Fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga þann 28. desember 2020 kl. 18. Fundurinn var haldin með fjarfundabúnaði.

Úr stjórn UÍF mættu: Jónína Björnsdóttir formaður,  Anna Þórisdóttir varaformaður, Eva Björk Ómarsdóttir gjaldkeri, Arnheiður Jónsdóttir ritari og Óskar Þórðarson meðstjórnandi.  Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir ritaði fundargerð.

Frá aðildarfélögum UÍF mættu;

Skotfélag Ólafsfjarðar: Rögnvaldur Jónsson.

Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar: María Jóhannesdóttir.

Skíðafélag Ólafsfjarðar: Kristján Hauksson

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg; Jón Garðar Steingrímsson

Glói; Þórarinn Hannesson

Hestamannafélagið Gnýfari: Þorvaldur Hreinsson

Golfklúbbur Fjallabyggðar; Rósa Jónsdóttir.

Snerpa; Helga Hermannsdóttir

 

 

Fundargerð

Dagskrá;

  1. Jónína bauð fundarmenn velkomna á þennan fyrsta fund með formönnum sem haldinn væri með fjarfundabúnaði og fór yfir dagskrá fundarins.

 

  1. Hóll: Þórarinn Hannesson sagði frá tilboði Selvíkur ehf. um að taka Hól á leigu til fimm ára og hvernig unnið var með það. Stjórn UÍF hafði tekið jákvætt í boð Selvíkur en því miður náðust ekki samningar.  Engar beinar leigutekjur fyrir UÍF hefðu falist í leigusamningnum auk þess að farið hefði verið í umfangsmiklar breytingar á húsnæðinu og hefðu þær ekki nýst UÍF að leigutíma liðnum.  Stjórn UÍF hefur velt fyrir sér nýtingu á Hóli og kostnaði við nauðsynlegt viðhald til að halda verðgildi fasteignarinnar. Niðurstaða stjórnar var að tekjur stæðu ekki undir kostnaði og ákvað því að leggja til við formenn aðildarfélaga að Hóll yrði settur í söluferli. Nokkur umræða spannst á þessum fundi um tillögu stjórnar. Kom m.a. fram að viðhald fasteignarinnar myndi bara aukast og tekjur af útleigu kæmu ekki til með að standa undir þeim kostnaði.  Fundarmenn eru sammála um að hefja söluferli og ef af sölu verði þá færi afhending fram 1. september 2021 eða síðar.
  2. Skýrsluskil til UÍF vegna starfsemi aðildarfélaga á árinu 2020; Á árinu 2020 var starfsemi aðildarfélaga fordæmalaus vegna Covid-19. Þau félög sem stunda vetraríþróttir gátu lítið æft eða keppt meðan félögum þar sem áhersla er á sumarstarfsemi gekk mun betur að æfa og keppa. Óskar fór yfir reglur um bæjarstyrk og hvernig hann er reiknaður. Stjórn UÍF telur að mögulega verði að horfa til annarra sjónarmiða við úthlutun vegna Covid-19. Fundarmenn voru sammála um að reynt yrði að koma til móts við þau félög orðið hafa verst úti og finna sanngjarna leið. Var ákveðið að félögin myndu skila starfsskýrslum vegna ársins 2020 en starfsemi árið 2019 yrði leiðandi við úthlutun og að fundin verði sanngjörn niðurstaða byggð á starfsemi félaganna þessi tvö ár.  Stjórn UÍF var falið að útfæra nánar skýrsluskil fyrir 2020 og komast að niðurstöðu sem tryggði jafnræði.

 

  1. Endurskoðun á reglum um frístundastyrk; Óskar fór stuttlega yfir efni reglnanna og þau álitamál sem stjórn hafi staðið frammi fyrir við fyrstu úthlutun. Stjórn telur að skýra þurfi nánar efni reglnanna og útfærslu, t.a.m. hvort að hagnaður af verkefni hafi áhrif á úthlutun og hvort verkefni þurfi að skilja eitthvað eftir hjá félagi þ.e. einhverja „eign“, þar sem forsendur úthlutunar eru framlagðir reikningar. Formenn eru sammála um að of snemmt sé að skila umsóknum fyrir 15. janúar ár hvert og hefðu frekar vilja sjá 15. mars eða 15. maí. Nokkur umræða var um umsókn SÓ vegna Fjarðargöngunnar. Fundarmenn eru sammála um að endurskoða verði reglurnar. Ákveðið að óska eftir breytingartillögum frá aðildarfélögum og stofna í kjölfarið vinnuhóp þar sem í sætu fulltrúar aðildarfélaga og stjórnar UÍF. Vinnuhópurinn myndi kynna breytingatillögur fyrir aðildarfélögum og yrðu þær í kjölfarið lagðar fyrir ársþing.

 

  1. Sportabler;  Óskar sagði frá forritinu en það getur haldið utan um alla starfsemi félaga. Foreldrar iðkenda hlaða niður appi og geta fylgst með öllum upplýsingum varðandi æfingar og mót. KF hefur notað þetta forrit og fara allar upplýsingar frá félaginu til foreldra í gegnum það.  Fjallabyggð hefur einnig skoðað hvort það geti nýtt forritið fyrir frístundaávísanir barna- og unglinga.  Forritið hentar öllum félögum sem eru með skipulagðar æfingar.  Vangaveltur komu fram á fundinum um hvort einhver munur væri á þessu forriti og Nóra forritinu, en Nóri er gjaldfrjáls meðan Sportabler kostar um 100.000 kr. Fundarmenn sammála um að skynsamlegast væri að öll félög og sveitarfélagið væru með sama forritið.

 

  1. Önnur mál;  umræður urðu um Felix og þá hvort búið sé að leggja forritið niður eða ekki. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það.

 

 

Fleira var ekki gert og þakkaði formaður UÍF fyrir góðan fund. Fundi slitið kl. 19:40.

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur