Fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga UÍF þann 24. mars 2022, kl. 18, í Vallarhúsinu
Ólafsfirði.
Úr stjórn UÍF mættu: Jónína Björnsdóttir, formaður, Óskar Þórðarson, varaformaður, Anna Þórisdóttir
meðstjórnandi, Eva Björk Ómarsdóttir gjaldkeri og Jón Garðar Steingrímsson varamaður í stjórn.
Forföll boðuðu Arnheiður Jónsdóttir ritari og Þórarinn Hannesson, varamaður í stjórn. Brynja Ingunn
Hafsteinsdóttir ritaði fundargerð.
Frá aðildarfélögum UÍF mættu;
Skotfélag Ólafsfjarðar: Sverrir Júlíusson og Rögnvaldur Jónsson.
Glói; Guðrún Linda Rafnsdóttir og Patrekur Þórarinsson
Hestamannafélagið Gnýfari: Þorvaldur Hreinsson
Golfklúbbur Fjallabyggðar; Rósa Jónsdóttir.
Golfklúbbur Siglufjarðar: Jóhann Már Sigurbjörnsson
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar: Örn Elí Gunnlaugsson og Hákon Hilmarsson
TBS: María Jóhannsdóttir
Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar: Hilmar Símonarson
Hestamannafélagið Glæsir; Haraldur Marteinsson

Fundargerð

Dagskrá;
1. Jónína bauð fundarmenn velkomna og bauð öllum að þiggja veitingar. Gaf hún Óskari orðið
og fór hann yfir dagskráliði fundarins.
2. Umsóknir um Frístundastyrk: Óskar sagði frá tilurð Frístundastyrks. Sveitarfélagið hafi áður
úthlutað þessum styrk en síðan hafi hann verið settur í hendur UÍF til útdeilingar. Settar hafi
verið reglur um útdeilingu styrksins. Nú sé þriðja árið sem úthlutun Frístundastyrks fari fram.
Styrkhæfar umsóknir nema alls fjárhæð 3.155.186 kr. og til úthlutunar eru 1.143.900 kr.
Nokkur félög hafa óskað eftir styrk að fjárhæð 350.000 kr. og bað Óskar félögin um að kanna
hvort þau færu í öll þau verkefni sem sótt hafi verið um, og ef svo sé ekki, hvort þau vilji
afturkalla umsóknir sínar. Var óskað eftir að félögin létu vita hvort að þau teldu ástæðu til að
afturkalla.
3. Reglur um Frístundastyrk; Rætt var hvort að breyta ætti reglunum á næsta ársþingi. Nokkrar
umræður varð um hvort og þá hvaða efnisreglum ætti að breyta, eða hvort að úthluta ætti
styrktar fjárhæðinni með öðrum hætti, t.d. jafnt milli félaga eða samkvæmt öðrum viðmiðum.
Lagt var til að nota úthlutunarreglur bæjarstyrks þannig að ekki yrði tekið tillit til grunnstyrks
og jafnvel að miða ekki eingöngu við barna- og unglingastarf. Formenn munu kynna þetta
fyrir stjórn hvers aðildarfélag og upplýsa stjórn UÍF um afstöðu sína. Að fengnum tillögum
aðildarfélaga getur stjórn UÍF lagt fram tillögur að breytingum á reglum sjóðsins fyrir næsta
ársþing UÍF.
4. Heimasíða UÍF; Óskað hefur verið eftir að félögin sendi eftirfarandi upplýsingar á word skjali:
Merki félags, upplýsingar um stjórn, sögu félags, lög félags, slóð á heimasíðu félags eða
fréttasíðu. Nokkur aðildarfélög hafa nú þegar sent upplýsingar og voru þau félög sem ekki
hafa sent upplýsingar hvött til að gera það en stefnt er að því að opna heimasíðuna á ársþingi í
maí nk.

5. Ávöxtun fjármagns Hóls; Eva gjaldkeri sagt frá því að peningarnir væru ávaxtaðir inn á
lokuðum reikningi í 6 mánuði með hæstu mögulegum vöxtum. Eftir 6 mánuði losnar
upphæðin og hægt að binda aftur.
a. Óskar ræddi áfram hugmynd um starfsmann í tilteknu starfshlutfalli og óskað eftir afstöðu
formanna. Starfsmaðurinn myndi starfa fyrir stjórn og aðildarfélögin, þ.m.t. að afla styrkja eða
tekna, til UÍF og aðildarfélaga. Starfsmaðurinn gæti líka létt á félögunum og jafnvel yrðu t.d.
lottó tekjur notaðar að einhverju leyti upp í laun starfsmannsins. Fundarmenn ræddu
launakostnað starfsmanns svo og starfshlutfall. Engin ákvörðun tekin.
b. Önnur hugmynd varðandi fjármuni Hóls er að setja á laggirnar fjárfestingafélag sem ynni í
þágu UÍF og aðildarfélaga. Hluti árlegrar ávöxtunar rynni svo í félögin, en hinn hlutinn færi í
það að stækka höfuðstólinn. Þar með er aukaleg langtíma fjármögnun inn í félögin tryggð með
lágri áhættu. Jón Garðar mun útfæra þessa hugmynd nánar og kynna á ársþingi í maí.
c. Þriðja hugmyndin er að setja upp húsnæði sem hýsir t.d. salernisaðstöðu og búnaðargeymslu
fyrir þau félög og útivistarfólk sem nýta sér Hólssvæðið. Nokkrar umræður urðu um þessa
tillögu en allir voru sammála um að einhver aðstaða verði að vera á Hóli.
Hestamannafélagið Glæsir leggur til að Hóls peningarnir verði lagðir inn í barna- og
unglingastarf aðildarfélaganna og það eflt, t.a.m. með samræmingu búninga. Horfa megi til
annarra íþróttahéraða og fá ráðleggingar hjá einhverjum með þekkingu og reynslu. Þetta
myndi lækka útgjöld heimilanna.
SSS ræddi einnig að saga Hóls tengist tilteknum félögum á Siglufirði og það verði því að hafa
í huga að einhver aðstaða verði áfram á svæðinu. Hafa þurfi í huga að ávaxta fjármunina til
framtíðar en ekki að eyða peningunum öllum strax. Fjárfestingafélag myndi vera farsæl leið til
að tryggja að peningarnar myndu ekki klárast.
Ákveðið að félögin sendi hugmyndir um Hól fyrir miðjan apríl.
6. Önnur mál; Þorvaldur óskar eftir að lotto skiptingin verði send út á félögin. Gjaldkeri félags
þurfi að hafa skiptinguna við hendina.
Lagt til að stjórn UÍF athugi hvort að nýta megi starfskrafta Ríkeyjar, deildarstjóra fræðslu-og
frístundarmála, í auknu mæli, t.d. varðandi aðstöðusköpun, svo og að skoða fyrirkomulag
íþróttamála á Selfossi og hvort að nýta megi þekkingu þaðan. Allir fundarmenn sammála um að
auka ætti Frístund og horfa til Ísafjarðar í því sambandi.
Einnig var rætt um hvort að stjórn UÍF geti komið að frekari samvinnu aðildarfélaga, t.d. aðstoðað
þau við að starfa betur saman t.d. með sameiginlegu lógói. Jafnvel að skoða hvort að sveitarfélagið
geti aðstoðað félögin í auknu samstarfi og mögulega við sameiningu. Einstaka aðildarfélög eru
með slæma reynslu af samskiptum við sveitarfélagið en önnur hafa átt góð samskipti. Mikilvægt
talið að samskipti við sveitarfélagið séu farsæl. Umræða var um að frístundanefnd hefði ekki
staðið sig sem skyldi þegar kemur að aðildarfélögum. Nefndin hefur verið meira fræðslu sinnuð en
minna íþróttasinnuð.

Umræða var einnig um íþróttamann Fjallabyggðar og áhuga sveitarfélagsins af viðburðinum. Því
miður virðist sem bæjaryfirvöld hafi lítinn áhuga á viðburðinum og telja fundarmenn að gera
mætti þá kröfu til deildarstjóra eða annarra frá sveitarfélaginu til að mæta.
Rætt var um aðgengi fatlaðra að Vallarhúsinu, en því sé verulega ábótavant. Sveitarfélagið þurfi
að bæta úr því. Aðstaða til íþróttaiðkunar mætti líka vera betri t.d. eru bæði íþróttahúsin ekki í
nægjanlega góðu ástandi. Það hefur þurft að sleppa æfingum hjá aðildarfélögum vegna leka. Langt
sé síðan að sveitarfélagið hafi farið í stóra framkvæmd á íþróttamannvirkjum. Sveitarfélagið hefur
gert margt gott en það megi bæta verulega í. Framgangur íþróttahreyfingarinnar verði að vera
vænlegur til árangurs. Það verði einnig að sýna sanngirni í garð sveitarfélagsins þegar kemur að
skiptingu fjármagns sveitarfélagsins. Sum verkefni séu hreinlega brýnni en önnur. Gera megi þá
kröfu gagnvart sveitarfélaginu að sett sé niður skilgreind framtíðarsýn í íþróttamálum.
Umræða varð líka um misháar viðurkenningar fjárhæðir, t.a.m. sé viðurkenning sveitarfélagsins til
bæjarlistamanns 350.000 kr. meðan viðurkenning íþróttamanns Fjallabyggðar sé 100.000 kr. frá
UÍF.
7. Sportabler; Óskar fór yfir forritið og sýndi hvernig það virkar. Elías frá ÍSÍ mun koma síðar
og vera með fræðslu um skýrsluskil í Sportabler.
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 20:30.

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur