Ársþing UIF 24.maí 2022

Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar var haldið þriðjudaginn 24. maí 2022, kl. 18, í Vallarhúsinu, Ólafsfirði.

Dagskráin þingsins er eftirfarandi, sbr. 13. gr. laga UÍF:

 1. Formaður UÍF setur þingið.
 2. Kosning þingforseta og þingritara.
 3. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar.
 4. Álit kjörbréfanefndar.
 5. Lögð fram árskýrsla stjórnar svo og skoðaðir reikningar seinasta árs.
 6. Umræður um ársskýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
 7. Ávörp gesta.
 8. Kosning þingnefnda: kjörnefnd (3)
 9. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
 10. Tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar lagðar fram og vísað til nefnda.
 11. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.
 12. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.
 13. Álit kjörnefndar
 14. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein. Skal formaður kosinn sér, en hina í einu lagi. Stjórnin skiptir með sér verkum, í þau störf er um getur í 16. grein.
 15. Kosning skoðunarmanna, (tveir aðalmenn og tveir varamenn).
 16. Önnur mál.
 17. Þingslit.

 

Þingögn samanstóðu af ársreikningi UÍF og fjárhagsáætlun svo og tillögum stjórnar til breytinga á reglum um Frístunastyrk, ráðningu starfsmanns og skipunar vinnuhóps um Hólspeningana auk ársreikninga frá aðildarfélögum UÍF.

Fundargerð

 1. Formaður UÍF, Jónína Björnsdóttir setti þingið; og bauð alla velkomna á ársþing UÍF. Hún bauð Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ og Hauk Valtýsson fv. formann UMFÍ sérstaklega velkomna svo og Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóra fræðslu- og frístundamála Fjallabyggðar.

                                                                                                                               

 1. Kosning þingforseta og þingritara; Stungið var upp Óskari Þórðarsyni sem þingforseta og Brynju Ingunni Hafsteinsdóttur sem þingrita. Það var samþykkt einróma.

Þingforseti tók þá til máls, þakkaði traustið og bauð gesti velkomna.

 1. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar; Stungið var upp á Rögnvaldi Jónssyni stjórnarmanni Skotfélags Ólafsfjarðar og að með honum í nefndinni yrðu Rósa Jónsdóttir formaður GFB og María Jóhannsdóttir stjórnarmaður TBS.

Það var samþykkt einróma.

 1. Álit kjörbréfanefndar.

Þá kynnti Rósar Jónsdóttir formaður kjörbréfanefndar álit nefndarinnar.

Kjörbréf bárust frá öllum 13 aðildarfélögum. Af 33 skráðum fulltrúum samkvæmt kjörbréfum voru 23 mættir. Kjörbréfnefndin sá ekkert athugavert við kjörbréfin og telur þau gild.  Var það samþykkt.

 1. Lögð fram ársskýrsla stjórnar og skoðaðir reikningar síðasta árs.

Jónína formaður stjórnar UÍF flutti skýrslu stjórnar.  Hún fór yfir hverjir sætu í stjórn UÍF og helstu störf og verkefni hennar. Starfsemin hafi snúið að hefðbundnum og lögbundnum hlutverkum sambandsins s.s. að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar út á við, eiga samskipti við ÍSÍ, UMFÍ og sveitarfélagið og deila út fjármunum frá þessum aðilum til aðildarfélaganna eftir þeim reglum sem íþróttahreyfingin hefur sett sér.

Einnig komi íþróttahreyfingin að Frístund, sem sé fjölbreytt dagskrá fyrir nemendur í fjórum yngstu bekkjum grunnskólans, að loknum skóladegi. Á síðasta ársþingi var samþykkt að setja Hól í söluferli og voru nokkrir áhugasamir kaupendur. Salan gekk eftir og var síðasta greiðsla greidd í apríl á þessu ári. Stjórn UÍF hefur því leigt Ljóðasetrið til fundarhalda og geymslu. Stjórn UÍF vill koma fram þakklæti til þeirra hjóna Guðnýjar og Andrésar fyrir þeirra framlag til sambandsins varðandi umsjón og rekstur Hóls.

Tveir formannafundir voru haldnir og þar voru m.a. ræddar reglur um Frístundastyrk og munu þær reglur vera til endurskoðunar hér á þinginu. Þá hefur umræðan um starfsmann farið fram á formannafundunum og í stjórn UÍF og verður þeirri umræðu haldið áfram á þinginu. Þess má geta að Brynja Hafsteinsdóttir eða „Annar skrifstofukostnaður“ er starfsmaður stjórnar og hennar hlutverk er að boða og undirbúa fundi stjórnar, formannafundi og ársþing, þó hún oft á tíðum sinni öðrum hlutverkum einnig.

Á árinu 2021 hófst vinna UÍF við að gerast Fyrirmyndarhéraðssamband en því miður gafst takmarkaður tími á árinu til að halda henni áfram en þó er sú vinna örlítið komin í gang.

Þá hófst vinnan við nýja heimasíðu UÍF og stefnt var að því að opna hana á þinginu en örlítil bið verður á því þar sem upplýsingar eru enn að berast frá aðildarfélögum og verið er að vinna úr þeim áður en síðan fer í loftið.

Val á íþróttamanni ársins fór fram í lok árs 2021 og var viðburðurinn haldin í Kiwanishúsinu á Siglufirði með ákveðnum takmörkunum vegna Covid. Hilmar Símonarson kraftlyftingamaður var valinn íþróttamaður ársins og Sólveig Anna Ingvarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir frábæran árangur en hún er að æfa badminton hjá BH. Hátíðin tókst vel í alla staði.

Stjórn UÍF fundar að jafnaði 1x í mánuði en oftar ef tilefni er til. Þá fóru stjórnarmenn á ýmsa fundi á vegum UMFÍ og ÍSÍ. Mæting á þá fundi er sambandinu mikilvæg, bæði til að fá innsýn í það sem er að gerast í íþróttahreyfingunni, kynna okkar starfsemi og hafa áhrif en einnig vegna Lottótekna en þær skerðast ef við mætum ekki á ákveðna fundi.

UÍF hefur verðlaunað nemanda við lok 10.bekkjar í grunnskóla Fjallabyggðar fyrir góðan árangur í íþróttum og verður engin breyting þar á í ár. Í fyrra hlaut Jón Frímann Kjartansson þá viðurkenningu.

Starf íþróttahreyfingarinnar í Fjallabyggð er blómlegt en litaðist að hluta til af Covid á árinu 2021, en staðan er orðin mun betri og spennandi tímar framundan.

En þetta starf væri ekki hægt án fórnfúss starfs fjölda fólks og vil ég, fyrir hönd UÍF, koma á framfæri kærum þökkum til  þess stóra hóps sjálfboðaliða.

Einnig vil ég þakka öllum samstarfsaðilum og þá sérstaklega stjórnum og félagsmönnum aðildarfélaganna fyrir gott og gæfuríkt samstarf.

 

Eva gjaldkeri UÍF gerði jafnframt grein fyrir ársreikningi UÍF.

Rekstrartekjur UÍF voru:  36.330.925 kr.

Rekstrargjöld voru:   33.390.605 kr.

Hagnaður ársins var: 2.940.320 kr.

Varanlegir rekstrarfjármunir voru:  0 kr.

Veltufjármunir voru:  74.682.854 kr.

Eigið fé var:  74.209.724 kr.

Skammtímaskuldir voru: 473.130 kr.

 

 1. Umræður um ársskýrslu og reikninga fóru fram og voru svo lagðir fram til samþykktar.

Forseti gaf orðið laust um reikninga og skýrslu stjórnar UÍF.   Litlar umræður voru um reikningana. Óskar þakkaði fyrir góða skýrslu og ársreikninga.

Ársreikningur UÍF lagður fram til samþykktar.  Var hann samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

 1. Ávörp gesta.

Haukur Valtýsson fv. formaður UMFÍ ávarpaði þingið og færði þinginu bestu óskir frá stjórn og starfsfólki þjónustumiðstöðvar UMFÍ. Síðustu tvö ár hafa verið afar krefjandi en þau hafa þó eflt samtakamaátt hreyfingarinnar og allir orðið sterkari á eftir. Haukur fór yfir að aðildarfélög og íþróttahéruð hafa samfélags hlutverk og skyldur.  Þau sinni fjölbreyttum þáttum í sínu samfélagi. Á covid tímum hafi verið unnið að nýrri stefnumótun UMFÍ og var markmiðið m.a. að gera hreyfinguna að virkum þátttakanda í samræðum og gera hana samstiltari. UMFÍ leggur áherslu á að allir geti tekið þátt í íþrótta og æskulýðsstarfi. Hann hvatti fundarmenn til að kynna sér þessa nýju stefnu sem sé inn á heimasíðu UMFÍ. Viðburðum hefur verið frestað sl. tvö ár en nú verður breyting þar á.  Hann sagði frá þeim viðuburðum UMFÍ sem framundan eru á árinu. Einnig sýndi hann stutt myndbönd frá UMFÍ um viðburði á árinu. Hann hvatti alla til að taka þátt í þessum viðburðum. Um er að ræða forvarnarviðburði.  Haukur hvatti líka alla til að taka þátt í lottó og getspá og forðast erlendar veðmálasíður enda renni ekkert til íþróttahreyfingarinnar með þátttöku þar. Sagði hann frá því að nýbúið væri að selja húsnæði UMFÍ og leit stæði yfir að nýju húsnæði til kaups eða leigu.  Loks þakkaði Haukur öllum sjálfboðaliðum sem bera uppi starf íþróttahreyfingarinnar.

Viðar Sigurjónsson fræðslustjóri ÍSÍ tók einnig til máls og þakkaði fyrir gott þing. Hann flutti kveðja frá forseta ÍSÍ og framkvæmdastjóra svo og starfsfólki öllu. Viðar sagði frá Sportabler og kvað engan sakna Felix. Öll félög skila inn í Sportabler gögnum um starfsemi þeirra.  Hann vonaði að þetta kerfi væri betra í notkun en Felix. Starfshópur var skipaður af ÍSÍ eftir síðasta íþróttaþing og var honum ætlað að fjalla um verkferla og vinnubrögð innan hreyfingarinnar s.s. um ofbeldi. Starfshópurinn komst að því að þetta væri ekki hægt en engu að síður vann hópurinn góða vinnu og skilaði inn tillögum í sjö liðum. Verður haldið áfram að vinna í þessu og í gegnum samskiptaráðgjafa sem er á vegum ráðuneytisins. Fleiri vinnuhópar eru í gangi. Verkefni Viðars eru þjálfaramenntun ÍSÍ og hafa aðildarfélög UÍF sent þjálfara á þessi námskeið.  Nokkrir foreldrar hafa líka tekið þátt til að geta rætt betur við þjálfara um starfið o.fl.  Nánast 100% ánægja er með þessi námskeið hjá þátttakendum.  KSÍ er með sitt eigið menntakerfi svo og Golfsambandið. Fyrirmyndafélag og fyrirmyndarhérað er einnig á könnu Viðars. UÍF er að vinna að því að verða Fyrirmyndarhérað.  Fjögur aðildarfélög UÍF voru með viðurkenninguna en aðeins eitt er með hana enn í gildi.

Ríkey Sigurbjörnsdóttir þakkaði fyrir boðið og var hún ánægð að hafa komst. Hún þakkaði fyrir gott samstarf við aðildarfélögin og stjórn UÍF og vonast til að samstarfið haldi áfram að styrkjast. Hún minntist á frístund sem framúrskarandi samstarf sveitarfélags og aðildarfélaga svo og Sportabler. Frístundaávísanir eru nú rafrænar og hefur tekist vel að vinna að því þrátt fyrir nokkra hnökra.  Hún hét því að vinna áfram náið með aðildarfélögum í Fjallabyggð.

 1. Kosning þingnefnda.

Forseti óskaði eftir tillögum um þrjá í kjörnefnd.  Lagt er til að Kristján Hauksson, Jón Garðar Steingrímsson og Jóhann Már Sigurbjörnsson taki sér nefndarstörf og var það samþykkt samhljóða.

 1. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

Óskar kynnti fjárhagsáætlunina og fór yfir hana lið fyrir lið. Tekjur verða alls 36.330.0925 kr. og gjöld verða samtals 34.506.605 kr. Fjárhagsáætlunin var síðan samþykkt.  Styrkur Fjallabyggðar er 11.730.000 kr. árið 2022.

 1. Tillögur og önnur máls sem borist hafa til stjórnar.

Engar tillögur bárust til stjórnar.

 1. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.

Reglur um frístundastyrk; Hestamannafélagið Gnýfari og Glæsir lögðu fram tillögur að breytingum á Frístundastyrk. Stjórn UÍF lagði fram tillögu sem tekur miða af tillögum hestamannafélaganna.  Óskar fór yfir tillögurnar.  Var farið yfir ákvæði 3. gr. og 7. gr. og þær breytingar sem lagðar eru til á þeim.

3.gr.

Hverju aðildarfélagi er úthlutað 20.000 kr. án umsóknar. Umsóknir um Frístundastyrk þurfa að berast fyrir 31. janúar ár hvert. Styrkur til hvers félags er að hámarki 350.000 kr. og getur hvert félag sótt um styrk vegna þriggja verkefna.

 

Af heildarupphæð styrks renna 7% til umsýslu og reksturs UÍF.

SÓ velti vöngum um úthlutun til aðildarfélaga á 20.000 kr.. Var sú tillaga felld með 13 atkvæðum móti 6 sem voru með.  Næst var lagt til að hvert félag gæti sótt um styrk að hámarki 350.000 kr. alls. Var samþykkt samhljóða.  Næst var farið yfir tillögur að breytingum á 7. gr. um að styrkur yrði greiddur til allra umsækjanda í jöfnum hlutföllum.

 1. gr.

Fari umsóknir yfir heildarstyrkfjárhæð verður styrkur greiddur til umsækjenda í jöfnum hlutföllum. Verði allri styrkupphæðinni  ekki úthlutað rennur fjárhæðin til úthlutunar árið eftir.   Úthlutanir verða birtar á árþingi UÍF.

 

Lagt var til að breyta orðalagi greinarinnar og var það samþykkt samhljóða.

Allar breytingar á reglunum voru síðan samþykktar samhljóða og eru reglurnar þá svohljóðandi.

Reglur um úthlutun Ungmenna-og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) á frístundastyrk Fjallabyggðar.

 

 1. gr.

Reglur þessar gilda um úthlutun styrks Fjallabyggðar til frístundamála, frístundastyrks. Heildarfjárhæð styrksins ræðst af framlagi Fjallabyggðar hverju sinni. Tilgangur reglna um frístundastyrk er að gera aðildarfélögum kleift að byggja upp, viðhalda og bæta öflugt íþróttastarf þeirra.

 

 1. gr.

Þau aðildarfélög UÍF sem mætt hafa á ársþing UÍF árið á undan og skilað starfsskýrslum til UÍF geta sótt um styrki.

 

 1. gr.

Umsóknir um Frístundastyrk þurfa að berast fyrir 31. janúar ár hvert. Styrkur til hvers félags er að hámarki 350.000 kr. og getur hvert félag sótt um styrk vegna þriggja verkefna.

 

Af heildarupphæð styrks renna 7% til umsýslu og reksturs UÍF.

 

 1. gr.

Umsóknum skal skilað á þar til gerðu eyðublaði. Í umsókn skulu aðildarfélög gera grein fyrir verkefnum sem sótt er um svo og áætluðum tekjum, kostnaði og fjármögnun að öðru leyti. Aðildarfélög sem hlotið hafa styrk ber að leggja fram gögn í síðasta lagi 30.desember um útlagðan kostnað áður en til greiðslu styrks kemur. Styrkur verður greiddur út í kjölfarið eða í síðasta lagi 31.desember.

 

 1. gr.
 2. Styrkhæf eru verkefni og viðburðir (þó ekki afmæli), sem fela í sér kostnað fyrir aðildarfélag en ekki þátttakendur.
 3. Styrkhæf eru kaup á búnaði sem nýtist félagi til íþróttaæfinga og/eða mótahalds.
 4. Styrkhæf eru verkefni vegna íþróttaaðstöðu, annarra en fasteigna, sem aðildarfélög notast við.

 

 1. gr.

Frístundastyrkur tekur ekki til frítíma í íþróttahúsum, æfinga-og keppnisferða, fasteignagjalda, reksturs mannvirkja eða fastan kostnað félags.

 

 1. gr.

Fari upphæð samþykktra umsókna yfir heildarstyrkfjárhæð verður styrkur greiddur til umsækjenda í jöfnum hlutföllum. Verði allri styrkupphæðinni  ekki úthlutað rennur fjárhæðin til úthlutunar árið eftir.   Úthlutanir verða birtar á árþingi UÍF.

 

 

Samþykkt á ársþingi UÍF 4. júní 2020, sbr. samþykktar breytingar á ársþingi 3. júní 2021.

Samþykkt á ársþingi UÍF 24. maí 2022.

 

Starfsmaður UÍF; stjórn UÍF lagði til að ráðinn yrði starfsmaður til UÍF. Lagðar voru fram upplýsingar frá UMSE og UMSS um starfsmann þeirra og í hverju starfið fælist svo og hvernig starfsmaðurinn er fjármagnaður. Lagðar voru fram upplýsingar um möguleg laun og launatengd gjöld. Einnig var lagt fram reikniforrit þar sem fram kom ef að framlag UÍF í bæjarstyrk og lottó yrði hækkað til að dekka launakostnað starfsmanns. Jafnframt mætti velta fyrir sér að starfsmaðurinn væri ráðinn tímabundið til reynslu. Nokkur umræða varð um tillögu stjórnar. Formaður Skotfélagsins lýsti sig mótfallið þessu. Formaður SÓ var ekki tilbúið að rýra fjármuni til aðildarfélaga upp í launakostnað starfsmanna.  Stjórn benti jafnframt á að nýta mætti hluta af Hólspeningum í laun starfsmanns. Formaður SSS telur umræðuna um starfsmann vera brýna svo og að skilgreina nánar verkefni hans og fara í stefnumótun fyrir íþróttahreyfinguna. Að hans mati ætti starfsmaðurinn að vera á launum hjá Fjallabyggð.

Áki tók til máls og vildi benda á að aðgengi fyrir fatlaða í vallarhúsinu og á íþróttasvæðum Fjallabyggðar væri ekki ásættanlegt. Sama ætti við um námskeið fyrir börn en að hans mati þyrfti að bjóða upp á námskeið fyrir fatlaða þar sem tekið sé tillit til þeirra sérþarfa.

Óskar lagði fram þá hugmynd að ársþingið myndi heimila stjórn að vinna áfram að því að skoða hlutverk starfsmanns með því að vinna þarfagreiningu og starfslýsingu. Stjórn myndi leggja fyrir formannafund einhverjar tillögur eða ramma þannig að halda mætti áfram með vinnuna.  Allir samþykkir.

Fjármunir Hóls; ákveðið að skipa fimm manna vinnuhóp til að leggja fram tillögur um ávöxtunarmöguleika fjármagnsins. Lagt var til að í vinnuhópnum sætu Guðrún Sif, Jón Garðar, Viktor Freyr og Sandra Finnsdóttir, og oddamaður væri stjórnarmaður UÍF. Var það samþykkt samhljóða. Ársþingið veittir skipuðum vinnuhóp eftirfarandi umboð:

Ársþing UÍF veitir skipuðum vinnuhóp umboð til að leggja fram tillögur um ávöxtunarmöguleika á 58.884.000 kr.  Ávöxtunin skal vera með öruggum hætti og fela í sér lágmarks áhættu með hámarks ávöxtun.

Vinnuhópnum var falið að skila tillögum fyrir næsta ársþing.

 1. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.

Engin nefnd var að störfum nema kjörnefnd.

 1. Kosningar, álit kjörnefndar

Kosning formanns; Óskar Þórðarson bauð sig fram og komu engin mótframboð.  Var hann kosin einróma og telst rétt kjörinn formaður.

Kosning stjórnar: Eva Björk Ómarsdóttir situr sitt seinna ár í stjórn svo og Óskar. Óskar bauð sig fram til formanns og var kjörinn. Því var kosið var um þrjá aðalmenn og tvo til vara. Merkt var við allt að fimm einstaklinga á kjörseðli. Þá voru greidd atkvæði og kjörnefnd tók til starfa.

 1. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein laga UÍF

Atkvæði í stjórn UÍF voru eftirfarandi:

Arnheiður Jónsdóttir með 22 atkvæði

Anna Þórisdóttir með 21 atkvæði

Kristján Hauksson með 20 atkvæði

Jónína Björnsdóttir með 17 atkvæði

Jón Garðar Steingrímsson 10 atkvæði

Sólveig Anna Brynjudóttir með 10 atkvæði

Jón Karl Ágústsson með 6 atkvæði

Þórarinn Hannesson með 5 atkvæði

Stefán G. Aðalsteinsson með 4 atkvæði

Sigurlaug Guðjónsdóttir með 4 atkvæði

Hilmar Símonarson með 1 atkvæði

Haukur Orri Kristjánsson með 1 atkvæði

Ásgrímur Pálmason með 0 atkvæði

 

Réttkjörnir aðalmenn eru því Arnheiður, Kristján og Anna. Jón Garðar og Sólveig Anna voru með jafnmörg atkvæði og var því varpað hlutkesti. Varamenn eru Jónína og Jón Garðar.

 1. Kosning skoðunarmanna.

Lögð er fram tillaga um Þórarinn Hannesson og Rósa Jónsdóttir og var það samþykkt samhljóða.

 1. Önnur mál

Viðar frá ÍSÍ kom í pontu og þakkaði fyrir gott þing. Hann hrósaði þingforseta fyrir þingstjórn þar sem þingið var meðvitað um að taka þátt í umræðum.  Taldi hann farsælt að stjórn myndi halda áfram að skoða kosti og galla við að ráða starfsmann því ekki víst að starfsmaður henti endilega UÍF. Gagnlegt væri að gera starfslýsingu svo hægt væri að meta hvort ráðning starfsmanns fæli í sér raunverlegan ávinning fyrir UÍF.  Benti hann á að stundum hefðu framkvæmdastjórar héraðssambanda það verkefni að útvega styrki upp í um 50% af launum þeirra.

Óskar þakkaði fyrir ánægjulegt þing og traustið sem honum var sýnd. Hann óskaði nýrri stjórn til hamingju og sleit þinginu.

Ársþingi UÍF var slitið kl. 21:30.

Þingfulltrúar:

Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar: María Jóhannsdóttir og Bjarni Árnason.

Skíðafélag Ólafsfjarðar:  Kristján Hauksson.

Ungmennafélagið Glói:  Patrekur Þórarinsson.

Íþróttafélagið Snerpa: Þórey Guðjónsdóttir og Margrét Einarsdóttir.

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg:  Jón Garðar Steingrímsson.

Golfklúbbur Fjallabyggðar:  Rósa Jónsdóttir, Sigurbjörn Þorgeirsson og Anna Þórisdóttir.

KF: Jón Árni Sigurðsson, Hákon Hilmarsson, Sólveig Anna Brynjudóttir og Örn Elí Gunnlaugsson.

Hestamannafélagið Gnýfari: Þorvaldur Hreinsson

Hestamannafélagið Glæsir: Haukur Orri Kristjánsson.

Blakfélag Fjallabyggðar: Guðný Helga Kristjánsdóttir og Guðrún Sif Guðbrandsdóttir.

Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar: Hilmar Símonarson.

Skotfélag Ólafsfjarðar: Rögnvaldur Jónsson og Sverrir Júlíusson.

Golfklúbbur Siglufjarðar: Jóhann Már Sigurbjörnsson og Stefán G. Aðalsteinsson.

Stjórn ÚÍF: Jónína Björnsdóttir, Óskar Þórðarson, Arnheiður Jónsdóttir, Anna Þórisdóttir og Eva Björk Ómarsdóttir.

Gestir: Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ og Haukur Valtýsson UMFÍ auk Ríkeyjar Sigurbjörnsdóttur deildarstjóra fræðslu-og frístundamála í Fjallabyggð.

Fundarritari fær heimild fundarins til að ganga frá fundargerð.

Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir (sign.)

Ársþing UIF 31.maí 2023

Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar var haldið
miðvikudaginn 31. maí 2023, kl. 18, í Vallarhúsinu, Ólafsfirði.
Dagskráin þingsins er eftirfarandi, sbr. 13. gr. laga UÍF:
1. Formaður UÍF setur þingið.
2. Kosning þingforseta og þingritara.
3. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar.
4. Álit kjörbréfanefndar.
5. Lögð fram árskýrsla stjórnar svo og skoðaðir reikningar seinasta árs.
6. Umræður um ársskýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar lagðir fram til
samþykktar.
7. Ávörp gesta.
8. Kosning þingnefnda: kjörnefnd (3)
9. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
10. Tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar lagðar fram og vísað til nefnda.
11. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.
12. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.
13. Kosningar. Álit kjörnefndar
14. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein. Skal formaður kosinn sér, en hina í einu lagi.
Stjórnin skiptir með sér verkum, í þau störf er um getur í 16. grein.
15. Kosning skoðunarmanna, (tveir aðalmenn og tveir varamenn).
16. Önnur mál.
17. Þingslit.

Þingögn samanstóðu af ársreikningi UÍF og fjárhagsáætlun svo og tillögum stjórnar til
breytinga á lögum UÍF, reglum um úthlutun UÍF á frístunastyrk Fjallabyggðar,
úthlutunarreglum UÍF á styrk Fjallabyggðar til aðildarfélaga (bæjarstyrkur), reglum um
skiptingu hlutdeildar UÍF í hagnaði af íslenskri getspá (lottó) milli aðildarfélaga og
reglum um Verkefnasjóð UÍF, auk ársreikninga frá aðildarfélögum UÍF.

Fundargerð

1. Formaður UÍF, Óskar Þórðarson setti þingið; og bauð alla velkomna á ársþing UÍF.
Hann bauð Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ og Hauk Valtýsson fv. formann
UMFÍ sérstaklega velkomna svo og Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóra fræðslu- og
frístundamála Fjallabyggðar auk Sigríðar Ingvarsdóttur bæjarstjóra og bæjarfulltrúa.

2. Kosning þingforseta og þingritara; Stungið var upp Óskari Þórðarsyni sem
þingforseta og Brynju Ingunni Hafsteinsdóttur sem þingrita. Það var samþykkt einróma.
Þingforseti tók þá til máls, þakkaði traustið og bauð gesti velkomna.

3. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar; Stungið var upp á Dagný Finnsdóttur og að
með henni í nefndinni yrðu Rósa Jónsdóttir formaður GFB og María Jóhannsdóttir
stjórnarmaður TBS.
Það var samþykkt einróma.

4. Álit kjörbréfanefndar.
Þá kynnti Rósa Jónsdóttir formaður kjörbréfanefndar álit nefndarinnar.
Kjörbréf bárust frá 11 af 13 aðildarfélögum. Af 31 skráðum fulltrúum samkvæmt
kjörbréfum voru 22 mættir. Kjörbréfnefndin sá ekkert athugavert við kjörbréfin og telur
þau gild. Voru þau samþykkt af þingfulltrúum.

5. Lögð fram ársskýrsla stjórnar og skoðaðir reikningar síðasta árs.
Óskar formaður stjórnar UÍF flutti skýrslu stjórnar. Hann fór yfir hverjir sætu í stjórn
UÍF og helstu störf og verkefni hennar. Starfsemin hafi snúið að hefðbundnum og
lögbundnum hlutverkum sambandsins s.s. að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar út á
við, eiga samskipti við ÍSÍ, UMFÍ og sveitarfélagið og deila út fjármunum frá þessum
aðilum til aðildarfélaganna eftir þeim reglum sem íþróttahreyfingin hefur sett sér.
Nokkur aðildarfélög fengu aðstoð við lagasetningu. Einnig kom íþróttahreyfingin að
Frístund, sem sé fjölbreytt dagskrá fyrir nemendur í fjórum yngstu bekkjum
grunnskólans, að loknum skóladegi.
Ákveðið var að setja Hól i söluferli og var fasteignin seld. Fundaraðstaða stjórnar var um
tíma í Ljóðasetrinu og er núna í Vallarhúsinu.
Tveir formannafundir voru haldnir og þar voru m.a. ræddar reglur um Frístundastyrk og
munu þær reglur vera til endurskoðunar hér á þinginu. Á árinu 2021 hófst vinna UÍF við
að gerast Fyrirmyndarhéraðssamband en því miður gafst takmarkaður tími á árinu til að
halda henni áfram en þó er sú vinna örlítið komin í gang.
Þá hófst vinnan við nýja heimasíðu UÍF og verður hún opnuð formlega á þinginu. Val á
íþróttamanni ársins fór fram í lok árs 2022 og var viðburðurinn haldin í Tjarnarborg á
Ólafsfirði. Hilmar Símonarson kraftlyftingamaður var valinn íþróttamaður ársins og
Jakob Snær Árnason fékk viðurkenningu fyrir frábæran árangur en hann hefur verið að
gera góða hluti í knattspyrnu með KA. Þá fékk Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson
viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf í íþróttamálum. Hátíðin tókst vel í alla staði.
Stjórn UÍF fundar að jafnaði 1x í mánuði en oftar ef tilefni er til. Þá fóru stjórnarmenn á
ýmsa fundi á vegum UMFÍ og ÍSÍ. Mæting á þá fundi er sambandinu mikilvæg, bæði til að
fá innsýn í það sem er að gerast í íþróttahreyfingunni, kynna okkar starfsemi og hafa
áhrif en einnig vegna Lottótekna en þær skerðast ef við mætum ekki á ákveðna fundi.

Nýtt aðildarfélag verður tekið inn á þinginu hér á eftir og er það Vélsleðafélag
Ólafsfjarðar. Félagið verður 14. aðildarfélag UÍF.
UÍF hefur verðlaunað nemanda við lok 10.bekkjar í Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir góðan
árangur í íþróttum og var engin breyting þar á. Fyrir skólaárið 2021-2022 hlaut Laufey
Petra Þorgeirsdóttir þá viðurkenningu.
Starf íþróttahreyfingarinnar væri ekki mögulegt án fórnfúss starfs fjölda fólks og þakkaði
Óskar, fyrir hönd UÍF, þessum stóra hópi sjálfboðaliða kærlega fyrir.
Einnig þakkaði Óskar öllum samstarfsaðilum og þá sérstaklega stjórnum og
félagsmönnum aðildarfélaganna fyrir gott og gæfuríkt samstarf.
Eva gjaldkeri UÍF og Óskar gerðu jafnframt grein fyrir ársreikningi UÍF.
Rekstrartekjur UÍF voru: 32.000.913 kr.
Rekstrargjöld voru: 29.346.613 kr.
Hagnaður ársins var: 2.654.300 kr.
Varanlegir rekstrarfjármunir voru: 0 kr.
Veltufjármunir voru: 78.046.707 kr.
Eigið fé var: 77.685.249 kr.
Skammtímaskuldir voru: 361.458 kr.

6. Umræður um ársskýrslu og reikninga fóru fram og voru svo lagðir fram til
samþykktar.
Óskar gaf orðið laust um reikninga og skýrslu stjórnar UÍF. Litlar umræður voru um
reikningana. Óskar þakkaði fyrir góða skýrslu og ársreikninga.
Ársreikningur UÍF lagður fram til samþykktar. Var hann samþykktur með öllum
greiddum atkvæðum.
Óskar fór einnig yfir greiðslur til aðildarfélaga og verður yfirlitið sent aðildarfélögum.

7. Innganga Vélsleðafélags Ólafsfjarðar, félagið sótti um aðild að UÍF og hélt aðalfund í
desember sl. Innganga félagsins var staðfest með lófaklappi og er það 14 aðildarfélag
UÍF.

8. Ávörp gesta.
Haukur Valtýsson fv. formaður UMFÍ ávarpaði þingið og færði þinginu bestu óskir frá
stjórn og starfsfólki þjónustumiðstöðvar UMFÍ. Hann sagði frá þeirri stefnu UMFÍ sem
kynnt var á þinginu á Húsavík. Þar var m.a. fjallað um endurskoðun á íþróttahéruðum og
er sú endurskoðun unnin í samstarfi við ÍSÍ. Tillaga UMFÍ og ÍSÍ var lögð fyrir þingið og
felur hún í sér að komið yrði á fót starfsstöðvum um allt land í samstarfi við hið opinbera
en fjármagn þarf að koma þaðan. Ný þjónustumiðstöð UMFÍ var opnuð í haust á
Engjavegi. UMFÍ tók einnig yfir skólabúðirnar á Reykjum og ganga þær vel. Skólabúðum
á Laugarvatni sem eru fyrir 7. bekk, varð aftur á móti að loka þar sem mygla kom upp í
húsnæðinu. Haukur sagði frá þeim viðburðum UMFÍ sem framundan eru á árinu en
upplýsingar um þá má finna á heimasíðu UMFÍ. Haukur hvatti íþróttahreyfinguna til að
standa í stafni við að efla lýðheilsu og huga að forvörnum. Haukur hvatti líka alla til að
taka þátt í lottó og getspá og forðast erlendar veðmálasíður enda renni ekkert til
íþróttahreyfingarinnar með þátttöku þar. Loks þakkaði Haukur öllum sjálfboðaliðum
sem bera uppi starf íþróttahreyfingarinnar.

Viðar Sigurjónsson sérfræðingur hjá ÍSÍ tók einnig til máls og þakkaði fyrir gott þing.
Hann flutti kveðja frá forseta ÍSÍ og framkvæmdastjóra svo og starfsfólki öllu. Viðar
bíður spenntur eftir gögnum frá UÍF varðandi fyrirmyndarhéraðssamband enda er
honum ætlað að gera gott starf betra. Viðar minnti á íþróttaþing ÍSÍ og þær tillögur sem
þar voru samþykktar. Samþykktar tillögur lúta að starfinu með einum eða öðrum hætti.
Viðar fagnar vinnu samráðshópsins um íþróttamálefni Fjallabyggðar og hlakkar til að sjá
niðurstöðu þeirrar vinnu. Hann vonar að flutningur skrifstofu UMFÍ í Laugardal leiði til
aukins samstarfs við ÍSÍ. Viðar kveður iðkun íþrótta vera eina bestu forvörn sem völ sé
á. Aukin og betri lýðheilsa sé landsmönnum öllum til heilla. Viðar sagði frá því að SSS
hafi endurnýjað fyrirmyndarfélags viðurkenningu sína og væri það ánægjulegt. Verkefni
Viðars eru þjálfaramenntun ÍSÍ og hafa aðildarfélög UÍF sent þjálfara á þau námskeið.

9. Kosning þingnefnda.
Óskar óskaði eftir tillögum um þrjá í kjörnefnd. Lagt er til að Kristján Hauksson, Jón
Garðar Steingrímsson og Hákon Hilmarsson taki sér nefndarstörf og var það samþykkt
samhljóða.

10. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Óskar kynnti fjárhagsáætlunina fyrir árið 2023 og fór yfir hana lið fyrir lið. Tekjur verða
alls 32.230.000 kr. og gjöld verða samtals 32.412.900 kr. Fjárhagsáætlunin var síðan
samþykkt. Styrkur Fjallabyggðar er 11.730.000 kr. árið 2022.

11. Tillögur og önnur máls sem borist hafa til stjórnar.
Engar tillögur bárust til stjórnar.

12. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og
reglugerðum.
Stjórn UÍF lagði fram tillögur að breytingum á lögum UÍF, reglum um úthlutun UÍF á
frístunastyrk Fjallabyggðar, úthlutunarreglum UÍF á styrk Fjallabyggðar til aðildarfélaga
(bæjarstyrkur), reglum um skiptingu hlutdeildar UÍF í hagnaði af íslenskri getspá (lottó)
milli aðildarfélaga og reglum um Verkefnasjóð UÍF. Óskar fór yfir tillögur stjórnar.
Tillögur að breytingum á lögum UÍF;

5. gr.

Aðildarfélögum UÍF er skylt að senda starfsskýrslu skv. úthlutunarreglum UÍF á styrk
Fjallabyggðar til aðildarfélaga, til stjórnar UÍF fyrir 1. apríl 31. maí ár hvert í því formi sem UÍF
ákveður. Jafnframt er aðildarfélögum skylt að senda ÍSÍ skýrslur í því formi sem sambandið
ákveður.
Breytingar voru samþykktar samhljóða.

11. gr.

Ársþing UÍF er fulltrúaþing og hefur hvert aðildarfélag UÍF rétt til að senda fulltrúa á það.
Fulltrúafjöldi skal reiknast eftir fjölda félagsmanna, miðað við síðustu skýrsluskil aðildarfélags í
Felix til ÍSÍ. Aðildarfélag með færri en 50 félaga má senda 2 fulltrúa, en síðan einn fulltrúa fyrir
hverja 50 félaga , þó aldrei fleiri en 9 frá hverju aðildarfélagi. Kjörnir þingfulltrúar til ársþings
UÍF hafa tillögurétt og atkvæðisrétt. Enginn fulltrúi má fara með fleiri en eitt atkvæði.
Breytingar voru samþykktar samhljóða.

Tillögur að breytingum á reglum um frístundastyrk;
1. gr.

Reglur þessar gilda um úthlutun styrks Fjallabyggðar til frístundamála, frístundastyrks.
Heildarfjárhæð styrksins ræðst af framlagi Fjallabyggðar og UÍF hverju sinni. Tilgangur reglna
um frístundastyrk er að gera aðildarfélögum kleift að byggja upp, viðhalda og bæta öflugt
íþróttastarf þeirra.

2. gr.

Þau aðildarfélög UÍF sem mætt hafa á ársþing UÍF árið á undan og skilað starfsskýrslum til UÍF
geta sótt um styrki.

3. gr.

Umsóknir um Frístundastyrk þurfa að berast fyrir 31. janúar ár hvert. Styrkur til hvers félags er
að hámarki 350.000 kr. og getur hvert félag sótt um styrk vegna þriggja verkefna.
Af heildarupphæð styrks renna 57% til umsýslu og reksturs UÍF.

4. gr.

Umsóknum skal skilað á þar til gerðu eyðublaði. Í umsókn skulu aðildarfélög gera grein fyrir
verkefnum sem sótt er um svo og áætluðum tekjum, kostnaði og fjármögnun að öðru leyti.
Aðildarfélög sem hlotið hafa styrk ber að leggja fram gögn í síðasta lagi 30.desember um
útlagðan kostnað áður en til greiðslu styrks kemur. Styrkur verður greiddur út í kjölfarið eða í
síðasta lagi 31.desember.

5. gr.

a) Styrkhæf eru verkefni og viðburðir (þó ekki afmæli), sem fela í sér kostnað fyrir
aðildarfélag en ekki þátttakendur.
b) Styrkhæf eru kaup á búnaði sem nýtist félagi til íþróttaæfinga og/eða mótahalds.
c) Styrkhæf eru verkefni vegna íþróttaaðstöðu, annarra en fasteigna, sem aðildarfélög
notast við.

6. gr.

Frístundastyrkur tekur ekki til frítíma í íþróttahúsum, æfinga-og keppnisferða, fasteignagjalda,
reksturs mannvirkja eða fastan kostnað félags. Verkefni er aðeins styrkhæft annað hvert ár.

Farið var yfir hverja grein fyrir sig og var hver þeirra samþykkt sérstaklega og loks voru
breytingar á reglum um frístundastyrk samþykktar í heild.

Tillögur að breytingum á reglum um Bæjarstyrk;
5. gr.

Aðildarfélög skulu skila eftirfarandi upplýsingum á til þess gerðu eyðublaði fyrir 31. maírs:
1. Fjölda iðkenda og félaga samkvæmt upplýsingum úr skilakerfi ÍSÍFelix.
2. Lýsingu á virkni félags, nöfnum þjálfara, upplýsingum um æfingar og þátttöku í mótum
eða opinberum viðburðum.
3. Ársreikningi síðasta starfsárs.
4. afrit af fundargerð aðalfundar síðasta árs.

Stjórn UÍF er heimilt að meta umsóknir og hafna þeim sem eru byggðar á röngum upplýsingum.
Hafi umsókn ekki verið skilað á tilsettum tíma er umsókn vísað frá.
Skýringar á eyðublaði vegna styrkumsóknar:
1. Heiti félags
2. Nafn tengiliðar stjórnar, símanúmer og netfang vegna uppgefinna upplýsinga.
3. Upplýsingar um fjölda iðkenda, keppenda og félaga samkvæmt skilakerfi ÍSÍFelix
4. Nafn og kennitala iðkenda samkvæmt skilakerfi ÍSÍFelix
5. Ársreikningur með aðskildu bókhaldi fyrir barna- og unglingastarf og starf fullorðinna. Mælst
er til að bókhaldslyklar ÍSÍ séu notaðir.
6. Lýsing á virkni félags, nöfn, kennitala og menntun þjálfara, upplýsingar um æfingar þ.e.
tímalengd þeirra og þátttöku í mótum, opinberum viðburðum og starfstíma í mánuðum talið.
Æfingatöflur þurfa að fylgja með. Gera þarf grein fyrir heimamótum og mótum annarsstaðar.
Farið var yfir hverja grein fyrir sig og voru þær allar samþykktar og loks voru breytingar á
reglum um bæjarstyrk samþykktar í heild.
Tillögur að breytingum á reglum um Lottó;
1. 1020% af upphæðinni rennur til UÍF og 9080% skipist á milli aðildarfélaga UÍF á eftirfarandi hátt:
2. 3424% skiptast jafnt milli aðildarfélaga UÍF.
3. 56% skiptast eftir umfangi aðildarfélaganna eins og fram kemur í starfsskýrslum sem sendar eru
UÍF 31. maíars árinu á undan. Reikniforsendur skulu vera þær sömu og í 4. gr. úthlutunarreglna UÍF
vegna styrks frá Fjallabyggð.
Farið var yfir hverja grein fyrir sig. 1. gr. var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema
einu. Aðrar greinar voru samþykktar samhljóða. Breytingarnar voru síðan samþykktar í heild.
Tillögur að breytingum á reglum um Verkefnasjóð;
4.gr.

Tekjur verkefnasjóðsins eru:
1. 10 % af styrk Fjallabyggðar til UÍF.
2. Hlutdeild í hagnaði af Íslenskri getspá samkvæmt reglum þar að lútandi.
3. 400.000 kr. árlega úr Hólssjóði
4. Áheit og gjafir.
5. Vaxtatekjur.

6.gr.

Styrkhæf verkefni eru m.a.
 Þáttöku- eða námskeiðsgjald við menntun þjálfara og dómara (allt að 100% af kostnaði)
 Ferða- og gistikostnaður við menntun þjálfara og dómara (allt að 75% af kostnaði)
 Gjald vegna æfinga- og keppnisferða á vegum sérsambanda (allt að 75% af kostnaði)
 Ferða- og gistikostnaður vegna æfinga- og keppnisferða á vegum sérsambanda (allt að 75% af
kostnaði)
 Ferða- og gistikostnaður vegna þjálfara í æfinga- og keppnisferða erlendis (allt að 75% af
kostnaði)
 Verkefni og viðburðir sem viðhalda öflugu íþrótta- og félagsstarfi (allt að 75%)
 Viðurkenning til íþróttamanns Fjallabyggðar (1500.000 kr.)
Sjóðurinn styrkir ekki áhalda- og búnaðarkaup vegna íþróttaiðkunar né mannvirkjagerð.
Stjórn UÍF dró til baka tillögu sína að breytingu á 4. gr. og verður greinin eins og hún var.
Breytingar á 6. gr. voru samþykktar.

Samþykkt lög og reglur verða birt á heimasíðu UÍF.

12. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.
Engin nefnd var að störfum nema kjörnefnd.

13. Kosningar, álit kjörnefndar
Kosning formanns; Óskar Þórðarson bauð sig fram og komu engin mótframboð. Var
hann kosin einróma og telst rétt kjörinn formaður.
Kosning stjórnar: Anna og Arnheiður sitja sitt seinna ár í stjórn. Kosið var um tvo
aðalmenn og tvo til vara. Merkt var við allt að fjóra einstaklinga á kjörseðli. Þá voru
greidd atkvæði og kjörnefnd tók til starfa.

14. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein laga UÍF
Atkvæði í stjórn UÍF voru eftirfarandi:
Kristján Hauksson með 20 atkvæði
Eva Björk Ómarsdóttir með 20 atkvæði
Jón Garðar Steingrímsson 16 atkvæði
Sigurlaug Guðjónsdóttir með 9 atkvæði
Jóhann Már Sigurbjörnsson með 7 atkvæði
Haukur Orri Kristjánsson með 5 atkvæði
Áki Friðriksson með 4 atkvæði
Sverri Júlíusson með 4 atkvæði
Hilmar Símonarson með 3 atkvæði
Þórarinn Hannesson með 0 atkvæði
Ágrímur Pálmason með 0 atkvæði
Réttkjörnir aðalmenn til tveggja ára eru því Kristján og Eva Björk. Varamenn eru Jón
Garðar og Sigurlaug Guðjónsdóttir.

15. Kosning skoðunarmanna.
Lögð er fram tillaga um Þórarinn Hannesson og Rósa Jónsdóttir og var það samþykkt
samhljóða.

16. Önnur mál
Kristján Hauksson fór yfir heimasíðu UÍF en hún opnaði eftir formannafund í febrúar sl.
Hvatti hann aðildarfélög til að senda upplýsingar um hvert félag ásamt myndum.
Samráðshópur Fjallabyggðar; Óskar fór yfir stöðuskýrslu hópsins. Sigríður bæjarstjóri
sagði frá vinnu hópsins en í honum eru fimm fulltrúar frá UÍF, þrír bæjarfulltrúar auk
bæjarstjóra og deildarstjóra. Búið er að fara yfir núverandi stöðu á öllu starfi
íþróttafélaga og horfa 12 ár fram í tímann. Hvernig komust við þangað og hvernig verður
verkefnum forgangsraðað. Stöðuskýrslan verður síðan kynnt bæjarráði. Samstarfið við
UÍF hefur verið gott að mati Sigríðar. Aðeins hafa komið þrjú innlegg frá aðildarfélögum
og hvatti Sigríður fleiri félög til að senda inn sínar áherslur.
Hólsnefndin; Viktor fór yfir störf nefndarinnar og kynnti fjórar tillögur nefndarinnar.
Nefndarmenn eru tilbúnir til að sitja áfram fram að næsta ársþingi og var því fagnað.
Tillaga eitt var að líftími sjóðsins yrði stuttur og fá kostnaðarsöm verkefni styrkt. Tillaga
tvö fól einnig í sér stuttan líftíma sjóðsins en fleiri kostnaðarminni verkefni. Þriðja
tillagan fól í sér að tiltekin upphæð yrði bundinn í sjóðnum og ávaxtað á góðum reikningi
og ávöxtun hvers árs úthlutað til félaganna. Tók Viktor dæmi um að í sjóðnum væru
bundnar 60.000.000 kr. með 7.5% ávöxtun og myndu þá 4,5 milljónir verða til yfir árið
sem myndu deilast jafnt til félaga. Raunvirði sjóðsins minnkar þó alltaf miðað við
verðbólgu. Ævi sjóðsins yrði löng. Fjórða tillagan var að höfuðstólinn væri líka festur
eins og í tillögur þrjú, og að hann yrði festur við verðtryggingu þannig að raunvirði héldi
sér alltaf, þrátt fyrir verðbólgu. Höfuðstólinn hækkar því í takti við verðbólgu. Greidd út
yrði ávöxtun ár hvert, þ.e. bara vextir yrðu greiddir út til aðildarfélaga. Einnig væri hægt
að blanda saman nokkrum tillögum. Óskað var eftir að aðildarfélögin veltu fyrir sér
hvort þetta ætti að vera skammlífur sjóður eða langlífur sjóður. Kristján lagði til að
valin yrði leið þrjú eða fjögur og síðan mætti velta fyrir sér hvort deila ætti þessu jafnt til
félaga eða efla þá sjóði UÍF sem til eru, t.d. Frístundastyrk. Fundarmenn voru sammála
um að velja tillögur þrjú og fjögur, þ.e. langlífan sjóð. Ársþing myndi síðan ákveða
hvernig úthlutun úr sjóðnum yrði háttað.

Ársþingi UÍF var slitið kl. 21:00.

Þingfulltrúar:
Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar: María Jóhannsdóttir og Hugborg Harðardóttir.
Skíðafélag Ólafsfjarðar: Kristján Hauksson.
Ungmennafélagið Glói: Telma Birkisdóttir.
Íþróttafélagið Snerpa: Þórey Guðjónsdóttir.
Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg: Jón Garðar Steingrímsson og Sandra Finnsdóttir.
Golfklúbbur Fjallabyggðar: Rósa Jónsdóttir og Dagný Finnsdóttir.
KF: Hákon Hilmarsson, Magnús Þorgeirsson, Þorsteinn Sigursveinsson, Heimir Ingi
Gretarsson og Áki Friðriksson.
Hestamannafélagið Gnýfari: Þorvaldur Hreinsson.
Hestamannafélagið Glæsir: Hörður Kristjánsson og Kristín Úlfsdóttir.
Blakfélag Fjallabyggðar: Valgerður Þorsteinsdóttir, Sigurlaug Guðjónsdóttir og Marcin
Kuleza.
Skotfélag Ólafsfjarðar: Guðný Kristinsdóttir og Örvar Sævarsson.
Golfklúbbur Siglufjarðar: Stefán G. Aðalsteinsson.
Stjórn ÚÍF: Óskar Þórðarson, Arnheiður Jónsdóttir, Kristján Hauksson og Eva Björk
Ómarsdóttir.
Gestir: Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ og Haukur Valtýsson UMFÍ auk Ríkeyjar
Sigurbjörnsdóttur deildarstjóra fræðslu-og frístundamála í Fjallabyggð og Sigríði
Ingvarsdóttur bæjarstjóra.
Fundarritari fær heimild fundarins til að ganga frá fundargerð.
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir (sign.)

Ársþing UIF 3. júní 2021

Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar var haldið fimmtudaginn 3. júní 2021, kl. 18, að Hóli, Siglufirði.

Dagskráin þingsins er eftirfarandi, sbr. 13. gr. laga UÍF:

 1. Formaður UÍF setur þingið.
 2. Kosning þingforseta og þingritara.
 3. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar.
 4. Álit kjörbréfanefndar.
 5. Lögð fram árskýrsla stjórnar svo og skoðaðir reikningar seinasta árs.
 6. Umræður um ársskýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
 7. Ávörp gesta.
 8. Kosning þingnefnda: kjörnefnd (3)
 9. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
 10. Tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar lagðar fram og vísað til nefnda.
 11. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.
 12. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.
 13. Álit kjörnefndar
 14. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein. Skal formaður kosinn sér, en hina í einu lagi. Stjórnin skiptir með sér verkum, í þau störf er um getur í 16. grein.
 15. Kosning skoðunarmanna, (tveir aðalmenn og tveir varamenn).
 16. Önnur mál.
 17. Þingslit.

 

Þingögn samanstóðu af ársreikningi UÍF og fjárhagsáætlun svo og tillögu stjórnar að breytingum á reglum um Verkefnasjóð auk ársreikninga frá aðildarfélögum UÍF.

Fundargerð

 1. Formaður UÍF, Jónína Björnsdóttir setti þingið; og bauð alla velkomna á ársþing UÍF. Hún bauð Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ og Hauk Valtýsson formann UMFÍ sérstaklega velkomna svo og Elías  Pétursson bæjarstjóra Fjallabyggðar.

 

 1. Kosning þingforseta og þingritara; Stungið var upp Óskari Þórðarsyni sem þingforseta og Brynju Ingunni Hafsteinsdóttur sem þingrita. Það var samþykkt einróma.

Þingforseti tók þá til máls, þakkaði traustið og bauð gesti velkomna.

 

 1. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar; Stungið var upp á Helgu Hermannsdóttir formanni Snerpu og að með henni í nefndinni yrðu Rósa Jónsdóttir formaður GFB og Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson formaður KF.

Það var samþykkt einróma.

 

 1. Álit kjörbréfanefndar.

Þá kynnti Rósar Jónsdóttir formaður kjörbréfanefndar álit nefndarinnar.

Kjörbréf bárust frá öllum 13 aðildarfélögum. Af 34 skráðum fulltrúum samkvæmt kjörbréfum voru 28 mættir. Kjörbréfnefndin sá ekkert athugavert við kjörbréfin og telur þau gild.  Var það samþykkt.

 

 1. Lögð fram ársskýrsla stjórnar og skoðaðir reikningar síðasta árs.

Jónína formaður stjórnar UÍF flutti skýrslu stjórnar.  Hún fór yfir hverjir sætu í stjórn UÍF og helstu störf og verkefni hennar. Starfsemin hafi snúið að hefðbundnum og lögbundnum hlutverkum sambandsins s.s. að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar út á við, eiga samskipti við ÍSÍ, UMFÍ og sveitarfélagið og deila út fjármunum frá þessum aðilum til aðildarfélaganna eftir þeim reglum sem íþróttahreyfingin hefur sett sér. Aðildarfélögum var veitt aðstoð við að yfirfara lög sín,  stjórn UÍF veitti umsagnir varðandi ýmis íþrótta tengd málefni auk þess að standa fyrir viðburðum til að kynna íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka almenna hreyfingu íbúa.

Einnig komi íþróttahreyfingin að Frístund, sem sé fjölbreytt dagskrá fyrir nemendur í fjórum yngstu bekkjum grunnskólans, að loknum skóladegi. Útleiga á Hóli hafi dregist saman vegna Covid en bókanir eru góðar fyrir sumarið og næsta vetur. Aðildarfélög UÍF hafa haft aðgang að húsnæði Hóls til fundarhalda og viðburða fyrir iðkendur og auk þess eru fundir stjórnar UÍF einnig að Hóli. Á síðasta formannafundi var þó tekin ákvörðun um að setja Hól á sölu og óska eftir heimild ársþings til þess.  Umsjónarmaður Hóls er Guðný Helgadóttir og hefur hún séð um útleigu og samskipti við leigutaka. Kann stjórn henni bestu þakkir fyrir.   Reglur um  frístundastyrk hafa einnig verið í endurskoðun og var settur vinnuhópur á laggirnar til fara yfir þær. Að venju voru haldnir tveir fundir með formönnum aðildarfélaga og voru það fjarfundir. Tókst það mjög vel.

Vegna Covid fór val á íþróttamanni Fjallabyggðar ekki fram. Þótti stjórn aðildarfélög ekki hafa setið við sama borð þegar kom að mótum og hafi því verið ákveðið, til að tryggja jafnræði, að sleppa valinu árið 2020.

Stjórn UÍF fundar amk. einu sinni í mánuði og oftar ef þörf þykir. Stjórnarmenn sækja einnig fundi utan héraðs hjá ÍSÍ og UMFÍ.  UÍF hefur verðlaunað nemendur sem hafa náð góðum námsárangri í íþróttum og útivist í GF og MTR. Hafa nokkrir nemendur verið verðlaunaðir nú þegar.  Síðast hluta Anna Brynja Agnarsdóttir í GF þann heiður. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar er mjög blómleg í Fjallabyggð, árangur er góður í mörgum greinum og iðkendur skipta hundruðum. Þetta væri ekki hægt án fórnfúss starfs fjölda fólks og þakkaði Jónína fyrir hönd stjórnar UÍF öllum sem lagt hafa hönd á plóginn fyrir fórnfúst starf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

Eva gjaldkeri UÍF gerði jafnframt grein fyrir ársreikningi UÍF.

Rekstrartekjur UÍF voru:  29.798.214 kr.

Rekstrargjöld voru:   28.960.593 kr.

Hagnaður ársins var: 837.621 kr.

Varanlegir rekstrarfjármunir voru:  34.559.490 kr.

Veltufjármunir voru:  48.377.542 kr.

Eigið fé var:  46.937.572 kr.

Skammtímaskuldir voru: 1.439.970 kr.

 

 1. Umræður um ársskýrslu og reikninga fóru fram og voru svo lagðir fram til samþykktar.

Forseti gaf orðið laust um reikninga og skýrslu stjórnar UÍF.   Enginn tók til máls. Óskar þakkaði fyrir góða skýrslu og ársreikninga.

Ársreikningur UÍF lagður fram til samþykktar.  Var hann samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

 

 1. Ávörp gesta.

Haukur Valtýsson formaður UMFÍ ávarpaði þingið og færði þinginu bestu óskir frá stjórn og starfsfólki þjónustumiðstöðvar UMFÍ.  Kvað hann jákvætt hversu vel hafi tekið að halda úti starfi íþróttafélaga þrátt fyrir Covid. Þakkaði hann fyrir stuðning yfirvalda til íþróttafélaga og benti á að enn sé hægt að sækja um styrki.  Nú sé verið að vinna að nýrri stefnumótun innan UMFÍ.  Hvatti hann fundarmenn til að leggja sitt á vogaskálarnar. Einnig sé verið að ræða endurskoðun á fjármagni frá Íslenskri getspá. Mikilvægt sé að styðja við starfsemi íslenskrar getspár sem leggur mikið til íþróttahreyfingarinnar ólíkt erlendum getspár síðum. Einnig sé umræða um mögulega breyting á íþróttahéruðum en skiptingin í dag sé um 80 ára gömul. Unglingalandsmót UMFÍ verður á Selfossi um verslunarmannahelgina og sé undirbúningur í fullum gangi. Valtýr sagði að Landsmót 50+ færi fram í Borgarnesi en íþróttaveislu UMFÍ hafi verið frestað.  Valtýr telur alltaf ánægjulegt að sjá jákvæða niðurstöðu úr ársreikningum eins og komi fram á ársreikningi UÍF. Hvatti hann aðildarfélög til að vera í sambandi við þjónustumiðstöð UMFÍ, t.d. við að útvega sakarvottorð, en það sé gjaldfrjálst.

Haukur benti á heimasíðu UMFI sem er lifandi og hægt að fylgjast með starfsemi samtakanna m.a. um sjóði sem sækja megi í.  Nú þurfi að styðja við allt starf sem unnið er fyrir börn og unglinga. Hvatti hann UÍF til að styðja vel við sína yngstu iðkendur.

Hann þakkaði öllum sjálfboðaliðum sem bera uppi starf íþróttahreyfingarinnar.

Viðar Sigurjónsson fræðslustjóri ÍSÍ tók einnig til máls og þakkaði fyrir gott þing. Hann flutti kveðja frá forseta ÍSÍ og framkvæmdastjóra svo og starfsfólki öllu. Nú sé starfsemi ÍSÍ að fara aftur í gang og fór Viðar m.a. suður á fund en það hafði hann ekki gert lengi en fundir hafi vegna Covid verið fjarfundir. Viðar upplifir mikinn samhugur hjá UÍF og alltaf  sé gott að koma. Augljóst sé að vel sé haldið utan um fjármagn UÍF og sé það jákvætt. Íþróttaþing ÍSÍ var haldið í fjarfundi og verði því framhaldið í haust þar sem allir geta komið saman. Nauðsynlegt sé að aðildarfélög geti sest niður og rætt málin auglit til auglits. Skrifstofa ÍSÍ á Akureyri sé búin að vera þar í tæp 21 ár og hvatti Viðar félögin til að koma við hjá honum ef eitthvað væri. Hann hafi umsjón með þjálfaramenntun og sé mikilvægt að tryggja góða menntun þjálfara. Námið sé fjarnám og síðan sé sótt sérmenntun til viðkomandi sérsambanda en það sé staðnám. Fyrirmyndarfélög og Fyrirmyndarhéruð eru önnur verkefni sem Viðar hefur umsjón með.  UÍF hefur í hyggju að gerast fyrirmyndarhérað og er það ánægjulegt. Viðar lýsir sig reiðubúin að aðstoða eins og hann getur við þá vinnu.

 

 1. Kosning þingnefnda.

Forseti óskaði eftir tillögum um þrjá í kjörnefnd.  Lagt er til að Telma Björk Birkisdóttir, Jón Garðar Steingrímsson og Jóhann Már Sigurbjörnsson taki sér nefndarstörf og var það samþykkt samhljóða.

 

 1. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

Óskar kynnti fjárhagsáætlunina og fór yfir hana lið fyrir lið. Tekjur verða alls 36.820.000 kr. og gjöld verða samtals 30.200.000 kr. Fjárhagsáætlunin var síðan samþykkt.  Styrkur Fjallabyggðar er 8.500.000 kr. árið 2020.

 

 1. Tillögur og önnur máls sem borist hafa til stjórnar.

Engar tillögur bárust til stjórnar.

 

 1. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.

Stjórn UÍF lagði fram drög að breytingum á reglum um Frístundastyrk. Óskar fór yfir tillögurnar að breytingum.  Var farið yfir ákvæði 3. gr., 4. gr. og 5. gr. og þær breytingar sem lagðar eru til á þeim.  Allar breytingar á reglunum voru síðan samþykktar samhljóða og eru reglurnar þá svohljóðandi.

 

Reglur um úthlutun Ungmenna-og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) á frístundastyrk Fjallabyggðar.

 

 1. gr.

Reglur þessar gilda um úthlutun styrks Fjallabyggðar til frístundamála, frístundastyrks. Heildarfjárhæð styrksins ræðst af framlagi Fjallabyggðar hverju sinni. Tilgangur reglna um frístundastyrk er að gera aðildarfélögum kleift að byggja upp, viðhalda og bæta öflugt íþróttastarf þeirra.

 

 1. gr.

Þau aðildarfélög UÍF sem mætt hafa á ársþing UÍF árið á undan og skilað starfsskýrslum til UÍF geta sótt um styrki.

 

 1. gr.

Umsóknir um Frístundastyrk þurfa að berast fyrir 31. janúar ár hvert. Styrkur vegna hvers verkefnis er að hámarki 350.000 kr. og getur hvert félag sótt um styrk vegna þriggja verkefna.

 

Af heildarupphæð styrks renna 7% til umsýslu og reksturs UÍF.

 

 1. gr.

Umsóknum skal skilað á þar til gerðu eyðublaði. Í umsókn skulu aðildarfélög gera grein fyrir verkefnum sem sótt er um svo og áætluðum tekjum, kostnaði og fjármögnun að öðru leyti. Aðildarfélög sem hlotið hafa styrk ber að leggja fram gögn í síðasta lagi 30.desember um útlagðan kostnað áður en til greiðslu styrks kemur. Styrkur verður greiddur út í kjölfarið eða í síðasta lagi 31.desember.

 

 1. gr.
 2. Styrkhæf eru verkefni og viðburðir (þó ekki afmæli), sem fela í sér kostnað fyrir aðildarfélag en ekki þátttakendur.
 3. Styrkhæf eru kaup á búnaði sem nýtist félagi til íþróttaæfinga og/eða mótahalds.
 4. Styrkhæf eru verkefni vegna íþróttaaðstöðu, annarra en fasteigna, sem aðildarfélög notast við.

 

 1. gr.

Frístundastyrkur tekur ekki til frítíma í íþróttahúsum, æfinga-og keppnisferða, fasteignagjalda, reksturs mannvirkja eða fastan kostnað félags.

 

 1. gr.

Verði allri styrkupphæðinni frá Fjallabyggð ekki úthlutað rennur fjárhæðin til úthlutunar árið eftir.   Úthlutunar verða birtar á árþingi UÍF.

 

 1. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.

Engin nefnd var að störfum nema kjörnefnd.

 

 1. Kosningar, álit kjörnefndar

Kosning formanns; Jónína Björnsdóttir bauð sig fram og komu engin mótframboð.  Var hún kosin einróma og telst rétt kjörinn formaður.

Kosning stjórnar: Kosið var um tvo aðalmenn og tvo til vara. Merkt var við allt að fjóra einstaklinga á kjörseðli. Þá voru greidd atkvæði og kjörnefnd tók til starfa.

 

 1. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein laga UÍF

Atkvæði í stjórn UÍF voru eftirfarandi:

Óskar Þórðarson með 28 atkvæði

Eva Björk Ómarsdóttir með 26 atkvæði

Þórarinn Hannesson með 17 atkvæði

Jón Garðar Steingrímsson 11 atkvæði

Kristján Hauksson með 8 atkvæði

Jón Karl Ágústsson með 6 atkvæði

Hilmar Símonarson með 6 atkvæði

Haraldur Marteinsson með 4 atkvæði

Þorsteinn Sigursveinsson með 2 atkvæði

Sverrir Júlíusson með 2 atkvæði

Ásgrímur Pálmason með 0 atkvæði

 

Réttkjörnir aðalmenn eru því Óskar og Eva Björk . Varamenn eru Þórarinn og Jón Garðar.

 

 1. Kosning skoðunarmanna.

Lögð er fram tillaga um Þórarinn Hannesson og Rósa Jónsdóttir  samþykkt samhljóða.

 

 1. Önnur mál
 2. Sala Hóls; Á formannafundi 28. desember 2020 var bókað í fundargerð: Stjórn UÍF hefur velt fyrir sér nýtingu á Hóli og kostnaði við nauðsynlegt viðhald til að halda verðgildi fasteignarinnar. Niðurstaða stjórnar var að tekjur stæðu ekki undir kostnaði og ákvað því að leggja til við formenn aðildarfélaga að Hóll yrði settur í söluferli. Nokkur umræða spannst á þessum fundi um tillögu stjórnar. Kom m.a. fram að viðhald fasteignarinnar myndi bara aukast og tekjur af útleigu kæmu ekki til með að standa undir þeim kostnaði. Fundarmenn eru sammála um að hefja söluferli og ef af sölu verði þá færi afhending fram 1. september 2021 eða síðar.

Óskar stjórn UÍF því eftir heimild ársþings til að setja Hól í söluferli.  Var orðið gefið laust. Samþykkt var að „ Ársþing UÍF veitir stjórn UÍF heimild til að setja fasteignina Hól, fn. 212-9970, Siglufirði.  Þinglýstur eigandi fasteignarinnar er Ungmenna-og íþróttasamband Fjallabyggðar, kt. 670169-1899. Heimildin nær til þess að undirrita kaupsamning og afsal. Eignin hefur verið verðmetin af fasteignasala, sbr. verðmat, dags. 2. júní 2021. Árþing veitir formannafundi UÍF heimild til að samþykkja eða hafna tilboði eða gera gagntilboð. Heimildin gildir í ár eða til ársþings UÍF árið 2021“.

Var því ákveðið að þegar og ef tilboð berst þá muni stjórn kalla til formannafundar og bera framkomið tilboð undir hann. Ársþingið veitir því formannafundi heimild til að samþykkja eða hafna framkomnu tilboði.

 1. Úthlutun bæjarstyrks; Óskar fór yfir úthlutun bæjarstyrks og tillögur stjórnar í ljósi skertrar starfsemi aðildarfélaga á Covid ári. Æfingatímar félaga voru mjög svipaðir milli áranna 2019 og 2020, væri Covid ekki tekið með í reikninginn. Mótadagar hafi aftur á móti verið mun færri árið 2020. Því var lagt til á formannafundi að horfa til ársins 2019 hvað varðar mótin. Stjórn hefur gert það við úthlutun bæjarstyrks og miðað við mót samkvæmt skýrsluskilum aðildarfélaga árið 2019.

Viðar frá ÍSÍ kom í pontu og benti á að sum sveitarfélög hafi eyrnarmerkt fjármuni til þeirra héraða er eru fyrirmyndarhéruð eða fyrirmyndarfélög, þ.e. að þessi gæðavottun sé til staðar.  Fyrirmyndarvottunin hefur bætt mjög starfsemi félaga og héraðssambanda. Stefnur er lúta að aðildarfélögum þurfa að koma fram í innra starfi félags og er þá alltaf hægt að bregðast við ef á þarf að halda. Það styrkir félögin. Má þar nefna umhverfisstefnu. Það tryggir sveitarfélag jafnframt ákveðna vissu um að vel sé farið með þá fjármuni sem lagðir séu til íþróttahreyfingarinnar.

 1. Óskar sagði frá Verkefnasjóði og benti á að þjálfaramenntun ÍSÍ sé styrkhæf. Einnig benti hann á Frístundastyrk sem félögin geta sótt um í.

Óskar þakkaði fyrir gott þing. Jónína þakkaði einnig fyrir gott þing og þakkaði fyrir góða mætingu og sleit þinginu.

Ársþingi UÍF var slitið kl. 20:00.

Þingfulltrúar:

Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar: María Jóhannsdóttir og Bjarni Árnason

Skíðafélag Ólafsfjarðar:  Birna S. Björnsdóttir, Rúnar Gunnarsson og  Gíslný H. Jónsdóttir.

Ungmennafélagið Glói:  Telma Björk Birkisdóttir og Patrekur Þórarinsson.

Íþróttafélagið Snerpa: Helga Hermannsdóttir og Unnur Guðrún Rögnvaldsdóttir.

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg:  Jón Garðar Steingrímsson og Anna Lind Björnsdóttir.

Golfklúbbur Fjallabyggðar:  Rósa Jónsdóttir og Anna Þórisdóttir

KF: Þorvaldur S. Guðbjörnsson, Júlía G. Paulsen, Hákon Leó Hilmarsson, Magnús Þorgeirsson, Gunnlaugur Sigursveinsson.

Hestamannafélagið Gnýfari: Þorvaldur Hreinsson

Hestamannafélagið Glæsir: Haraldur Marteinsson og Elín Kjartansdóttir.

Blakfélag Fjallabyggðar: Anna María Björnsdóttir.

Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar: Magnea Guðbjörnsdóttir

Skotfélag Ólafsfjarðar: Rögnvaldur Jónsson, Sigurjón Ó Sigurjónsson og Georg Kristinsson.

Golfklúbbur Siglufjarðar: Jóhann Már Sigurbjörnsson og Sævar Örn Kárason.

Stjórn ÚÍF: Jónína Björnsdóttir, Óskar Þórðarson, Arnheiður Jónsdóttir, Anna Þórisdóttir og Eva Björk Ómarsdóttir.

Gestir: Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ og Haukur Valtýsson UMFÍ auk bæjarstjóra Fjallabyggðar Elíasar.

Fundarritari fær heimild fundarins til að ganga frá fundargerð.

Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir (sign.)

 

 

Ársþing UIF 4. júní 2020

Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar var haldið kl. 18, fimmtudaginn 4. júní 2020 í Tjarnarborg, Ólafsfirði.

Dagskráin þingsins er eftirfarandi, sbr. 13. gr. laga UÍF:

 1. Formaður UÍF setur þingið.
 2. Kosning þingforseta og þingritara.
 3. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar.
 4. Álit kjörbréfanefndar.
 5. Lögð fram árskýrsla stjórnar svo og skoðaðir reikningar seinasta árs.
 6. Umræður um ársskýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
 7. Ávörp gesta.
 8. Kosning þingnefnda: kjörnefnd (3)
 9. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
 10. Tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar lagðar fram og vísað til nefnda.
 11. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.
 12. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.
 13. Álit kjörnefndar
 14. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein. Skal formaður kosinn sér, en hina í einu lagi. Stjórnin skiptir með sér verkum, í þau störf er um getur í 16. grein.
 15. Kosning skoðunarmanna, (tveir aðalmenn og tveir varamenn).
 16. Önnur mál.
 17. Þingslit.

 

Þingögn samanstóðu af  ársreikningi UÍF og fjárhagsáætlun svo og tillögu stjórnar að breytingum á reglum um Verkefnasjóð auk ársreikninga frá aðildarfélögum UÍF.

Fundargerð

 1. Formaður UÍF, Jónína Björnsdóttir setti þingið; og bauð alla velkomna á ársþing UÍF. Hún bauð Inga Þór fræðslustjóra ÍSÍ og Hauk Valtýsson formann UMFÍ sérstaklega velkomna.

 

 1. Kosning þingforseta og þingritara.

Stungið var upp Guðnýju Helgadóttur sem þingforseta og Brynju Ingunni Hafsteinsdóttur sem þingrita.  Það var samþykkt einróma.

Þingforseti tók þá til máls, þakkaði traustið og bauð gesti velkomna.

 

 1. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar.

Stungið var upp á Helgu Hermannsdóttir formanni Snerpu og að með henni í nefndinni yrðu Rósa Jónsdóttir formaður GFB og  Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson formaður KF.

Það var samþykkt einróma.

 

 1. Álit kjörbréfanefndar.

Þá kynnti Rósar Jónsdóttir formaður kjörbréfanefndar álit nefndarinnar.

Af 40 skráðum fulltrúum samkvæmt kjörbréfum voru 29 mættir.  Kjörbréfnefndin sá ekkert athugavert við kjörbréfin og telur þau gild.  Var það samþykkt.

 

 1. Lögð fram ársskýrsla stjórnar og skoðaðir reikningar síðasta árs.

Óskar meðstjórnandi í stjórn UÍF flutti skýrslu stjórnar.  Hann fór yfir hverjir sætu í stjórn UÍF og helstu störf og verkefni hennar. Starfsemin hafi snúið að hefðbundnum og lögbundnum hlutverkum sambandsins s.s.  að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar út á við, eiga samskipti við ÍSÍ, UMFÍ og sveitarfélagið og deila út fjármunum frá þessum aðilum til aðildarfélaganna eftir þeim reglum sem íþróttahreyfingin hefur sett sér. Aðildarfélögum var veitt aðstoð við að yfirfara lög sín,  stjórn UÍF veitti umsagnir varðandi ýmis íþrótta tengd málefni auk þess að standa fyrir viðburðum til að kynna íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka almenna hreyfingu íbúa. Auk þess hafi UÍF staðið að vali á íþróttamanni ársins í góðu samstarfi við Kiwanisklúbbinn Skjöld.

Nýtingin á Hóli hafi verið með besta móti. Mikið hafi verið um útleigu, s.s. útivistarhópar, ættarmót veislur og fleira, síðan hafi aðildarfélögin nýtt Hól vel. Þá hafi KF leigt golfskálann. Vegna Covid hafi nokkuð verið um tilfærslur bókana og hafi litið út fyrir samdrátt í gistingu en það hafi ekki orðið raunin.

Árið 2018 hafi verið gerðar breytingar á reglum um úthlutun bæjarstyrks og lottó. Bæjarstyrkurinn hafi hækkað í fyrsta skipti í langan tíma eða úr 6.500.000 kr. í 8.500.000 kr. núna í ár. Markmið bæjarins er að hækka hann einnig árið 2021. Þessar hækkanir hafi komið félögunum vel. Lottó hafi einnig hækkað og því hvatti hann alla til að spila í lottó Nokkuð hafi verið af umsóknum í Verkefnasjóð og félögin hvött til að nýta hann áfram. Sveitarfélagið hafi  óskað eftir að Frístundastyrkur sem sveitafélagið hafi veitt, yrði í höndum UÍF. Á þinginu verða lögð fram drög að reglum um frístundastyrk.

Frétta og fræðslusíða UÍF fór í loftið í lok árs 2016 og hefur Þórarinn Hannesson umsjón með henni. Hefur hann verið duglegur að setja fréttir á síðuna og eru félögin hvött til að senda honum fréttir af íþróttalífinu svo og að deila fréttum af síðunni. Líkt og undanfarin ár stóð UÍF í samstarfi við Kiwanis fyrir vali á Íþróttamanni Fjallabyggðar, auk þess að verðlauna besta íþróttafólk sveitarfélagsins í einstökum greinum. Athöfnin fór fram í Tjarnarborg og var hin glæsilegasta. Er nefndinni sem sá um athöfnina færðar bestu þakkir.  Grétar Áki Bergsson knattspyrnumaður var valin íþróttamaður ársins og var honum óskað til hamingju. Vetrarleikar voru haldnir að venju og er sérstök síða á facebook um viðburðinn og þar er hægt að skoða dagskránna og myndir. Einnig hefur mikið verið rætt um að halda sumarleika og óskandi að af þeim verði.

Formannafundir voru að venju tveir, að vori og hausti. Þessir fundir eru mikilvægir til að stjórn haldi góðu sambandi við félögin milli þinga. Þessir fundir hafa verið nýttir til að ræða ákveðin mál og er mikilvægt að aðildarfélögin komi á framfæri því sem þeim liggur á hjarta.

Stjórn UÍF fundar amk. einu sinni í mánuði og oftar ef þörf þykir. Stjórnarmenn sækja einnig fundi utan héraðs. UÍF hefur verðlaunað nemendur sem hafa náð góðum námsárangri í íþróttum og útivist í GF og MTR. Hafa nokkrir nemendur verið verðlaunaðir nú þegar.  Draumur UÍF hefur verið að vera með starfsmann í hlutastarfi til að vinna að málefnum íþróttahreyfingarinnar, gera þau markvissari og aðstoða íþróttafélögin í ýmsum málefnum. Stjórn UÍF telur að stefna eigi á að gera þennan draum að veruleika, það myndi hjálpa íþróttahreyfingunni allri og létta starf sjálfboðaliða. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar er mjög blómleg í Fjallabyggð, árangur er góður í mörgum greinum og iðkendur skipta hundruðum. Þetta væri ekki hægt án fórnfúss starfs fjölda fólks og þakkaði Þórarinn fyrir hönd stjórnar UÍF öllum sem lagt hafa hönd á plóginn fyrir fórnfúst starf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

 

Óskar og Eva gjaldkeri UÍF gerðu jafnframt grein fyrir ársreikningi UÍF.

Rekstrartekjur UÍF voru:  30.291.787 kr.

Rekstrargjöld voru:   28.738.396 kr.

Hagnaður ársins var: 1.553.391 kr.

Varanlegir rekstrarfjármunir voru:  34.559.490 kr.

Veltufjármunir voru:  47.115.407 kr.

Eigið fé var:  46.139.149 kr.

Skammtímaskuldir voru: 976.258 kr.

 

 1. Umræður um ársskýrslu og reikninga fóru fram og voru svo lagðir fram til samþykktar.

Forseti gaf orðið laust um reikninga og skýrslu UÍF.   Enginn tók til máls. Guðný þakkaði fyrir góða skýrslu og ársreikninga.

Ársreikningur UÍF lagður fram til samþykktar.  Var hann samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

 

 1. Ávörp gesta.

Ingi Þór Ágústsson fulltrúi ÍSÍ þakkaði fyrir gott þing. Hann flutti kveðja frá forseta ÍSÍ og framkvæmdastóra svo og starfsfólki. Hann taldi gott að rekstur UÍF skilaði arði en það eigi því miður ekki við um mörg héraðssambönd. Því miður er staðan hjá flestum sú að styrktaraðilar eru að draga saman seglin, m.a. hjá ÍSÍ. Á næsta ári séu mörg stór mót fyrirliggjandi en rannsóknir hafi sýnt að brottfall iðkenda muni eiga sér stað og þurfi því að halda vel utan um hópinn. Sérstaklega hafi reynt á þetta í Covid,og hafi félög þurft að finna leiðir til að halda í hopinn. Best hafi reynst að nálgast iðkendur á þeirra vettvangi og hugsa hlutina upp á nýtt.

Haukur Valtýsson formaður UMFÍ ávarpaði þingið og færði þinginu bestu óskir frá stjórn og starfsfólki þjónustumiðstöðvar UMFÍ.  Kvað hann margt vera öðruvísi í íþróttalífinu og þjóðlífinu vegna Covid en mikil vinna hafi farið í að uppfæra heimasíðu UMFÍ og svara spurningum félaga vegna þess. Sambandsaðilar hafa mikið fundir fyrir Covid og því hafi þurft að styðja vel við barna og unglingastarf félaganna. Stjórn UMFÍ hafi ákveðið að fresta Landsmóti 50+ svo og íþróttaveislunni sem hafi átti að vera í Kópavogi auk fleiri viðburða. Hreyfivika UMFÍ hafi gengið vel en þar sé fólk hvatt til að hreyfa sig. Stefnt sé að Unglingalandsmóti á Selfossi um verslunarhelgina og verður það gert í samráði við sóttvarnarlækni. Þar sé vant fólk og hvatti hann alla til þátttöku. Unglingalandsmótið sé eitt stærsta forvarnarverkefni sem sé starfandi á landinu. Hvatti hann börn og unglinga ásamt foreldrum til að taka þátt. Unglingalandsmót er framlag UMFÍ til að efla og bæta lýðheilsu í landinu. Börn ánetjast síður fíkniefnum eftir því sem þau eru lengur með foreldrum og sínum nánustu.

Um 460 félög séu innan UMFÍ og hafi þeim fjölgaði um tvö. Unnið sé að endurskoðun á útdeilingu lottófjármunum og þurfi landsbyggðin að koma að því líka.  Hann benti líka á íslenska getspá en arður hennar skilar sér líka til íþróttahreyfingarinnar. Aðrar veðmálasíður eins og Betson skili engum fjármunum til íþróttahreyfingunnar.

Haukur benti á heimasíðu UMFI sem er lifandi og hægt að fylgjast með starfsemi samtakanna m.a. um sjóði sem sækja má í.  Nú þarf að styðja við allt starf sem unnið er fyrir börn og unglinga. Hvatti UÍF til að styðja vel við sína yngstu iðkendur.

Hann þakkaði öllum sjálfboðaliðum sem bera uppi starf íþróttahreyfingarinnar.

 

 1. Kosning þingnefnda.

Forseti óskaði eftir tillögum um þrjá í kjörnefnd.  Lagt er til að Kristján Hauksson, Jón Garðar Steingrímsson og Jóhann Sigurbjörnsson taki sér nefndarstörf og var það samþykkt samhljóða.

 

 1. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

Óskar kynnti fjárhagsáætlunina og fór yfir hana lið fyrir lið. Tekjur verða alls 26.700.000 kr. og gjöld verða samtals 26.700.000 kr. Fjárhagsáætlunin var síðan samþykkt.  Styrkur Fjallabyggðar er 8.500.000 kr. árið 2020.

 

 1. Tillögur og önnur máls sem borist hafa til stjórnar.

Engar tillögur bárust til stjórnar.

 

 1. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.

Stjórn UÍF lagði fram drög að reglum um Frístundastyrk. Óskar fór yfir tillögurnar.  Var farið yfir hverja grein fyrir sig gerðar athugasemdir.   Reglurnar voru síðan samþykktar svohljóðandi.

 

Reglur um úthlutun Ungmenna-og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) á frístundastyrk Fjallabyggðar.

 

 1. gr.

Reglur þessar gilda um úthlutun styrks Fjallabyggðar til frístundamála, frístundastyrks. Heildarfjárhæð styrksins ræðst af framlagi Fjallabyggðar hverju sinni. Tilgangur reglna um frístundastyrk er að gera aðildarfélögum kleift að byggja upp, viðhalda og bæta öflugt íþróttastarf þeirra.

 

 1. gr.

Þau aðildarfélög UÍF sem mætt hafa á ársþing UÍF árið á undan og skilað starfsskýrslum til UÍF geta sótt um styrki.

 

 1. gr.

Umsóknir um Frístundastyrk þurfa að berast fyrir 15. janúar ár hvert. Styrkur vegna hvers verkefnis er að hámarki 350.000 kr og getur hvert félag sótt um styrk vegna þriggja verkefna.

 

Af heildarupphæð styrks renna 7% til umsýslu og reksturs UÍF.

 

 1. gr.

Umsóknum skal skilað á þar til gerðu eyðublaði. Í umsókn skulu aðildarfélög gera grein fyrir verkefnum sem sótt er um svo og áætluðum tekjum, kostnaði og fjármögnun að öðru leyti. Aðildarfélög sem hlotið hafa styrk ber að leggja fram gögn um kostnað áður en til greiðslu styrks kemur.

 

 1. gr.

Styrkhæf eru verkefni sem stuðla að lýðheilsu, barna-og unglingastarfi og afreksstarfi, svo og vegna kaupa á búnaði til íþróttaiðkunar. Einnig eru verkefni vegna íþróttaaðstöðu, annarra en fasteigna, sem aðildarfélög notast við styrkhæf.

 

 1. gr.

Frístundastyrkur tekur ekki til frítíma í íþróttahúsum, æfinga-og keppnisferða, fasteignagjalda, reksturs mannvirkja eða fastan kostnað félags.

 

 1. gr.

Verði allri styrkupphæðinni frá Fjallabyggð ekki úthlutað rennur fjárhæðin til úthlutunar árið eftir.   Úthlutunar verða birtar á árþingi UÍF.

 

 1. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.

Engin nefnd var að störfum nema kjörnefnd.

 

 1. Kosningar, álit kjörnefndar

Kosning formanns; Jónína Björnsdóttir bauð sig fram og komu engin mótframboð.  Var hún kosin einróma og telst rétt kjörinn formaður.

Kosning stjórnar: Kosið var um tvo aðalmenn og tvo til vara. Merkt var við allt að fjóra einstaklinga á kjörseðli. Þá voru greidd atkvæði og kjörnefnd tók til starfa.

 

 1. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein laga UÍF

Atkvæði í stjórn UÍF voru eftirfarandi:

Anna Þórisdóttir með 27 atkvæði.

Arnheiður Jónsdóttir með 26 atkvæði

Þórarinn Hannesson með 19 atkvæði

Jón Karl Ágústsson með 11 atkvæði

Kristján Hauksson með 11 atkvæði

Þorsteinn Sigursveinsson með 8 atkvæði

Dagbjört Ísfeld Guðmundsdóttir með 4 atkvæði

Jón Garðar Steingrímsson með 3 atkvæði

Sæmundur P. Jónsson með 2 atkvæði

 

Réttkjörnir aðalmenn eru því  Anna og Arnheiður. Varamenn eru Þórarinn og Jón Karl. Voru Jón og Kristján með jafnmörg atkvæði og var því varpað hlutkesti.

 

 1. Kosning skoðunarmanna.

Lögð er fram tillaga um Þórarinn Hannesson og Rósa Jónsdóttir  samþykkt samhljóða.

 

 1. Önnur mál

Óskar sagði frá verkefni nemanda við MTR sem fjallaði um brottfall iðkenda. Brottfall geti verið tvenns konar, jákvætt brottfall og neikvætt brottfall. Jákvætt brottfall sé þegar iðkandi hættir í einni íþróttagrein og byrjar í annarri. Neikvætt brottfall sé þegar iðkandi hættir og fer ekki að gera neitt annað.  Í Fjallabyggð stundi 80% unglinga skipulega íþróttir.  Sé það ánægjuleg niðurstaða.

Kristján Hauksson lagði til  að á næsta ársþingi myndu félögin segja frá starfsemi sinni. Hann sagði frá starfsemi SÓ í stuttu máli og að félagið myndi leggja sig fram við að halda iðkendum við efni.

Guðný þakkaði fyrir gott þing. Jónína þakkaði einnig fyrir gott þing og þakkaði fyrir góða mætingu og sleit þinginu.

Ársþingi UÍF var slitið kl. 20:45.

Þingfulltrúar:

Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar: María Jóhannsdóttir og Bjarni Árnason

Skíðafélag Ólafsfjarðar:  Kristján Hauksson, Gunnlaugur Ingi Haraldsson og Sunnar Eir Haraldsdóttir

Ungmennafélagið Glói:  Guðrún L. Rafnsdóttir

Íþróttafélagið Snerpa: Helga Hermannsdóttir og Þórey Guðjónsdóttir

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg:  Jón Garðar Steingrímsson, Sandra Finnsdóttir og Guðrún Sif Guðbrandsdóttir

Golfklúbbur Fjallabyggðar:  Rósa Jónsdóttir og Björg Traustadóttir

KF: Þorvaldur S. Guðbjörnsson, Júlía G. Paulsen, Þorsteinn Heiðar Gunnólfsson, Magnús Þorgeirsson, Kristján Helgason.

Hestamannafélagið Gnýfari: Þorvaldur Hreinsson

Blakfélag Fjallabyggðar: Dagný Finnsdóttir

Skotfélag Ólafsfjarðar: Rögnvaldur Jónsson, Óskar Gíslason og Andri V. Víglundsson.

Golfklúbbur Siglufjarðar: Jóhann Már Sigurbjörnsson og Jón Karl Ágústsson

Stjórn ÚÍF: Jónína Björnsdóttir, Óskar Þórðarson, Anna Þórisdóttir og Eva Björk Ómarsdóttir. Forföll boðaði Arnheiður Jónsdóttir.

Gestir: Ingi Þór frá ÍSÍ og Haukur Valtýsson UMFÍ. Guðný Helgadóttir.

Fundarritari fær heimild fundarins til að ganga frá fundargerð.

Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir (sign.)

Ársþing UIF 21. maí 2019

Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar var haldið kl. 18, þriðjudaginn 21. maí 2019 að Hóli, Siglufirði.

Dagskráin þingsins er eftirfarandi, sbr. 13. gr. laga UÍF:

 1. Formaður UÍF setur þingið.
 2. Kosning þingforseta og þingritara.
 3. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar.
 4. Álit kjörbréfanefndar.
 5. Lögð fram árskýrsla stjórnar svo og skoðaðir reikningar seinasta árs.
 6. Umræður um ársskýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
 7. Ávörp gesta.
 8. Kosning þingnefnda: kjörnefnd (3)
 9. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
 10. Tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar lagðar fram og vísað til nefnda.
 11. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.

ÞINGHLÉ

 1. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.
 2. Álit kjörnefndar
 3. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein. Skal formaður kosinn sér, en hina í einu lagi. Stjórnin skiptir með sér verkum, í þau störf er um getur í 16. grein.
 4. Kosning skoðunarmanna, (tveir aðalmenn og tveir varamenn).
 5. Önnur mál.
 6. Þingslit.

 

Þingögn samanstóðu af  ársreikningi UÍF og fjárhagsáætlun svo og tillögu stjórnar að breytingum á reglum um Verkefnasjóð auk ársreikninga frá aðildarfélögum UÍF.

Fundargerð

 1. Formaður UÍF, Þórarinn Hannesson setti þingið; og bauð alla velkomna á ársþing UÍF. Hann bauð Viðar Sigurjónsson fræðslustjóra ÍSÍ og Hauk Valtýsson formann UMFÍ sérstaklega velkomna svo og Guðnýju Helgadóttur og Ríkey Sigurbjörnsdóttur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála hjá Fjallabyggð. Þórarinn óskaði öllum góðs þings og að þingfulltrúar myndu njóta veitinga sem Blakfélag Fjallabyggðar hafi séð um.

 

 1. Kosning þingforseta og þingritara.

Stungið var upp Sigurpáli Gunnarssyni sem þingforseta og Brynju Ingunni Hafsteinsdóttur sem þingrita.  Það var samþykkt einróma.

Þingforseti tók þá til máls, þakkaði traustið og bauð gesti velkomna.

 

 1. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar.

Stungið var upp á Helgu Hermannsdóttir formanni Snerpu og að með henni í nefndinni yrðu Rósa Jónsdóttir formaður GFB og  Þorvaldur Sveinn Guðbjartsson formaður KF.

Það var samþykkt einróma.

 

 1. Álit kjörbréfanefndar.

Á meðan kjörbréfanefnd fór yfir kjörbréfin kynnti þingið sér gögn þingsins.

Þá kynnti Rósar Jónsdóttir formaður kjörbréfanefndar álit nefndarinnar.

Af 34 skráðum fulltrúum samkvæmt kjörbréfum voru 27 mættir.  Kjörbréfnefndin sá ekkert athugavert við kjörbréfin og telur þau gild.  Var það samþykkt.

 

 1. Lögð fram ársskýrsla stjórnar og skoðaðir reikningar síðasta árs.

Þórarinn formaður UÍF flutti skýrslu stjórnar.  Hann fór yfir hverjir sætu í stjórn UÍF og helstu störf og verkefni hennar. Starfsemin hafi snúið að hefðbundnum og lögbundnum hlutverkum sambandsins s.s.  að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar út á við, eiga samskipti við ÍSÍ, UMFÍ og sveitarfélagið og deila út fjármunum frá þessum aðilum til aðildarfélaganna eftir þeim reglum sem íþróttahreyfingin hefur sett sér. Aðildarfélögum var veitt aðstoð við að yfirfara lög sín,  stjórn UÍF veitti umsagnir varðandi ýmis íþrótta tengd málefni auk þess að standa fyrir viðburðum til að kynna íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka almenna hreyfingu íbúa. Auk þess hafi UÍF staðið að vali á íþróttamanni ársins í góðu samstarfi við Kiwanisklúbbinn Skjöld.

 

Fjallaði Þórarinn einnig um samskipti UÍF við sveitarfélagið en þau hafi verið góð. Hækkun frístundastyrks, stórbætt aðstaða til líkamsræktar í báðum bæjarkjörnum svo og uppsetning á köldum körum og gufu í báðum sundlaugum eru dæmi um jákvæð framfaraskref.  Frítímareglur voru einnig endurskoðaðar og var komið að nokkru leyti til móts við óskir íþróttahreyfingarinnar um að mótahald í íþróttamannvirkjum félli undir frítíma. Til að standast samanburð við þau sveitarfélög sem við berum okkur saman við þarf þó að gera betur. Þórarinn sagði frá aðkomu íþróttahreyfingarinnar að Frístund sem er fjölbreytt dagskrá fyrir nemendur í 1-4. bekk GF að loknum skóladegi.  Aðildarfélög hafa boðið upp á æfingar í Frístund og hefur það mælst vel fyrir.  Erfitt sé að sjá þessa dagskrá ganga upp án aðkomu íþróttahreyfingarinnar.

 

Fjallabyggð er Heilsueflandi samfélag en í júní var skrifað undir samning þar að lútandi við embætti Landlæknis. Hafði UÍF lagt áherslu á að taka þátt í þessu verkefni.  Stigin hafi verið nokkur skref til að auka möguleika íbúa á hreyfingu t.a.m. fjölgun bekkja á gönguleiðum, uppsetning ærslabelgja og  gjaldfrjálsir danstímar. Þórarinn fjallaði um samskipti við bæjaryfirvöld vegna Hóls sem hafa breyst. Íþróttatengt starf hefur minnkað að Hóli þar sem knattspyrnuæfingar fara að mestu fram á Ólafsfirði og komin er nýr golfvöllur. Sveitarfélagið greiðir því ekki lengur fyrir afnot af húsnæðinu eða viðhald. Samfara þessu breytingum hefur afsali eignarinn verið breytt þannig að íþróttahreyfingin hefur fullan eignarrétt á eigninni.

 

Þórarinn sagði nánar frá íþróttamiðstöðinni að Hóli en húsnæðið brann fyrir nokkrum árum. Uppbyggingin síðast liðin ár hefur gengið vel.  Á árinu var klárað að greiða upp lán sem tekið hafið verið vegna endurbótanna og er því hægt að huga að frekari framkvæmdum.  Ákveðið hefur verið að laga frárennsli frá húsinu og endurbæta skemmu. Í framhaldin af því standa vonir til að hægt verði að klára að klæða skemmuna og milligang. Skemman hefur verið leigð út í vetur. Íbúðarhúsið er í góðu standi og munar mikið um að hafa hitaveitu. Útleigan á Hóli er mikil og húsið og umhverfi þess er vinsælt fyrir ættarmót og aðra stóra viðburði. Íþróttahreyfingin hefur aðgang að Hóli til fundarhalda og einstakra viðburða fyrir iðkendur. Þórarinn þakkaði Guðnýju Helgadóttir fyrrverandi formanni UÍF og Andrési Stefánssyni fyrir vel unnin störf en Guðný er umsjónarmaður Hóls. Fyrirspurnir hafa borist um möguleik kaup á Hóli og hefur umræða þar að lútandi verið tekin á formannafundum svo og ársþingum. Niðurstaðan hafi ávallt verið sú að íþróttahreyfingin ætti að eiga húsnæðið áfram. Þórarinn telur að virði eignarinnar sé mikið í íþrótta-og félagslegu tilliti og að fjárhagslegt virði hennar hafi vaxið töluvert á síðustu árum og muni vaxa enn, m.a. með tilkomu nýja golfvallarins, nálægð við skíðasvæðið og fleiri þátta.

 

Fjallaði Þórinn um endurskoðun á reglum um bæjarstyrk og Verkefnasjóð. Á síðasta ársþingi voru gerðar breytingar á reglum um bæjarstyrk þannig að iðkendur eru taldir  aðeins einu sinni í reikningsforritinu. Var úthlutað samkvæmt þessum reglum á síðasta ári og verður aftur í ár. Fellt var út ákvæði um lágmarksfjölda iðkenda og eru námskeið styrkhæf. Bæjarstyrkurinn er eingöngu ætlaður til barna- og unglingastarfs svo og fatlaðra og aldraðra. UÍF er treyst til að skipta styrknum á sem sanngjarnastan hátt milli aðildarfélaga þannig að úthlutun endurspegli starfsemi félaganna.  Upphæð styrk bæjarins hefur verið sú sama frá stofnun UÍF, þ.e. um 6.5 milljónir á ári. Á þessu ári hækkaði hann um eina milljón og er von á frekari hækkun. Er það ánægjulegt enda er öflugt barna- og unglingastarf besta forvörn sem nokkuð sveitarfélag getur haft.  Síðar á fundinum verða lagðar fram tillögur stjórnar að breytingar á reglum um Verkefnasjóð. Breytingunum er bæði ætlað að koma til móts við almennt félagsstarf aðildarfélaga svo og afreksfólk.

 

Frétta- og fræðslusíða UÍF hefur verið á facebook frá árslokum 2016 og flutt reglulegar fréttir af starfsemi aðildarfélaga og íþróttalífinu í Fjallabyggð. Fylgjendur eru um 300 og viðtökur góðar. UÍF væntir þess að fréttaflutningur af starfsemi aðildarfélaga komi til með að fjölga iðkendum og styrkja félögin t.am. við styrkumsóknir.  Með tilkomu síðunnar varð UÍF sýnilegra og aðildarfélög hafa fengið góða kynningu á starfi sínu.

 

Í samstarfi við Kiwanisklúbbinn Skjöld hefur UÍF staðið fyrir vali á íþróttamanni Fjallabyggðar auk þess að verðlauna efnilegasta og besta íþróttafólk sveitarfélagsins í einstökum greinum. Athöfnin fór fram í Tjarnarborg og var hin glæsilegasta. Er nefndinni sem sá um athöfnina færðar bestu þakkir.  Elsa Guðrún Jónsdóttir skíðagöngukona var valin íþróttamaður ársins þriðja árið í röð og var henni óskað til hamingju.

 

Vetrarleikar hafa verið haldnir frá árinu 2011 en markmið þeirra er að auka áhuga íbúa sveitarfélagsins á hreyfingu og kynnast starfi aðildarfélaga UÍF. Árið 2018 var dagskrá eina helgi á Siglufirði og aðra helgi á Ólafsfirði. Gekk það vel og tóku mörg félög þátt. Fjallabyggð bauð frítt í sund sitt hvoru megin. Í ár varð því miður ekkert af Vetrarleikum.

 

Formannafundir voru að venju haldnir að vori og hausti og fór þar einnig fram kynning á Felix.

 

Mikil umræða hefur verið innan íþróttahreyfingarinnar um bæði persónuvernd og kynferðislegt ofbeldi. Metoo umræðan hefur einnig tengst íþróttahreyfingunni og ljóst að vitundarvakningar var þörf. Hefur íþróttahreyfingin tekið á þessum málum af festu eins og önnur stjórnvöld. Gagnlegt efni um þessi málefni má finna á heimasíðu ÍSÍ. Persónuupplýsingar lúta m.a. að myndbirtingum á facebook og heimasíðum félaga. Búið er að gefa út leiðbeiningar sem hægt er að nálgast bæði hjá ÍSÍ og UMFÍ.

 

Stjórn UÍF fundar amk. einu sinni í mánuði og oftar ef þörf þykir. Stjórnarmenn sækja einnig fundi utan héraðs. Formaður sat Vorfund UMFÍ á Sauðárkróki  svo og samráðsfund UMFÍ á Ísafirði. Starfsmaður stjórnar sat fund ÍSÍ um framtíðarskipulag íþróttamála í Reykjavík. Mæting á slíka fundi er mikilvæg til að fylgjast með, vera sýnileg og kynna starfsemi UÍF  svo og til að hafa áhrif.  Lottógreiðslur skerðast t.d.  ef ekki er mætt á suma af þessum fundum.

 

UÍF hefur verðlaunað nemendur sem hafa náð góðum námsárangri í íþróttum og útivist í GF og MTR. Hafa nokkrir nemendur verið verðlaunaðir nú þegar.  Draumur UÍF hefur verið að vera með starfsmann í hlutastarfi til að vinna að málefnum íþróttahreyfingarinnar, gera þau markvissari og aðstoða íþróttafélögin í ýmsum málefnum. Rætt hefur verið óformlega við Fjallabyggð um að UÍF tæki að sér verkefni sem snerta íþróttamál og nú eru unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins. Stjórn UÍF er tilbúin til að eiga samtal við sveitarfélagið um mögulega yfirfærslu þessara verkefna.

 

Starfsemi íþróttahreyfingarinnar er mjög blómleg í Fjallabyggð, árangur er góður í mörgum greinum og iðkendur skipta hundruðum. Þetta væri ekki hægt án fórnfúss starfs fjölda fólks og þakkaði Þórarinn fyrir hönd stjórnar UÍF öllum sem lagt hafa hönd á plóginn fyrir fórnfúst starf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

 

Loks áréttaði Þórarinn það sem hann tilkynnti á síðasta formannafundi að hann muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku. Hann hafi gengt formennsku í þrjú ár og setið í stjórn UÍF sjö af þeim tíu árum sem sambandið hafi starfað.

Þórarinn formaður UÍF gerði, í forföllum gjaldkera, jafnframt grein fyrir ársreikningi UÍF.

Rekstrartekjur UÍF voru:  25.550.850 kr.

Rekstrargjöld voru:   23.578.671 kr.

Hagnaður ársins var: 1.972.179 kr.

Varanlegir rekstrarfjármunir voru:  34.559.490 kr.

Veltufjármunir voru:  45.672.484 kr.

Eigið fé var:  44.567.453 kr.

Langtímalán var: 0 kr.

Skammtímaskuldir voru: 1.105.031 kr.

 

 1. Umræður um ársskýrslu og reikninga fóru fram og voru svo lagðir fram til samþykktar.

Forseti gaf orðið laust um reikninga og skýrslu UÍF.   Enginn tók til máls. Sigurpáll þakkaði fyrir góða skýrslu og ársreikninga. Kristján Hauksson ræddi um sundurliðunina og saknaði þess að sjá hana ekki. Þakkaði fyrir gott starf.

Ársreikningur UÍF lagður fram til samþykktar.  Var hann samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

 

 1. Ávörp gesta.

Viðar Sigurjónsson fulltrúi ÍSÍ þakkaði fyrir gott þing. Hann benti á að skýrslu stjórnar þurfi ekki að samþykkja heldur aðeins að umræður fari fram. Aðeins þarf að samþykkja reikninga. Hann flutti kveðja frá forseta ÍSÍ og framkvæmdastóra svo og starfsfólki. Íþróttaþing ÍSÍ er nýlokið og þar voru nokkrar samþykktir samþykktar og hvatti hann UÍF til að kynna sér þær. Umdeildasta tillagan var Felix en mikið vesen hefur verið með forritið og erfitt að læra á það og nota. Samþykkt að skoða hvort að hægt væri að koma Felix í það ástand að hann væri nothæfur eða að skipta honum út fyrir kerfi sem starfar betur. Margt gott við Felix en margir hnökrar.  Viðar fjallaði einnig um þjálfaramenntun ÍSÍ sem er í fjarnámi á vor og haust önn. Hvatti félögin til að senda sína þjálfara það gagnaðist öllum. Sérgreinaþátturinn er síðan tekin hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ, nema KSÍ.  Fyrirmyndarfélög ÍSÍ eru líka á könnu Viðars. Aðildarfélög UÍF hafa fengið þessa viðurkenningu. Starf hefur oftar en ekki batnað við að fá þessa viðurkenningu. Héraðsambönd hafa einnig fengið viðurkenningu sem fyrirmyndar íþróttahéruð og hefur þeim fjölgað. Fleiri héraðssambönd eru að vinna í þessu þar með talið UÍF. Starf UÍF er kraftmikið. Hvatti hann stjórn áfram til góðra verka.

Haukur Valtýsson formaður UMFÍ ávarpaði þingið og færði þinginu bestu óskir frá stjórn og starfsfólki þjónustumiðstöðvar UMFÍ.  Hann hefur sótt nokkur ársþing UÍF og telur mikilvægt að heimsækja fólkið heima í héraði. Þar sé grasrótin. Hann þakkaði Þórarni fyrir samstarfið undangengin ár.  Hann benti á að samstarf við aðra víkki sjóndeildarhringinn. Stjórnarfólk úr UMFÍ sé að fara í ferð til Danmerkur og kynnast starfi hreyfingarinnar þar. Með slíku samstarfi kynnist fólk betur og getur leitað til hvers annars.  Hann þakkaði fyrir skýrslu stjórnar UÍF og vel uppsetta reikninga.

Haukur tók undir að miklir fjármunir hafi farið í Felix og þeir hafi skilað litlu. Miklir hnökrar sem hafa verið að trufla fólk. Hann fagnar því að verið sé að kanna hvort að hægt sé að nota Felix eða fara aðra leið.

Landsmót 50 plús verði haldið á Neskaupsstað.  Hvert mót er með sín sérkenni.  Hvatti UÍF til að auglýsa þessi mót á sínu svæði. UÍF ætti jafnframt að huga að því að sækja um að halda slíkt mót. Aðstæður hér myndu henta vel. Það væri líka hægt að fá nágranna í lið mér sér.

Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið í sumar á Höfn í Hornafirði. Þar sé vant fólk og hvatti hann alla til þátttöku. Eitt stærsta forvarnarverkefni sem er í starfi í landinu. Hvetja börn og unglinga ásamt foreldrum til þátttöku. Unglingalandsmót er framlag UMFÍ til að efla og bæta lýðheilsu í landinu. Börn ánetjast síður fíkniefnum eftir því sem þau eru lengur með foreldrum og sínum nánustu.

UMFÍ hefur lagt áherslu á að ná til nýbúa en að taka þátt í íþróttastarfi gerir þeim kleift að kynnast betur samfélaginu. Styrkir voru veittir til fimm sambandsaðila vegna slíks verkefnis og hefur menntamálaráðherra einnig veitt styrki til málefnisins.

Haukur benti á heimasíðu UMFI sem er lifandi og hægt að fylgjast með starfsemi samtakanna m.a. um sjóði sem sækja má í.

Loks hvatti Haukur alla til að taka þátt í íþróttastarfi og hafa gaman af.

Viðar tók aftur til máls en hann gleymdi embættisverki sínu. Hann heiðraði fráfarandi formann Þórarinn Hannesson með silfurmerki ÍSÍ.

 

 1. Kosning þingnefnda.

Forseti óskaði eftir tillögum um þrjá aðila í kjörnefnd.  Lagt er til að Þorvaldur Hreinsson,  María Jóhannsdóttir og Kristján Hauksson taki sér nefndarstörf og var það samþykkt samhljóða.

 

 1. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

Þórarinn kynnti fjárhagsáætlunina og fór yfir hana lið fyrir lið. Tekjur verða alls 26.700.000 kr. og gjöld verða samtals 26.700.000 kr. Fjárhagsáætlunin var síðan samþykkt.

 

 1. Tillögur og önnur máls sem borist hafa til stjórnar.

Engar tillögur bárust til stjórnar.

 

 1. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.

Stjórn UÍF lagði til breytingar á reglum um Verkefnasjóð. Óskar fór yfir tillögurnar. Þórarinn sagði að reynt hefði verið að aðlaga reglurnar að því starfi sem fari fram hjá aðildarfélögum en t.a.m. hafi aukist að iðkendur séu valdir í úrvalshópa hjá sérsamböndum. Félagslegi þátturinn sé líka inni og  geta félögin sótt um styrk til að gera eitthvað skemmtileg með iðkendum. Hluti af bæjarstyrknum rennur í Verkefnasjóð. Styrkpotturinn hafi aldrei tæmst og sé nóg fjármagn í honum núna. Hvatti hann félögin til að sækja um styrk í sjóðinn.

Jón Garðar spurði um þörfina á styrkjum úr Verkefnasjóð og hvort ekki mætti útdeila þessum peningum beint til félaga. Þórarinn svaraði því að sjóðurinn væri meiri hvatning fyrir félögin. Þarna geta þau sótt um aukafjármagn til menntunar þjálfara og dómara. Þorvaldur spurði hvað mikið hafi verið í sjóðnum á síðasta ári.  Það var um 900.000 kr. Þorvaldur velti fyrir sér hvort að eðlilegra væri að það væru tvær dagsetningar á úthlutun ef að félögin skyldu gleyma sjóðnum. Óskar svaraði því að það sé fjallað um sjóðinn á formannafundum og ársþingi. Þorvaldur velti fyrir sér hvort að ekki sé gott að styrkþega sé getið. Var tekið vel í þá hugmynd.

Tillögur stjórnar UÍF að breytingum á 2. og 6. gr. reglna um Verkefnasjóð eru eftirfarandi:

 1. gr.

Markmið sjóðsins er:

 • Að veita aðildarfélögum UÍF styrki til að viðhalda öflugu íþrótta- og félagsstarfi.
 • Að veita iðkendum aðildarfélaga UÍF sem skara fram úr viðurkenningu og stuðning til þjálfunar vegna þátttöku í mikilvægum mótum.
 • Að styrkja verkefni aðildarfélaga UÍF sem tengjast heilsu og forvarnarstarfi.

 

6.gr.

Styrkhæf verkefni eru m.a.

 • Þáttöku- eða námskeiðsgjald við menntun þjálfara og dómara (allt að 100% af kostnaði)
 • Ferða- og gistikostnaður við menntun þjálfara og dómara (allt að 75% af kostnaði)
 • Gjald vegna æfinga- og keppnisferðaá vegum sérsambanda (allt að 75% af kostnaði)
 • Ferða- og gistikostnaður vegna æfinga- og keppnisferða á vegum sérsambanda (allt að 75% af kostnaði)
 • Ferða- og gistikostnaður vegna þjálfara í æfinga- og keppnisferða erlendis (allt að 75% af kostnaði)
 • Viðurkenning til íþróttamanns Fjallabyggðar (100.000)

 

Sjóðurinn styrkir ekki áhalda- og búnaðarkaup vegna íþróttaiðkunar né mannvirkjagerð.

Tillaga stjórnar samþykkt. Á fundinum var einnig lagt til að bæta við 5. gr. reglnanna: „Úthlutunum úr sjóðnum skal sundurliða í skýrslu stjórnar ásamt heiti verkefnis“.

 

Breytingatillögur samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.  Ákvæði 2. gr., 5. gr. og 6. gr. reglna um Verkefnasjóð verða þá svohljóðandi:

 

 1. gr.

Markmið sjóðsins er:

 • Að veita aðildarfélögum UÍF styrki til að viðhalda öflugu íþrótta- og félagsstarfi.
 • Að veita iðkendum aðildarfélaga UÍF sem skara fram úr viðurkenningu og stuðning til þjálfunar vegna þátttöku í mikilvægum mótum.
 • Að styrkja verkefni aðildarfélaga UÍF sem tengjast heilsu og forvarnarstarfi.

 

 1. gr.

Höfuðstóll verkefnasjóðsins skal aldrei vera lægri en kr. 400.000 eftir úthlutun.

Stjórn UÍF skal gera grein fyrir stöðu sjóðsins í ársreikningum. Úthlutunum úr sjóðnum skal sundurliða í skýrslu stjórnar ásamt heiti verkefnis.

 1. gr.

Styrkhæf verkefni eru m.a.

 • Þáttöku- eða námskeiðsgjald við menntun þjálfara og dómara (allt að 100% af kostnaði)
 • Ferða- og gistikostnaður við menntun þjálfara og dómara (allt að 75% af kostnaði)
 • Gjald vegna æfinga- og keppnisferða á vegum sérsambanda (allt að 75% af kostnaði)
 • Ferða- og gistikostnaður vegna æfinga- og keppnisferða á vegum sérsambanda (allt að 75% af kostnaði)
 • Ferða- og gistikostnaður vegna þjálfara í æfinga- og keppnisferða erlendis (allt að 75% af kostnaði)
 • Viðurkenning til íþróttamanns Fjallabyggðar (100.000 kr.)

Sjóðurinn styrkir ekki áhalda- og búnaðarkaup vegna íþróttaiðkunar né mannvirkjagerð.

 

Þinghlé.   Í þinghlé voru veitingar í umsjón Blakfélags Fjallabyggðar.

 

 1. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.

Engin nefnd var að störfum nema kjörnefnd.

 

 1. Kosningar, álit kjörnefndar

Kosning formanns; Jónína Björnsdóttir bauð sig fram og komu engin mótframboð.  Var hún kosin einróma og telst rétt kjörinn formaður.

Þeir sem voru í framboði til stjórnarkjörs kynntu sig. Kosið var um tvo aðalmenn og tvo til vara. Merkt var við allt að fjóra einstaklinga á kjörseðli. Þá voru greidd atkvæði og kjörnefnd tók til starfa.

 

 1. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein laga UÍF

Atkvæði í stjórn UÍF voru eftirfarandi:

Óskar Þórðarson með 26 atkvæði.

Eva Björk Ómarsdóttir með 22 atkvæði

Margrét Sigmundsdóttir með 18 atkvæði

Jóhann Már Sigurbjörnsson með 10 atkvæði

Guðrún Linda Rafnsdóttir með 9 atkvæði

Dagbjört Ísfeld Guðmundsdóttir með 7 atkvæði

Þorsteinn Sigursveinsson með 6 atkvæði

Jón Garðar Steingrímsson með 5 atkvæði

Sæmundur P. Jónsson með 3 atkvæði

Ásgrímur Pálmason með 1 atkvæði

 

Réttkjörnir aðalmenn eru því  Óskar og Eva Björk. Varamenn eru Margrét og Jóhann Már.

 1. Kosning skoðunarmanna

Lögð er fram tillaga um Ármann V. Sigurðsson og Þorgeir Bjarnason  samþykkt samhljóða.  Varamenn voru tilnefndir Sigurður Gunnarsson og Dagný Finnsdóttir.

 

 1. Önnur mál

Kristján Hauksson hrósaði UÍF fyrir starfsemina og óskaði nýkjörinni stjórn til hamingju. Honum þykir gaman að sjá hversu öflug starfsemin væri hjá aðildarfélögum og fagnaði fræðslu- og fréttasíðu UÍF á facebook. Hann þakkaði Þórarni sérstaklega fyrir vel unnin störf, einurð og áhuga.

Þórarinn þakkaði fyrir gott þing og þakkaði fyrir góð ár með UÍF. Hann þakkaði fyrrverandi stjórnarmönnum fyrir samstarfið og kvaðst hugsa til þeirra þegar hann væri í Kaupmannahöfn eftir viku.  Orti hann í tilefni þess:

Núna er ég sem fuglinn frjáls,

fer ei með neinu þjósti

sveifla stéli og sveigi háls

með silfur í hári og brjósti.

 

Ársþingi UÍF var slitið kl. 20:45.

Þingfulltrúar:

Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar: María Jóhannsdóttir og Sigurður Steingrímsson

Skíðafélag Ólafsfjarðar:  Kristján Hauksson og Sigurpáll Gunnarsson

Ungmennafélagið Glói:  Kristín Anna Guðmundsdóttir og Guðmundur Óli Sigurðsson

Íþróttafélagið Snerpa: Helga Hermannsdóttir og Þórey Guðjónsdóttir

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg:  Jón Garðar Steingrímsson, Anna María Björnsdóttir og Þorgeir Bjarnason

Golfklúbbur Fjallabyggðar:  Rósa Jónsdóttir

KF: Þorvaldur S. Guðbjörnsson, Hörður Bjarnason, Þorsteinn Sigursveinsson, Magnús Þorgeirsson, Gunnlaugur Sigursveinsson og Dagný Finnsdóttir.

Hestamannafélagið Gnýfari: Þorvaldur Hreinsson

Blakfélag Fjallabyggðar: Sigríður Ósk Salmannsdóttir

Skotfélag Ólafsfjarðar: Georg D. Kristinsson og Ingimundur Sigurðsson

Hestamannafélagið Glæsir: Stefán Stefánsson og Elín Kjartansdóttir

Golfklúbbur Siglufjarðar: Jóhann Már Sigurbjörnsson og Sævar Örn Kárason

 

Stjórn UÍF: Þórarinn Hannesson, Anna Þórisdóttir, Arnheiður Jónsdóttir og Óskar Þórðarson.

Aðrir: Ríkey Sigurbjörnsdóttir og Guðný Helgadóttir

Fundarritari fær heimild fundarins til að ganga frá fundargerð.

Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir (sign.)

 

 

 

 

Ársþing UIF 15. maí 2018

Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar var haldið kl. 18, þriðjudaginn 15. maí 2018 að Hóli, Siglufirði.

Dagskráin þingsins er eftirfarandi, sbr. 13. gr. laga UÍF:

 1. Formaður UÍF setur þingið.
 2. Kosning þingforseta og þingritara.
 3. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar.
 4. Álit kjörbréfanefndar.
 5. Lögð fram árskýrsla stjórnar svo og skoðaðir reikningar seinasta árs.
 6. Umræður um ársskýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
 7. Ávörp gesta.
 8. Kosning þingnefnda: kjörnefnd (3), allsherjar- og laganefnd (5) og fjárhagsnefnd (3)
 9. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
 10. Tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar lagðar fram og vísað til nefnda.
 11. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.

ÞINGHLÉ

 1. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.
 2. Álit kjörnefndar
 3. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein. Skal formaður kosinn sér, en hina í einu lagi. Stjórnin skiptir með sér verkum, í þau störf er um getur í 16. grein.
 4. Kosning skoðunarmanna, (tveir aðalmenn og tveir varamenn).
 5. Önnur mál.
 6. Þingslit.

 

Þingögn samanstóðu af skýrslu og ársreikningi UÍF auk tillögu stjórnar að breytingum að reglum um úthlutun bæjarstyrks auk ársreikningum frá aðildarfélögum UÍF.

Fundargerð

 1. Formaður UÍF, Þórarinn Hannesson setti þingið; og bauð alla velkomna á ársþing UÍF. Hann bauð Inga Þór Ágústsson stjórnarmann ÍSÍ og Hauk Valtýsson formann UMFÍ sérstaklega velkomna. Þórarinn óskaði öllum góðs þings og að þingfulltrúar myndu njóta veitinga sem Skíðafélag Siglufjarðar hafi séð um.

 

 1. Kosning þingforseta og þingritara.

Stungið var upp Friðriki Steinari Svavarssyni sem þingforseta og Brynju Ingunni Hafsteinsdóttur sem þingrita.  Það var samþykkt einróma.

Þingforseti tók þá til máls, þakkaði traustið og bauð gesti velkomna.

 

 1. Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar.

Stungið var upp á Helgu Hermannsdóttir formanni Snerpu og að með henni í nefndinni yrðu Rósa Jónsdóttir formaður GFB og  Þorvaldur Sveini Guðbjartsson formaður KF.

Það var samþykkt einróma.

 

 1. Álit kjörbréfanefndar.

Á meðan kjörbréfanefnd fór yfir kjörbréfin kynnti þingið sér gögn þingsins.

Þá kynnti Rósar Jónsdóttir formaður kjörbréfanefndar álit nefndarinnar.

Af 36 skráðum fulltrúum samkvæmt kjörbréfum voru 27 mættir.  Kjörbréfnefndin sá ekkert athugavert við kjörbréfin og telur þau gild.  Var það samþykkt.

 

 1. Lögð fram ársskýrsla stjórnar og skoðaðir reikningar síðasta árs.

Þórarinn formaður UÍF las upp skýrslu stjórnar.  Hann fór í stuttu máli yfir störf stjórnar og helstu verkefni hennar. Hann fór yfir þau stóru mál sem stjórnin hefur unnið að og lokið. Fram kom að starfsemi stjórnar snúi að hefðbundnu og lögbundnu hlutverki s.s. að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar bæði gagnvart sveitarfélaginu svo og ÍSÍ og UMFÍ. Einnig að aðstoða aðildarfélög eftir þörfum. Þórarinn fór nánar yfir verkefni UÍF. Í samstarfi við Kiwanisklúbbinn Skjöld hafi UÍF staðið fyrir vali á íþróttamanni Fjallabyggðar og var Elsa Guðrún Jónsdóttir skíðagöngukona valin íþróttamaður ársins annað árið í röð. Þórarinn sagði frá Hreyfiviku sem er evrópsk lýðheilsuherferð og er ætlað að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. Einn liður af Hreyfiviku er sundkeppni milli sveitarfélaga en Fjallabyggð lenti á síðasta ári í 5. sæti en um 40 sveitarfélög tóku þátt. Frétta- og fræðslusíða UÍF hefur dafnað en þar hafa verið fluttar hátt í 400 fréttir af íþróttalífinu í Fjallabyggð og eru fylgjendur rúmlega 200. UÍF væntir þess að fréttaflutningur af starfsemi aðildarfélaga komi til með að fjölga iðkendum og styrkja félögin. Þórarinn kvað ánægjulegt að sjá að í stefnuskrám framboða til sveitarstjórnar sé lagt til að hækka bæjarstyrkinn, þ.e. styrk Fjallabyggðar til aðildarfélaga UÍF. Stjórn UÍF hefur lagt fram tillögu að breytingu á reglunum og mun ársþingið fjalla um þær tillögur.  Þórarinn fór einnig yfir samskipti stjórnar UÍF við bæjaryfirvöld og aðkomu íþróttahreyfingarinnar að Frístund, sem er fjölbreytt dagskrá fyrir nemendur í 1-4. bekk GF að loknum skóladegi.  Því verkefni var hrundið af stað með skömmum fyrirvara og hafði íþróttahreyfingin ekki nema um 3 vikur til undirbúnings. Því hafi það verið kaldar kveðjur þegar samningur sem gerður hafði verið milli Fjallabyggðar og UÍF um afnot Fjallabyggðar af íþróttamiðstöðinni að Hóli hafi einhliða verið lækkaður úr 1.500.000 kr. í 800.000 kr. og síðan felldur úr gildi þrátt fyrir að samningurinn hafi verið í fullu gildi og hafi átti að tryggja UÍF greiðslur fram á næsta ár. Sveitarfélagði er með knattspyrnuvöll og golfvöll við Hól og þarf aðstöðu til að hægt sé að nýta þessa velli s.s. búningsklefa, geymslur o.fl. Í sumar mun Fjallabyggð þó greiða fyrir afnot KF af aðstöðunni á Hóli. Þórarinn kvað ánægjulegt að knattspyrnustarf á Hóli geti haldið áfram. UÍF hefur staðið fyrir Vetrarleikum frá árinu 2011 en markmið þeirra er að auka áhuga íbúa á hreyfingu og kynna fjölbreytt íþróttastarf aðildarfélaganna. Í ár tóku 8 aðildarfélög þátt og Fjallabyggð bauð frítt í sund. Leikarnir voru haldnir eina helgi á Ólafsfirði og aðra helgi á Siglufirði og gafst það vel. Þórarinn sagði frá íþróttamiðstöðinni að Hóli en húsnæðið brann fyrir nokkrum árum. Uppbyggingin hefur gengið vel og framkvæmdum lokið í bili. Útleiga er mikil á Hóli og undanfarin ár hefur rekstur fasteignarinnar staðið undir sér en æskilegt er að klára að klæða húsið og gera upp milligang. Íþróttahreyfingin hefur aðgang að Hóli til fundarhalda og einstakra viðburða fyrir iðkendur. Þórarinn þakkaði Guðnýju og Andrési fyrir vel unnin störf en Guðný er umsjónarmaður Hóls. Þórarinn fór síðan yfir önnur viðfangsefni. Umsóknum í Verkefnasjóð hefur fjölgað. Formannafundir voru að venju haldnir að vori og hausti og fór þar einnig fram kynning á Felix. Fjárhagur UÍF er í ágætum málum en vænta má minni umsvifa á Hóli. Því verði íþróttahreyfingin að velta fyrir sér hlutverki Hóls og þörfinni á þessu húsnæði fyrir hreyfinguna.  Á formannafundum hefur komið fram eindregin vilji til að halda Hóli og samkvæmt þeim vilja starfar stjórn UÍF. Draumur UÍF hefur verið að vera með starfsmann í hlutastarfi til að vinna að málefnum íþróttahreyfingarinnar, gert þau markvissari og aðstoðað íþróttafélögin í ýmsum málefnum svo og að vinna þau verkefni sem starfsmenn sveitarfélagsins hafa haft á sinni könnu og snerta íþróttamál. Stjórn UÍF er tilbúin að eiga samtal við sveitarfélagið um mögulega yfirfærslu þessara verkefna. Fjallabyggð er orðið heilsueflandi samfélag en þann 11. júní 2018 fer fram formleg undirritun samnings þar að lútandi við embætti Landlæknis. Í slíkum samningi gæti falist tækifæri til að láta draum UÍF um starfsmann í hlutastarfi rætast.  Þórarinn sagði frá nýjum aðildarfélögum UÍF en það eru Blakfélag Fjallabyggðar og Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar.

Að lokum þakkaði Þórarinn, f.h. stjórnar, aðildarfélögunum fyrir gott samstarf svo og öllum félagsmönnum.

Þórarinn formaður UÍF gerði grein fyrir ársreikningi UÍF

Rekstrartekjur UÍF voru:  24.933.821 kr.

Rekstrargjöld voru:   24.598.423 kr.

Hagnaður ársins var:  335.398 kr.

Varanlegir rekstrarfjármunir voru:  34.559.490 kr.

Veltufjármunir voru:  44.588.394 kr.

Eigið fé var:  42.653.912 kr.

Langtímalán var: 1.410.000 kr.

Skammtímaskuldir voru: 524.482 kr.

 

 1. Umræður um ársskýrslu og reikninga fóru fram og voru svo lagðir fram til samþykktar.

Forseti gaf orðið laust um reikninga og skýrslu UÍF.   Þorvaldur Hreinsson benti á að réttast væri að reglur um niðurfellingu fasteignagjalda yrðu samræmdar hjá þeim félögum sem ættu fasteignir. Guðný Helgadóttir þakkaði fyrir góðan rekstur hjá stjórn UÍF. Ólafur Kárason spurði hvort að kostnaðaráætlun væri komin fyrir viðgerðum á tengigangi. Þórarinn sagði að Fjallabyggð hefði gert kostnaðaráætlun fyrir fjórum árum. Ársreikningur UÍF lagður fram til samþykktar.  Var hann samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

 

 1. Ávörp gesta.

Haukur Valtýsson formaður UMFÍ ávarpaði þingið og færði þinginu bestu óskir frá stjórn og starfsfólki þjónustumiðstöðvar UMFÍ.  Hann þakkaði fyrir skýrslu stjórnar UÍF og vel uppsetta reikninga. Hann sagði frá því að UMFÍ hafi verið í vinnuhóp um „Metoo“ ásamt ráðuneytinu. Í máli hans kom fram að þau mál verði að vinna alls staðar með sama hætti og þau verði að vinna í návígi. Einnig sagði hann frá verkefnunum „Sýnum karakter“ og „Betra félag“, sem bæði eru unnin í samvinnu við ÍSÍ. Almenningsíþróttaverkefni UMFÍ eins og Hreyfivika hafi vaxið stöðugt. Þátttakan hafi jafnframt allltaf verið að aukast. Að efla og bæta lýðheilsu þjóðarinnar er eitt af markmiðum UMFÍ. Yfirvöld ættu því að hans mati að vinna meira með íþróttaforustunni að þessu verkefni. Slíkt hafi átt sér stað í Danmörku. Landsmótið sé annað lýðheilsuverkefnið og verður haldið á Sauðarárkróki í ár. Það sé með breyttu sniði t.d. verður keppt í körfubolta og knattspyrnu einn á móti einum.  Þetta mót er framlag UMFÍ til að efla og bæta lýðheilsu í landinu. Hlaupaskotfimi verður m.a. einnig á dagskrá mótsins. Unglingalandsmót UMFÍ er fyrir þá sem eru yngri en 18 ára og er eitt stærsta forvarnarverkefni í landinu.  Hann áréttaði að innra starf félags skiptir mestu máli fyrir iðkendur en ekki stærð félagnna.  Haukur lagði til að UÍF myndi sækja um Landsmót 50+ og t.d.  halda vetrarlandsmót. Hann benti líka á fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ svo og umhverfissjóð UMFÍ. Felix hefur að hans mati ekki gengið sem skyldi, því miður.  Loks veittir Haukur Gunnlaugi Stefáni Vigfússyni, Gulla Sínu, starfsmerki UMFÍ.

Ingi Þór Ágústsson stjórnarmaður ÍSÍ ávarpaði þingið og færði öllum kveðjur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og framkvæmdastjóra svo og Viðars. Hann hrósaði Frétta- og fræðslu facebook síðu UÍF og kvað gaman að fylgjast með henni. Hann kvað skýrslu stjórnar einnig vel unna. Hann hrósaði einnig Frístund og sagði frá reynslunni af slíku fyrirkomu á Vestfjörðum.  Hann kvað HSV fá í dag 36.000.000 kr. styrk frá Ísafjarðarbæ til verkefnisins. Þetta sé fyrir öll börn og taki 98% barna 12 ára og yngri á svæðinu þátt. Hann nefndi að ÍR hefði gert stóran samning við Reykjavíkurborg  um slíkt verkefni svo og í Keflavík. Hvort frístund sé í boði  sé ein af þremur grunnforsendum fyrir vali fjölskyldna á hvar þær vilji búa. Ákvörðunarástæða fyrir búsetu sé vinna, skóli og íþróttir.  Hann fagnaði að Fjallabyggð væri heilsueflandi samfélag og hvatti UÍF til að halda  Unglingalandsmót UMFÍ. Stærsta verkefni ÍSÍ er afrekssjóðurinn. Verið er að úthluta úr honum til sérsambanda. Ferðasjóður ÍSÍ hefur gagnast aðildarfélögu UÍF vel en þau hafa sótt í hann.  Er stefnt að því að efla þennan sjóð.  Hann vonar að allir hjálpist við að koma í veg fyrir allt ofbeldi, sama hvernig það er, og að það sé ekki liðið.  Hvatti UÍF til að skoða fyrirmyndarhéraðsmódelið en tvö héraðssambönd hafa nú þegar hlotið nafnbótina.

 1. Kosning þingnefnda.

Forseti óskaði eftir tillögum um þrjá aðila í kjörnefnd.  Lagt er til að Þorvaldur Hreinsson,  María Jóhannsdóttir og Kristján Hauksson taki sér nefndarstörf og var það samþykkt samhljóða.

 

 1. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

Þórarinn kynnti fjárhagsáætlunina og fór yfir hana lið fyrir lið. Tekjur verða alls 25.500.000 kr. og gjöld verða samtals 24.550.000 kr. Rekstarafgangur kr. 950.000.  Fjárhagsáætlunin var síðan samþykkt.

 

 1. Tillögur og önnur máls sem borist hafa til stjórnar.

Engar tillögur bárust til stjórnar.

 

 1. Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.

Stjórn UÍF lagði til breytingar á reglum um bæjarstyrk og reglur um hlutdeild UÍF í hagnaði af Íslenskri getspá, lottó.

Tillögur að breytingum á úthlutunarreglum UÍF á styrk Fjallabyggðar til aðildarfélaganna. Efni tillagnanna snýr að því að breyta 4. gr. b. þannig að lagt er til að einfalda skiptinguna þannig að í stað þess að skipta eftir fjölda iðkenda og einnig eftir umfangi aðildarfélagi þannig að aðeins verði horft til umfangs aðildarfélaga.

Tillögurnar eru eftirfarandi:

Árlegum styrk  Fjallabyggðar til  UÍF vegna aðildarfélaga skal skipt á eftirfarandi hátt:

 1. a) Grunnstyrkur að upphæð kr. 70.000.- rennur til hvers aðildarfélags
 2. b) Eftir greiðslu grunnstyrks er 90% skipt eftir, umfangi aðildarfélaga vegna barna- og unglingastarfs iðkenda 18  ára og yngri, fatlaðra 18 ára og eldri og aldraðra. Stjórn UÍF  tekur ákvörðun um hlutfallsskiptingu hvers aðildarfélags þar sem lagt er til grundvallar upplýsingar frá aðildarfélögum um umfang barna- og unglingastarfsins, s.s. starfstíma, umfangi æfinga og þjálfunar, umfangi við mótahald og öðru því sem viðkemur virkni aðildarfélaganna í barna- og unglingastarfi. Loks renna 10% í verkefnasjóð sem er í vörslu stjórnar UÍF. Úthlutanir úr honum eru samkvæmt reglum sjóðsins.

 

Tillagan samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða og verður svohljóðandi:

 

Hreinn texti:

 1. b) Eftir greiðslu grunnstyrks er 90% skipt eftir umfangi aðildarfélaga vegna barna- og unglingastarfs iðkenda 18  ára og yngri, fatlaðra 18 ára og eldri og aldraðra. Stjórn UÍF  tekur ákvörðun um hlutfallsskiptingu hvers aðildarfélags þar sem lagt er til grundvallar upplýsingar frá aðildarfélögum um umfang barna- og unglingastarfsins, s.s. starfstíma, umfangi æfinga og þjálfunar, umfangi við mótahald og öðru því sem viðkemur virkni aðildarfélaganna í barna- og unglingastarfi. Loks renna 10% í verkefnasjóð sem er í vörslu stjórnar UÍF. Úthlutanir úr honum eru samkvæmt reglum sjóðsins.

 

 

Reglur um skiptingu hlutdeildar UÍF í hagnaði af Íslenskri getspá (Lottó) milli aðildarfélaga UÍF.

 

 1. 56% skiptast eftir umfangi aðildarfélaganna eins og fram kemur í starfsskýrslum sem sendar eru UÍF 31. mars árinu á undanReikniforsendur skulu vera þær sömu og í 4. gr. úthlutunarreglna UÍF vegna styrks frá Fjallabyggð.

4

 

Tillagan samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða og verður svohljóðandi:

 

Hreinn texti:

 1. 56% skiptastí eftir umfangi aðildarfélaganna eins og fram kemur í starfsskýrslum sem sendar eru UÍF 31. mars árinu á undan. Reikniforsendur skulu vera þær sömu og í 4. gr. úthlutunarreglna UÍF vegna styrks frá Fjallabyggð.

 

 

Þinghlé.   Í þinghlé voru veitingar í umsjón Skíðafélags Siglufjarðar.

 1. Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.

Engin nefnd var að störfum nema kjörnefnd.

 1. Kosningar, álit kjörnefndar

Kosning formanns; Þórarinn Hannesson bauð sig fram og komu engin mótframboð.  Var hann kosin einróma og telst rétt kjörinn formaður.

Þeir sem voru í framboði til stjórnarkjörs kynntu sig. Kosið var um tvo aðalmenn og tvo til vara. Merkt var við allt að fjóra einstaklinga á kjörseðli. Þá voru greidd atkvæði og kjörnefnd tók til starfa.

 1. Kosning stjórnar, sbr. 16. grein laga UÍF

Atkvæði í stjórn UÍF voru eftirfarandi:

Anna Þórisdóttir með 23 atkvæði

Arnheiður Jónsdóttir með 21 atkvæði

Helga Hermannsdóttir með 18 atkvæði

Kristján Hauksson með 6 atkvæði

Þorvaldur Sveinn með 5 atkvæði

Kristín Anna Guðmundsdóttir með 4 atkvæði

Stefán Stefánsson með 4 atkvæði

 

Réttkjörnir aðalmenn eru því  Anna og Arnheiður. Varamenn eru Helga og Kristján.

 1. Kosning skoðunarmanna.

Lögð er fram tillaga um Ármann V. Sigurðsson og Þorgeir Bjarnason  samþykkt samhljóða.  Varamenn voru ekki tilnefndir.

 1. Önnur mál

Kristján Hauksson þakkaði fyrir traustið og hrósaði UÍF fyrir starfsemina svo og óskaði hann stjórninni til hamingju. Honum þótti gaman að sjá hversu ölfug starfsemin væri hjá aðildarfélögum.

Þórarinn þakkaði fyrir gott þing og þakkaði fyrir traustið sem stjórninni hafi verið sýnt og hlý orð. Hann vonastst til að geta eflt starf UÍF frekar. Það séu sveitarstjórnarkosningar framundan og því kjörið að láta í sér heyra. Öll félög hafi skilað góðum ársreikningum og séu með öfluga starfsemi.  Hann kvað alla geta verið ánægða með vel unnin störf. Þórarinn kvaðst hlakka til að starfa með nýrri stjórn og varmönnum en þeir séu alltaf boðaðir á alla fundi.  Jafnframt vonast hann til að hægt verði að funda oftar jafnt í báðum byggðarkjörnum en vegna aðstöðuleysis í Vallarhúsinu á Ólafsfirði hafi oftar verið fundað að Hóli. Loks þakkaði hann þingforseta og aðildarfélögum fyrir gott starf og Skíðafélagi Siglufjarðar fyrir veglegar veitingar.

Ársþingi UÍF var slitið kl. 20:46.

 

Þingfulltrúar:

Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar: María Jóhannsdóttir og Sigurlaug Ragna Guðnadóttir

Skíðafélag Ólafsfjarðar:  Kristján Hauksson og Sigurpáll Gunnarsson

Ungmennafélagið Glói:  Patrekur Þórarinsson

Íþróttafélagið Snerpa: Helga Hermannsdóttir

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg: Kristín A. Guðmundsdóttir og Jón Garðar Steingrímsson

Golfklúbbur Fjallabyggðar:  Rósa Jónsdóttir

KF: Steinar Svavarsson, Þorvaldur S. Guðbjörnsson, Haraldur Gunnólfsson, Gunnlaugur, Hörður Bjarnason, Þorsteinn Sigursveinsson, Magnús Þ. og Kjartan Helgason.

Hestamannafélagið Gnýfari: Þorvaldur Hreinsson

Blakfélag Fjallabyggðar: Óskar Þórðarson

Skotfélag Ólafsfjarðar: G. Árni Kristinsson og Ingimundur Loftsson

Hestamannafélagið Glæsir: Dagbjört Ísfeld og Haukur Orri Kristjánsson

Golfklúbbur Siglufjarðar: Ólafur Kárason

Guðný Helgadóttir umsjónamaður Hóls.

Stjórn UÍF: Þórarinn Hannesson, Anna Þórisdóttir, Arnheiður Jónsdóttir og Óskar Þórðarson.

 

UIF notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á holl.tonaflod.is

• CookieConsent


Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur