Fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga þann 8. apríl 2021 kl. 18. Fundurinn var haldin með fjarfundabúnaði.

Úr stjórn UÍF mættu: Jónína Björnsdóttir formaður,  Anna Þórisdóttir varaformaður, Eva Björk Ómarsdóttir gjaldkeri, Arnheiður Jónsdóttir ritari og Óskar Þórðarson meðstjórnandi.  Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir ritaði fundargerð.

Frá aðildarfélögum UÍF mættu;

Skotfélag Ólafsfjarðar: Sverrir og Rögnvaldur Jónsson.

Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar: Hilmar Símonarson.

Skíðafélag Ólafsfjarðar: Kristján Hauksson

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg; Jón Garðar Steingrímsson

Glói; Þórarinn Hannesson

Hestamannafélagið Gnýfari: Þorvaldur Hreinsson

Golfklúbbur Fjallabyggðar; Rósa Jónsdóttir.

Snerpa; Helga Hermannsdóttir.

Golfklúbbur Siglufjarðar: Jóhann Már Sigurbjörnsson.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar: Þorvaldur Sveinn og Magnús.

 

 

Fundargerð

Dagskrá;

  1. Brynja bauð fundarmenn velkomna á þennan annan fund með formönnum sem haldinn væri með fjarfundabúnaði og fór yfir dagskrá fundarins.

 

  1. Skýrsluskil til UÍF og ÍSÍ (Felix) vegna starfsemi aðildarfélaga á árinu 2020; Óskar fór yfir þau gögn sem aðildarfélögum voru send vegna skýrsluskila til UÍF. Leiðbeindi hann um útfyllingu og reikningsforrit. Einnig áréttaði hann að um væri að ræða upplýsingar vegna ársins 2020. Loks sýndi hann hvernig skýrsluskil í Felix færu fram. Umræður urðu um framtíð Felix og samruna Nora/Sportabler. Stjórn UÍF hafði engar upplýsingar um hvort ÍSÍ myndi halda áfram notkun Felix eða ekki.

 

  1. Endurskoðun á reglum um frístundastyrk; Óskar fór yfir tillögur vinnuhóps um breytingu á ákvæðum reglnanna. Lagðar voru fram tillögur að breytingum á 3. gr., 4. gr. og 5. gr.  og var nokkur umræða um þær.  Í 3. gr. var lagt til að tímafresti umsókna yrði breytt úr 15. janúar í 31. janúar og var það samþykkt. Í 4. gr. var lagt til að aðildarfélög sem hlotið hefðu styrk yrðu að leggja fram gögn um útlagðan kostnað í síðasta lagi þann 30. desember. Var það samþykkt. Loks var lagt til í 5. gr. að styrkhæf verkefni væru líka viðburðir sem fælu í sér kostnað fyrir aðildarfélög en ekki þátttakendur. Félli þá t.a.m. Fjarðargangan undir styrkhæft verkefni. Var það samþykkt.  Samþykkt ákvæði eru svohljóðandi:

 

3.gr.

Umsóknir um Frístundastyrk þurfa að berast fyrir 31. janúar ár hvert. Styrkur vegna hvers verkefnis er að hámarki 350.000 kr. og getur hvert félag sótt um styrk vegna þriggja verkefna.

 

Af heildarupphæð styrks renna 7% til umsýslu og reksturs UÍF.

 

4.gr.

Umsóknum skal skilað á þar til gerðu eyðublaði. Í umsókn skulu aðildarfélög gera grein fyrir verkefnum sem sótt er um svo og áætluðum tekjum, kostnaði og fjármögnun að öðru leyti. Aðildarfélög sem hlotið hafa styrk ber að leggja fram gögn í síðasta lagi 30. desember um útlagðan kostnað áður en til greiðslu styrks kemur. Styrkur verður greiddur út í kjölfarið eða í síðasta lagi 31.desember.

 

  1. gr.

Styrkhæf eru verkefni og viðburðir, sem fela í sér kostnað fyrir aðildarfélag en ekki þátttakendur. Einnig   kaup á búnaði til íþróttaiðkunar sem nýtist félagi. Jafnframt eru verkefni vegna íþróttaaðstöðu, annarra en fasteigna, sem aðildarfélög notast við styrkhæf.

 

Samþykktar breytingar formannafundar á reglunum verða síðan lagðar fyrir ársþing.  Einnig var stjórn UÍF falið á fá upplýsingar um hvenær styrkurinn yrði greiddur af Fjallabyggð til UÍF og kanna hvort hægt væri að ákveða tiltekna dagsetningu til framtíðar um útgreiðslu.

 

  1. Önnur mál;  umræður urðu um þjónustusamninga Fjallabyggðar við aðildarfélög um rekstur svæða og mannvirkja í eigu sveitarfélagsins.  Ákveðið að aðildarfélög myndu senda tillögur til stjórnar um hvað mætti betur fara í þessum samningum, t.a.m. lengd þeirra, og stjórn mun í kjölfarið gera drög að ályktun sem lögð yrði fyrir ársþing til samþykkis.  Heimsíða Hóls og útleiga var einnig rædd, en vinnu við síðuna hefur verið frestað tímabundið þar sem fyrirhugað er að selja Hól.   Athugasemdir ÍSÍ, dags. 7. október 2019, við lög nokkurra aðildarfélaga voru einnig ræddar. Einhver aðildarfélög voru búin að fá athugasemdirnar og gera breytingar á lögum sínum.

 

 

Fleira var ekki gert og þakkað fyrir góðan fund. Fundi slitið kl. 19:20.

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur