Fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga UÍF þann 24. nóvember 2022, kl. 18, í
Vallarhúsinu Ólafsfirði.
Úr stjórn UÍF mættu: Óskar Þórðarson, formaður, Anna Þórisdóttir meðstjórnandi, Eva Björk
Ómarsdóttir gjaldkeri, Kristján Hauksson meðstjórnandi og Arnheiður Jónsdóttir varaformaður.
Forföll boðaði Jón Garðar Steingrímsson varamaður í stjórn. Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir ritaði
fundargerð.
Frá aðildarfélögum UÍF mættu;
Hestamannafélagið Gnýfari: Þorvaldur Jónsson
Golfklúbbur Fjallabyggðar; Rósa Jónsdóttir
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar: Jón Árni Sigurðsson og Hákon Hilmarsson
Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar: Hilmar Símonarson
SSS; Guðrún Sif Guðbrandsdóttir
BF; Sigurlaug Guðjónsdóttir
Snerpa; Þórey Guðjónsdóttir og Margrét Einarsdóttir
Skotfélag Ólafsfjarðar; Rögnvaldur Jónsson og Sverrir Júlíusson

Fundargerð

Dagskrá;
1. Óskar bauð fundarmenn velkomna og bauð öllum að þiggja veitingar. Fór hann yfir
dagskráliði fundarins.
2. Samræmd Viðbragðsáætlun ÍSÍ fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf: Brynja fór yfir
viðbragðsáætlunina. Tilgangur samræmdrar áætlunar er að sporna við atvikum sem geta
mögulega komið upp og leiðbeint starfsfólki, sjálfboðaliðum og fleirum til að bregðast eins og
rétt við ef til þess kemur. Enda er best fyrir alla aðila máls, ef viðbrögð eru
samræmd. Ákveðið að stjórn útbúi staðlað eyðublað þar sem forráðamenn samþykkja ferðir
barna- og unglinga með íþróttafélagi.
3. Fyrirmyndarhéraðssamband ÍSÍ; Óskar sagði frá vinnu stjórnar og sýndi hvernig drögin líta
út.
4. Heimasíða UÍF; Óskar sagðir frá því að heimasíðan væri að klárast. Verið er að bíða eftir því
að fá heimasíðuna til UÍF þannig að hægt verði að vinna með síðuna. Fundarmönnum sýnd
heimasíðan eins og hún kemur til með að líta.
5. Ávöxtun fjármagns Hóls; Óskar sagði frá vinnu vinnuhóps um ávöxtun þess fjármagns sem
fékkst fyrir Hól. Nefndin hefur ekki hist enn sem komið er en fyrir liggur að hún muni hittast
fljótlega. Tillögur hópsins verða síðan kynntar á næsta ársþingi.
6. Umsóknir um frístundastyrk; Óskar benti á að nú hefðu aðeins verið sendar greiðslukvittanir
vegna fjögurra af þrettán samþykktum umsóknum. Áréttaði hann að frestur til að senda
greiðslukvittun væri til loka desember.
7. Val á íþróttamanni Fjallabyggðar; Eva sagði að búið væri að bóka Tjarnarborg 28. desember
fyrir viðburðinn. Formenn voru hvattir til að stinga upp á einstaklingum sem heiðra mætti á
viðburðinum.
8. Önnur mál; Kristján sagði frá ársþingi SKÍ og því að verið sé að innleiða deild fyrir
skíðaskotfimi. Óskar fór yfir punkta sem hann hefur tekið saman um aðbúnað og ástand á

íþróttamannvirkjum Fjallabyggðar. Að hans mati hefur litlu fjármagni verið varið til viðhalds
og bætingu á aðstöðu frá sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 19:30.

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur