-og unglingastarfi og afreksstarfi, svo og vegna kaupa á búnaði til íþróttaiðkunar. Einnig eru verkefni vegna íþróttaaðstöðu, annarra en fasteigna, sem aðildarfélög notast við styrkhæf.

 

 1. gr.

Frístundastyrkur tekur ekki til frítíma í íþróttahúsum, æfinga-og keppnisferða, fasteignagjalda, reksturs mannvirkja eða fastan kostnað félags.

 

 1. gr.

Verði allri styrkupphæðinni frá Fjallabyggð ekki úthlutað rennur fjárhæðin til úthlutunar árið eftir.   Úthlutunar verða birtar á árþingi UÍF.

 

 1. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.

Engin nefnd var að störfum nema kjörnefnd.

 

 1. Kosningar, álit kjörnefndar

Kosning formanns; Jónína Björnsdóttir bauð sig fram og komu engin mótframboð.  Var hún kosin einróma og telst rétt kjörinn formaður.

Kosning stjórnar: Kosið var um tvo aðalmenn og tvo til vara. Merkt var við allt að fjóra einstaklinga á kjörseðli. Þá voru greidd atkvæði og kjörnefnd tók til starfa.

 

 1. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein laga UÍF

Atkvæði í stjórn UÍF voru eftirfarandi:

Anna Þórisdóttir með 27 atkvæði.

Arnheiður Jónsdóttir með 26 atkvæði

Þórarinn Hannesson með 19 atkvæði

Jón Karl Ágústsson með 11 atkvæði

Kristján Hauksson með 11 atkvæði

Þorsteinn Sigursveinsson með 8 atkvæði

Dagbjört Ísfeld Guðmundsdóttir með 4 atkvæði

Jón Garðar Steingrímsson með 3 atkvæði

Sæmundur P. Jónsson með 2 atkvæði

 

Réttkjörnir aðalmenn eru því  Anna og Arnheiður. Varamenn eru Þórarinn og Jón Karl. Voru Jón og Kristján með jafnmörg atkvæði og var því varpað hlutkesti.

 

 1. Kosning skoðunarmanna.

Lögð er fram tillaga um Þórarinn Hannesson og Rósa Jónsdóttir  samþykkt samhljóða.

 

 1. Önnur mál

Óskar sagði frá verkefni nemanda við MTR sem fjallaði um brottfall iðkenda. Brottfall geti verið tvenns konar, jákvætt brottfall og neikvætt brottfall. Jákvætt brottfall sé þegar iðkandi hættir í einni íþróttagrein og byrjar í annarri. Neikvætt brottfall sé þegar iðkandi hættir og fer ekki að gera neitt annað.  Í Fjallabyggð stundi 80% unglinga skipulega íþróttir.  Sé það ánægjuleg niðurstaða.

Kristján Hauksson lagði til  að á næsta ársþingi myndu félögin segja frá starfsemi sinni. Hann sagði frá starfsemi SÓ í stuttu máli og að félagið myndi leggja sig fram við að halda iðkendum við efni.

Guðný þakkaði fyrir gott þing. Jónína þakkaði einnig fyrir gott þing og þakkaði fyrir góða mætingu og sleit þinginu.

Ársþingi UÍF var slitið kl. 20:45.

Þingfulltrúar:

Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar: María Jóhannsdóttir og Bjarni Árnason

Skíðafélag Ólafsfjarðar:  Kristján Hauksson, Gunnlaugur Ingi Haraldsson og Sunnar Eir Haraldsdóttir

Ungmennafélagið Glói:  Guðrún L. Rafnsdóttir

Íþróttafélagið Snerpa: Helga Hermannsdóttir og Þórey Guðjónsdóttir

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg:  Jón Garðar Steingrímsson, Sandra Finnsdóttir og Guðrún Sif Guðbrandsdóttir

Golfklúbbur Fjallabyggðar:  Rósa Jónsdóttir og Björg Traustadóttir

KF: Þorvaldur S. Guðbjörnsson, Júlía G. Paulsen, Þorsteinn Heiðar Gunnólfsson, Magnús Þorgeirsson, Kristján Helgason.

Hestamannafélagið Gnýfari: Þorvaldur Hreinsson

Blakfélag Fjallabyggðar: Dagný Finnsdóttir

Skotfélag Ólafsfjarðar: Rögnvaldur Jónsson, Óskar Gíslason og Andri V. Víglundsson.

Golfklúbbur Siglufjarðar: Jóhann Már Sigurbjörnsson og Jón Karl Ágústsson

Stjórn ÚÍF: Jónína Björnsdóttir, Óskar Þórðarson, Anna Þórisdóttir og Eva Björk Ómarsdóttir. Forföll boðaði Arnheiður Jónsdóttir.

Gestir: Ingi Þór frá ÍSÍ og Haukur Valtýsson UMFÍ. Guðný Helgadóttir.

Fundarritari fær heimild fundarins til að ganga frá fundargerð.

Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir (sign.)

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur